Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Eina vitræna leiðin í fiskveiðistjórn hér við land.
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Það er afar ánægjulegt að sjá Eldingu taka undir tillögur okkar Frjálslyndra varðandi 220 þúsund tonna jafnstöðuafla til þriggja ára.
Sjómenn vita hvað þeir segja varðandi þorksgengd við landið, og stjórnvöld sem margsinnis hafa lýst því yfir á hátiðastundum að hlusta skuli á fiskifræði sjómannsins þurfa að fara að sýna þau orð í verki.
Til þess þarf kjark og þor stjórnmálamanna.
kv.gmaria.
Leggur til aukningu þorskkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allt of mikil skatttaka af allt of lágum launum er ekki vitnisburður um jöfnuð.
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Formaður Samfylkingarinnar var í Kastljósi kvöldsins þar sem hún kom meðal annars inn á það að flokkurinn hefði verið að vinna í velferðarmálum sem væru í anda jafnaðarhugsjónarinnar.
Er það í anda jafnaðarhugsjónar að skattleggja laun á vinnumarkaði sem illa eða ekki nægja til framfærslu einstaklinganna ?
Hvað veldur því að þorri fólks ekki hvað síst í opinberri þjónustu, í heilbrigðis og menntakerfum hefur mátt búa við það að taka laun sem eru fjarri því sem viðgengist hefur sem svokölluð markaðslaun ?
Á sama tíma og fyrirtæki og fjármagnseigendur greiða lægri skattprósentu af tekjum.
Flest allar launahækkanir hafa mátt þýða aukið álag starfa allra handa, meira og minna og frávera foreldra frá börnum sínum í slíku umhverfi sist til þess fallin að skapa fjölskylduvænt samfélag, þegar laun einnar fyrirvinnu nægja ekki lengur.
Ég er ansi hrædd um að það þurfi að fara að stokka spilin upp á nýtt og skoða einhvern lykil þeirrar aðferðafræði sem hér hefur verið við lýði.
Ég þekki ekki þessa tegund jafnaðarhugsjónar sem uppáskrifar það að gjá milli þjóðfélagshópa í samfélaginu sé með því móti sem fyrir hendi er hér á landi nú, þar sem jafnvel styrkir eru skattlagðir hvað þá allt annað.
kv.gmaria.
Fíkniefnabölið og meðferðarvandinn.
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Ég hvet alla foreldra að vera meira með nefið ofan í lífi sinna unglinga en minna á þessum tíma árs.
Því fyrr sem hægt er að grípa inn í ferli neyslu, því betra og því meiri von um að ná börnum út úr slíku.
Ef barnið er aldrei heima alltaf hjá vinunum þá er eins gott að vita hverjir vinirnir eru.
Það atriði að hafa útivistarreglur í heiðri og ganga eftir því að þær séu virtar hjálpar.
Það er hins vegar ekki svo vel að segja megi að samhæfing úrræða hins opinbera sé sem vera skyldi því biðlistar eftir plássum fyrir börn í vanda sem slíkum hafa verið til staðar sem er ekki í lagi.
Þar er skortur á fjármagni það sem fyrir er borið og hver vísar á annan því miður.
Neysla fíkniefna er ávísun á geðsjúkdóma og þar er sama sagan einnig fyrir hendi biðlistar og skortur á fjármagni.
Ef stemma á stigu við eftirspurn í þessu efni þarf að samhæfa aðila alla er vinna að slíkum málum í samfélaginu, alla.
kv.gmaria.
Gott að ná myndum af slíku athæfi.
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi.
Þetta atvik ætti að segja nógu mörg orð um miklilvægi þess að skólalóðir séu afgirtar alfarið, ekki aðeins frá því að bílaumferð sé möguleg heldur einnig varðandi það að þangað sé ekki Pétur og Páll að vaða inná í tíma og ótíma.
kv.gmaria.
Ökumaður handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skipulagsmálin á höfuðborgarsvæði og nágrannasveitarfélögum.
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Ég hef löngum rætt og ritað um nauðsyn þess að menn tali sig saman um skipulagsmál í heild á Stór Reykjavíkursvæðinu, en raunin er sú hamagangur við uppbyggingu nýrra íbúðahverfa hefur ekki tekið mið af langtíma umferðarþunga um svæðin, engann veginn.
Nægir þar að nefna fyrst Sundabraut í Reykjavík sem enn eftir öll þessi ár er ekki kominn í framkvæmd.
Nágrannasveitarfélög í Suðvesturkjördæmi , Mosfellsbær, Kópavogur og Hafnarfjörður, og Garðabær, eru enn að fást við umferðarþunga aðalbrautar sem veita þarf gegnum þessi bæjarfélög, ásamt auknum þunga umferðar sem skapast hefur af uppbyggingu nýrra hverfa með miklum íbúafjölda innan sveitarfélaga.
Enn er ekki alveg lokið framkvæmdum við breikkun Reykjanesbrautar sem þó er miklil samgöngubót millum Hafnarfjarðar, og Kópavogs, gegnum Garðabæ og áfram til Reykjavikur, en það mál tafðist allt of lengi á sínum tíma á framkvæmdastigi.
Ég hygg að menn verði að fara að tala meira saman um umferðamál í heild á svæðinu öllu með langtímamarkmið í sjónmáli í stað skammtímaúrlausna.
Sjálf sé ég ekki aðra leið færa en að færa umferð út úr miðjum bæjarfélögum að ströndinni, ásamt því atriði að skoða lestarsamgöngur suður með sjó í Reykjanesbæ, sem nú þegar hlýtur að skoðast sem kostur í þessu efni.
Heildarskipulag til framtíðar sem tekur mið af því að byggja þurfi upp aukinn fjölda íbúa kallar á umferð og það atriði þarf að skoða í því samhengi.
kv.gmaria.
Óviðunandi framkvæmd mála.
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Tek undir réttmæta gagnrýni foreldra á Hvaleyrarholti, varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við umferðamannvirki á svæðinu. Það er ekki hægt að veita umferð af Reykjanesbraut inn í íbúðahverfi eins og þarna er fyrirhugað, umferð sem kæmi upp veggjum Hvaleyrarskóla, sem er innan við 50 metra frá Suðurbraut.
Það er óviðunandi framkvæmd mála, og menn hljóta að verða að leita annarra leiða.
Þessi skóli er reyndar vinnustaður minn til tíu ára nú í haust og mér sannarlega málið skylt sökum þess hins arna.
kv.gmaria.
Hafnfirðingum illa brugðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afreksmenn í íþróttum eru þjóðarstolt.
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Mikið lifandis skelfingar ósköp getum við Íslendingar verið stolt yfir silfurpeningi á verðlaunapalli á Olympíuleikum, sem nú þegar er í höfn.
Fari svo að það verði gull, þá er það aðeins einum leik meira, sem unnin er.
Það er annars ótrúlegt að upplifa slíkt og einhvern veginn hefur maður verið haldinn einhverjum óskiljanlegum tilfinningum sem maður kannast ekki við áður, því ekki er sú er þetta ritar vön því að innbyrða of miklar væntingar fyrirfram í formi spennu þess efnis.
Iðkun íþrótta ekki hvað síst keppnisíþrótta, kennir margt svo sem félagsfærni, samvinnu, metnað, ásamt því að halda líkamanum í lagi. Svo fremi kapp innihaldi einnig forsjá, og iðlkun i hófi sé það sem lagt er upp með.
Megi betra liðið sigra og ef það erum við þá verð ég að sjálfsögðu í skýjum eins og aðrir.
kv.gmaria.
Afskaplega skrítin frétt.
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Hvernig ætti verðlag á ólöglegum markaði að hækka í takt við almennt verðlag ?
Er SÁÁ ekki að vinna að að sama marki og lögreglan, í sama lagaumhverfi ?
Eftir að hafa skoðað heimasíðu SÁÁ vakna spurningar um sjúkraskrár og upplýsingar úr þeim í þessu efni.
kv.gmaria.
Verðlag fíkniefna breytist lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Menningarpúður.
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Aldrei þessu vant nennti ég ekki að fara eitthvað til að sjá þessa flugeldasýningu, enda svo sem búið að vera nóg af annars konar flugeldasýningum á sviði stjórnmálanna í Reykjavík undanfarið.
Heyrði þó tvær sprengingar heim í hús, það dugar þessu sinni.
kv.gmaria.
Flugeldasýning á sundunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamlar andstaða hagsmunaaðila í sjávarútvegi, endurskoðun kvótakerfisins ?
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Getur það verið að stjórnvöld telji sig ekki þurfa að endurskoða ákveðna aðferðafræði vegna þess að hagsmunaaðilar leggist gegn því ?
Þrátt fyrir það atriði að upphaflegur tilgangur og markmið kvótakerfis í sjávarútvegi séu veg allrar veraldar fyrir land og þjóð.
Hve oft og í hve miklu magni skyldu önnur kerfi svo sem heilbrigðis og menntakerfi t.d. hafa lotið mikilli endurskoðun á tuttugu og fimm ára tímabili hjá sömu valdhöfum við stjórnvöl landsins ?
Við Íslendingar erum að verða utangarðs hvað varðar það atriði að geta tekið þátt í umhverfisvottun um umgengngi við lífríki sjávar hér við land vegna botnveiðarfæranotkunar, sem aftur hefur áhrif á verð og markað eðli máls samkvæmt.
Hve lengi ætla menn að berja hausnum við steininn í þessu efni ?
kv.gmaria.