Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Rétturinn til að stunda atvinnu á Íslandi.

Frelsi til atvinnu er eitt af mikilvægustu réttindum hvers manns, því hinu sama frelsi má þó setja skorður segir í stjórnarskránni, svo fremi almannahagsmunir krefjist þess.

Kvótakerfi sjávarútvegs byggir á því atriði að ákveðið magn megi veiða á Íslandsmiðum, þar sem aflaheimildur voru festar útgerðaraðilum upphaflega en þeim síðan leyft að selja og leigja frá sér þær hinar sömu aflaheimildir með tilheyrandi braski sem varla á sér annan stað í Íslandssögunni.

Það atriði að takmarka magn veiða getur flokkast undir almannahagsmuni en það atriði að festa  aflaheimildir við fyritæki án endurskoðunar eða breytinga í tuttugu ár, og hamla þannig algjörlega nýliðun í atvinnu þessa er brot á mannréttindum þegnanna til aðkomu að atvinnu.

Mannréttindabrot sem á sér stað á Íslandi, ekki annars staðar í heiminum, heldur hér.

kv.gmaria.

 


Ætla stórkaupmenn að stofna stjórnmálaflokk og berjast fyrir aðild að ESB ?

Áður en að fólkið í landinu hefur svo mikið sem fengið að greiða atkvæði um aðild sem slíka.

Hafa stórkaupmenn farið í offjárfestingar í hinu meinta góðæri sem fólkið í landinu hefur ekki fengið notið ?

kv.gmaria.


mbl.is FÍS lýsir miklum áhyggjum af ástandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við Íslendingar að horfa á það sem gerist í Evrópu ?

Frakkar eru staðfastir í þvi að standa vörð um sínar menningarlegu hefðir að virðist.

Hinar menningarlegu hefðir eiga rót sína að rekja í trú þá sem til staðar er í landinu að öllum líkindum, líkt og víða annars staðar.

Hvað með uppeldi barna og aðferðafræði í því sambandi til dæmis, er hún ef til vill ólík millum menningarsamfélaga ?

Ég tel að við hvoru tveggja þurfum og verðum að ræða þau hin sömu mál hér á landi, hvort sem okkur likar betur eða ver.

kv.gmaria.

 


mbl.is Undirgefni samræmist ekki frönskum gildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndagrúsk.

Sat við að skanna inn gamlar myndir fyrr í kvöld,  og eldgömul póstkort sem Steinunn amma í Eyjum átti og einnig mynd af Jóni afa og Maríu ömmu á Flateyri.

Setti hluta þeirra hér í albúmið.

Eftir því sem vatnið í reynslubrunni lífsins eykst, þá metur maður meira gengin spor horfinna kynslóða.

Orð skáldsins Einars Ben. " Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt ..."  eru speki.

kv.gmaria.

 


Stjórnmálalandslagið á Íslandi.

Núverandi ríkisstjórnarssamstarf tveggja flokka þar sem annar gefur sig út fyrir frjálshyggjuformúlur og frelsi einstaklingsins hvarvetna, hefur ekki leitt af sér frelsi heldur fjötra í formi forræðishyggju ýmis konar og hömlur á einstaklingsfrelsið þar sem umsvif hins opinbera í þjóðlífinu eru hartnær 50% .

Sá hinn sami flokkur tók til stjórnarsamstarfs flokk sem ætlaði að verða samnefnari jafnaðarmanna sem mistókst þar sem gömlu " kommarnir " ákváðu að slá sig til riddara undir formerkjum öfga umhverfissjónarmiða í sér flokki.

Hinn meinti flokkur jafnaðarmennsku hefur hins vegar frá upphafi verið nær skoðanalaus um þjóðmál svo sem fiskveiðistjórnina og flest þau mál sem deilt er um í samfélaginu að miklum hluta.

Að vissu leyti má segja að Samfylkingin sé komin lengra í frjálshyggjuhugmyndum hvers konar en Sjálfstæðisflokkurinn hvað varðar endalausa talsmennsku fyrir því að ganga á hönd alþjóðahyggju fyrirtækjablokka og viðskiptahagsmuna í samstarfi þjóða, með öðrum orðum villst í markaðshyggjuþokumóðunni .

VG, " gömlu kommarnir" hafa m.a tekið að sér að vera sérflokkur fyrir annað kynið í formi femínsma, eins fáránlegt og það nú er, ásamt því að sjá vatnsaflsvirkjanir sem umhverfisvandamál, án þess þó að komast út fyrir fjöruna á haf út og skoða skipulag fiskveiða hér á landi sem heitið getur.

Framsóknarflokkurinn er nú utan stjórnarsamstarfs sem greinilega hefur verið hollt því nú tala þeir hinir sömu fyrir endurskoðun fiskveiðistjórnar við landið eins og Frjálslyndi flokkurinn hefur gert í áratug fyrir daufum eyrum ráðamanna og hagsmunaafla þeirra sem stjórna og stýra í krafti fjármagns sem kom sem meint góðæri til handa þjóðinni, þegar leitt var í lög á Alþingi að heimila verslun með óveiddan fisk á þurru landi á Íslandi.

Upphaf og endir þess efnahagslega ástands sem þjóðin á nú við að stríða er ákvörðun um að gera óveiddan fisk úr sjó að verslunarvöru sem ekki var aðeins upphaf offjárfestinga í atvinnugreinni heldur einnig möguleiki fjármagnsbraskara til þess að mergsjúga fjármagn í aðra starfssemi ýmis konar við upphaflega þáttöku sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði.

Sjávarútvegsfyrirtæki urðu því ekki langlíf á hlutabréfamarkaði hinum íslenska heldur hurfu þaðan skömmu eftir innkomu enda krónan mjög sterk þá sem gjaldmiðill og útflutningur afstæður í því sambandi.

Uppbygging fiskistofna við landið og atvinna í byggðum landsins varð að aukaatriði til þess að hanga á misviturlegum áformum stjórnarstefnu við fiskveiðistjórnunar undir formerkjum öfgafrjálshyggjuformúla ráðandi aðila við stjórnvölinn með tilheyrandi verðmætasóun þjóðarbúsins í heild.´

Í tíu ár hefur Frjálslyndi flokkurinn bent á hið misviturlega skipulag fiskveiðistjórnar hér við land þar sem mismunun þegnanna við aðkomu að úthlutun atvinnu við fiskveiðar hefur verið fyrir hendi.

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi íslenskum stjórnvöldum álit þess efnis að þegnum landsins væri mismunað til aðkomu að atvinnu við fiskveiðar eftir leitan tveggja sjómanna með mál sín til nefndarinnar.

Að slíkt skyldi þurfa að koma erlendis frá er ævarandi hneisa fyrir sitjandi ráðamenn sem í orði kveðnu þóttust myndu taka álitið alvarlega en reyndir var önnur, rétt fyrir þinglok var nokkrum mönnum falið að semja moðsuðu þess efnis að endurskoðun kerfis fiskveiðstjórnar væri á dagskrá.

Endurskoðun sem ekki þyldi dagsins ljós i formi ráðgjafar vísinda á vegum stjórnvalda hvað varðar árangur og upphafleg markmið í lögum um fiskveiðistjórn.

Gömlu flokkarnir sem hétu eitt sinn Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag áttu þátt í þvi að koma á fót þeirri skipan mála í sjávarútvegi hér á landi sem nú er við lýði og hafa því ekki treyst sér til að gagnrýna hana og látið Frjálslynda flokknum það alveg eftir síðari ár.

Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti núverandi fiskveiðistjórn hér við land og það mun án efa móta stjórnmálalandslag á komandi tímum þegar enn betur hefur verið dregið fram hve þjóðhagslega óhagkvæmt stjórnkerfi er þar um að ræða.

kv.gmaria.

 


Er búið að kaupa eða leigja kvóta ?

Varla get ég ímyndað mér að þessi veiði fái frið fyrir kvótasetningu miðað við það atriði að kvótasetja sjóstangaveiði á Vestfjörðum.

Það væri mjög fróðlegt að sjá rökstuðning fyrir mismuninum.

kv.gmaria.


mbl.is Strandveiðikeppni í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðleg frétt, nýtt útrásarfyrirtæki í orkuiðnaði varð til af hálfu fyrri meirihluta í Reykjavík.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé nafnið Envent sem  er dótturfyrirtæki Geysir Green Energi og REI, og þeir hinir sömu eiga 40 % í. Fyrirtækið hefur fengið rannsóknaleyfi á Filippseyjum til virkjanagerðar en að virðist óljóst hver fjármagnar dæmið til enda.

Ákvörðun þessi var tekin í tíð 100 daga borgarstjórnar Dags í Reykjavík að virðist.

kv.gmaria.


mbl.is Fengu rannsóknarleyfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra farin að hjóla, hvað með aðra ráðherra í ríkisstjórninni ?

Sá það í fréttum að ráðherra utanríkismála væri farin að hjóla og afar ánægjulegt til að vita. Vonandi verður öll ríkisstjórnin komin á hjól innan tíðar, því hún skorar á Össur samráðherra sinn að taka hjólið fram og nota.

Ef til vill verður þetta til þess að menn hefjast handa við að setja reiðhjólastíga skör hærra en verið hefur. Það er tímabært.

Svo vildi til að ég var að fá gamalt hjól sem mér var gefið í fyrra, úr viðgerð og hjólaði því nokkra kílómetra í kvöld.

Sá að manni veitir ekki af betri æfingu í þessu efni.

kv.gmaria.

 


Hús á ferðalagi.

Gat ekki á mér setið að hlaupa út á svalir og taka mynd af ferðalagi tveggja húsa hér í Hafnarfirði áðan.

R0010247.JPG

Það er tilbreyting að sjá hús á ferð eftir akbrautum en reyndar ekki í fyrsta skipti en nú eru það tvö í einu.

kv.gmaria.


Fuglasinfónía undir Fjöllunum.

Skrapp austur undir Eyjafjöll í gær og var eina nótt í sveitasælunni þar sem söngtríó hrossagauks og spóa, tjalds og stelks var eins og heil sinfóníuhljómsveit, með undursamlega umgjörð Eyjafjallajökulsins og fjallanna.

R0010230.JPG

R0010231.JPG

Bændur voru í heyskap að sjá mátti mjög víða á leiðinni austur og alltaf blundar sama tilfinningin í manni gagnvart heyskapnum sem var toppurinn á tilverunni í " gamla daga " .

Á þjóðvegi eitt var ótrúlega mikil umferð í báðar áttir, bæði í gær og dag, og nauðsyn þess að framkvæma vegabætur og aðskilja akreinar er brýn.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband