Afnám verðtryggingar þýðir ákvörðun sitjandi valdhafa í landinu.

Hvað skyldu margir hagfræðingar þurfa að tala marga hringi um verðtryggingu eða ekki verðtryggingu áður en stjórnmálamenn taka af skarið og ÁKVEÐA að afnema þetta " barn síns tíma " hér á landi.

Það er engin heil brú í því að viðhalda verðtryggingu hér á landi lengur, svo fremi menn vilji að hér verði til frelsi fjármagnsmarkaðar.

Í raun er það hálf hlálegt að hugsa til þess að fjármálastofnanir sem grætt hafa á tá og fingri baktryggðar í sínum útlánum með axlaböndum og belti verðtryggingar, skuli heimta að ríkið taki lán í formi gjaldeyrisvarasjóðar.

Fjármálastofnanir sem ekki eru lengur í eigu hins opinbera.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband