Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Gott framtak.

Því ber sannarlega að fagna að endurnýting sem þessi skuli komin á það stig hér á landi, sem sjá má í þessari frétt.

kv.gmaria.


mbl.is Fita endurnýtt sem eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum datt í hug að Ísland væri markaður ?

Það skyldi engan undra að fyrirtæki hyrfu af hinum " íslenska hlutabréfamarkaði " enda þjóðin að höfðatölu um þrjú hundruð þúsund manns, sagt og skrifað.

kv.gmaria.


mbl.is Fleiri afskráningar mögulegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál sem þarfnast skoðunar við.

Hver verður niðurstaðan í árslok ef 14 % aukning er nú þegar til staðar ?

Ég tel vandann ekki eingöngu liggja í háu verði lyfja heldur einnig í formi lyfjaávísana, þarf sem skoða þarf þann þátt mun betur en verið hefur.

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Lyfjakostnaður TR eykst um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg ferð til Vestmannaeyja, á goslokahátið.

Það var afar sérstakt að standa inni í miðri öskugjá, en samt ofan við þök húsa sem grófust í ösku. Hluti þeirra hefur nú verið grafin upp og verður hluti af minjasafni sem verið var að opna og heitir Eldheimar.

Eftir opnunina fór fram tískusýning í öskugjánni, tilkomumikið ekki hvað síst vegna umgjarðarinnar.

R0010216.JPG

R0010214.JPG

R0010211.JPG

Set hér nokkrar myndir, en líkt og venjulega var ég ekki nógu dugleg að taka myndir.

Skömmu áður var athöfn í kirkjugarðinum þar sem afhjúpaður var minnisvarði um Gölla Valdason, afar sérstök athöfn.

R0010208.JPG

Síðar um kvöldið eftir að hafa notið gestrisni Georgs og Matthildar var haldið í Blíðukró og svo í Skvísusund, í blíðskaparveðri. Alveg hreint einstök nýting á þessu húsnæði til hátiðahalds.

Hafi þau hjartans þakkir fyrir frá mér.

kv.gmaria.


Skerðingar lífeyrissjóða ekki leyfilegar.

Það er afar ánægjuleg niðurstaða sem hér kemur fram varðandi þá stórfurðulegu ákvörðun lífeyrissjóða að skerða það sem fólk hafði þá þegar áunnið varðandi réttindi í sjóðunum.

Mér hefur verið óskiljanlegt hvernig í ósköpunum sjóðir þessi gátu framkvæmt slíka háttu.

kv.gmaria.


mbl.is Þýðingarmikill dómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagleg varðstaða stétta í heilbrigðis og menntamálum.

Mín skoðun er sú að margar fagstéttir hafi samið sig inn í allt of erfitt starfsumhverfi hér á landi varðandi það atriði að taka á sig of mikla vinnu fyrir nokkrar krónur til viðbótar.

Það á við hvoru tveggja í heilbrigðis og menntageiranum, þar sem margfalt álag á sama starfsmann, er hugsanlega til staðar í formi þess vinnuskipulags sem til staðar er og fagfélög hafa samið sig inn í .

Raunin er sú að slíkt skilar ekki þeim tilgangi sem vera skal, né heldur þeim faglegu markmiðum sem inna skal af hendi og heita þjónusta í heild, sökum þess að ofþreyttur starfsmaður er verri starfsmaður, og þjónustan eftir því.

Ofþreyttur starfsmaður er síðan mun líklegri til þess að eyðileggja eigin heilsu fyrr en ella á slíku skipulagi og lendir því sem álag á þjónustuna fyrr eða síðar sjálfur.

Ég álit þetta hluta af þeirri " akkorðsmenningu " sem okkar þjóð er að vissu leyti um of undirseld, ásamt hinum endalausu kröfum um sparnað á sparnað ofan þar sem langtímamarkmið eru sjaldnast sýnileg í því efni.

Varðstaða um faglegan metnað er mikilvæg, þar sem fagstéttir þurfa og verða að standa vörð um sitt starfsumhverfi.

kv.gmaria.


Óviðunandi þjónusta við íbúa á Suðurnesjum.

Sé það eitthvað gangverk í heilbrigðiskerfinu sem þarf að efla í stað þess að skera niður þá er það grunnheilsugæslan því sá hlekkur er forvörn fyrir flest annað er kemur að þjónustu við heilbrigði.

Geti ríkið ekki séð íbúum sveitarfélaga sómasamlega fyrir slíkum grunnþjónustuþáttum, er lítið annað að gera en að færa þau hin sömu verkefni eins og skot heim í hérað með fjármagni þar að lútandi, eðli máls samkvæmt .

Það er einnig sorglegt að sjá slíkar tillögur framkomnar af hálfu fagaðila við heilbrigðisþjónustu hér á landi.

kv.gmaria.


mbl.is Heilsugæsluvakt lokuð utan dagvinnu hjá HSS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar hljóta að geta veitt einum flóttamanni hæli hér á landi, eða hvað ?

Getur það verið að kerfi okkar sé svifaseint og seinvirkt þegar kemur að skoðun einstakra mála svo sem máli þessarar fjölskyldu ?

Varla verður hægt að telja að það væri stjórnvöldum hér ofviða að hafa samband við sænsk yfirvöld þar sem kona mannsins hefur dvalarleyfi um úrlausn mála til handa einni fjölskyldueiningu í veröld vorri.

Hvaða hafa margir samstarfssamningar verið undirritaðir ?

 

kv.gmaria.


mbl.is Ramses farinn af flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Ísland farsælda frón..."

" og hagsælda hrímhvíta móðir,

hvar er þín fornaldar frægð,

frelsið og manndáðin best." 

Þessar ljóðlínur sitja mér í minni síðan ég var fjallkona einu sinni 17 júní í gamla daga í sveitinni, en nú síðar hefur innihald ljóða á íslenskri tungu verið mér hugðarefni og spekúlering þess efnis hve mjög skáldin vöktu upp vitund um frelsi, ráð og dáð meðal þjóðarinnar.

Þessi frelsishvatning skáldanna hefur vakið aðdáun mína en ekki hefur veitt af í þeim aðstæðum og þeirri baráttu sem þjóðin háði gegnum tíð og tíma úr örbirgð til allsnægta dagsins í dag, að segja má.

Að vissu leyti má segja að það sé skammt stórra högga á milli í íslensku samfélagi þar sem stökk úr moldarkofum inn í steinsteypt hús hafi átt sér stað.

Hamagangurinn og lætin við að afla tekna við akkorð til sjávar og sveita einkennir að mínu mati enn samfélagsgerðina hér á landi þótt í annars konar mynd sé.

Á hinn bóginn hefur nútíma samfélag ofursérhæfingar í öllum sviðum að vissu leyti orsakað um of flókindi þar sem maðurinn þverfótar varla fet fyrir fet í kerfisviðjum sem sá hinn sami hefur búið til.

Baráttan fyrir frelsi og sjálfsákvarðanavaldi hér heima var orðum stráður vegur uns fullveldi var í höfn sem sjálfstæð þjóð meðal þjóða heims.

Það er eitt að hafa það vald og annað að gefa það frá sér, því slikt frelsi skyldi aldrei verslunarvara í formi útvíkkunnar skammtímafjármálagróðasjónarmiða hvers konar.

kv.gmaria.

 


Tillögur um bætta stjórnsýslu, ekki veitir af.

Grímseyjarferjuævintýrið hlýtur að hafa leiðbeint mönnum eitthvað um ágalla kerfisfyrirkomulags í þessu efni svo ekki sé minnst á stjórnsýsluákvarðanir og verkaskiptingu í því sambandi.

kv.gmaria.


mbl.is Samgönguráðherra fer yfir tillögur Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband