Umhverfisvernd á hafsbotni er jafn mikilvæg og umhverfisvernd á landi.

Það skiptir máli hvort eitt stykki fiskveiðistjórnunarkerfi stuðlar að umhverfisverndarsjónarmiðum veiða á hafi úti með tilliti þess meðal annars hve mikið magn veiðarfæra veiða með botnveiðarfærum.

Stóriðjuvæðing íslenska fiskiskipaflotans í kvótakerfinu hefur farið fram undir formerkjum hagræðingar þar sem umhverfisvænum einingum svo sem smábátaflota landsmanna hefur fækkað í sífellu.

Á sama tíma hefur ekki tekist að byggja upp fiskistofna samkvæmt Hafrannsóknarstofnun, og stórfelldur niðurskurður þorskveiðiheimilda raunin.

Sú hin sama stofnun hefur enn ekki sett fram skoðun á samsetningu fiskiskipaflotans með tilliti til þess hverning umgengni um lífríki sjávar skyldi vera, sem mér hefur oft fundist furðulegt í ljósi þess hverjar fyrstu niðurstöður úr neðansjávarmyndatökum við Suðurland á hafsvæðum þar birtu, þar sem niðurmélaðir kórallar voru sem eyðimörk á að líta.

Meðan störf við sjávarútveg á Íslandi skiptast ekki réttlátlega millum þegnanna og mönnum er meinaður aðgangur að kerfi fiskveiða sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði athugasemd við í sínu áliti í máli tveggja sjómanna er ekki hægt að tala um sjálfbærni fiskveiðikerfis einnar þjóðar.

Allt tal um sjálfbærni eru því öfugmælavísur.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mannréttindanefndin hefur ekki en , ályktað um að sjómenn á smábátum á íslandi eigi að hafa forgang þegar kemur að mannréttindum.Línuveiðar eru jafnt umhverfisvænar hvort sem þær eru stundaðar á 5 tonna bát eða 300 tonna.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þar að auki vru þeir tveir útgerðarmenn, sem þú vitnar til og voru vissulega sjómenn líka, ekki á neinum smábát, og voru auk þess á trolli.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband