Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Afar eðlileg áskorun til stjórnvalda.
Föstudagur, 4. júlí 2008
Ég tek heilshugar undir þessa áskorun Verkalýðsfélagsins á Akranesi, varðandi það atriði að stjórnvöld hér á landi aðhafist eitthvað til þess að auka trú manna á getu til þess að takast á við það ástand sem uppi er í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Þess er skammt að minnast að afar stutt er síðan að almenningi var talin trú um það að grundvöllur stöðugleikans og kaupmáttar væri hófstilltir samningar á vinnumarkaði. ´
Aðgerða er þörf.
kv.gmaria.
Lýsa yfir áhyggjum af stöðu efnahagsmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefur viðskiptaráðherra talað flokkinn út úr rikisstjórn ?
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Einu sinni enn hefur viðskiptaráðherra landsins notað og nýtt setu sína á ráðherrastóli til þess að tala fyrir aðild að ESB þótt slíkt sé ekki í stjórnarsáttmála né heldur þjóðin hafi greitt um það atkvæði hér á landi enn sem komið er.
Þar talar sá hinn sami gegn samstarfsflokknum í ríkisstjórn og skyldi því engan undra að sá flokkur hafi nú tekið til við að minnka reyksprengjuframleiðslu hins ofurmálglaða viðskiptaráðherra í þessu efni.
Er viðskiptaráðherrann ef til vill að reyna að tala sinn flokk út úr ríkisstjórninni ?
kv.gmaria.
Af eldgosum náttúrunnar.....
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Fyrsta upplifun mín af eldgosi var Surtseyjargosið i Vestmannaeyjum þar sem ofboðslegir strókar stigu upp af hafi og fylltu himininn í Suðvestri séð heiman frá undan Fjöllunum.
Óhjákvæmilega var þetta ógnvænleg birtingamynd þess sem náttúruhamfarir gætu orsakað í umhverfinu og festist sem mynd í barnssálina.
Þegar lestrarkunnáttan var komin til sögu át ég allt upp úr bókum sem finna mátti um eldgos og áttaði mig á því að allt í kring voru eldfjöll Katla , Hekla og Eyjafjallajökull einnig, en Surtur og síðar Vestmannaeyjar sjálfar bættust í hópinn. Sennilega hefi ég nú lesið full mikið á þeim tíma því lengi ,lengi dreymdi mig lítið annað en eldgos og aftur eldgos, og yfirleitt þá í Eyjafjallajöklinum.
Um 1970 gaus Hekla og sama dag þurfti pabbi endilega að vera að fara eitthvað og ég man að mér fannst það ekki þægilegt að hann yrði að heiman akkúrat þann dag.
1973, var ég hins vegar fermingarárið mitt í skóla, ein stelpa í minni sveit með fjórum strákum í bekk. Einn janúardaginn gerðist það að skólabíllinn kom ekki að sækja börnin og skömmu síðar komu fréttir af því að eldur væri uppi á Heimey, þar sem amma og afi áttu búsetu.
Í morgunmyrkrinu sást eldrák út í Eyjum, en síðar sama dag titraði túnið fyrir framan bæinn þannig að sauðfé og hestar ráfuðu um og var ekki rótt frekar en mannfólkinu.
Útvarpið sagði fréttir af því að skipalest hefði verið mynduð frá Eyjum til Þorlákshafnar og við fengum fréttir því að amma var kominn til Reykjavíkur eftir bátsferð til Þorlákshafnar og afi hafði farið í flugi með öðrum af elliheimilinu í Eyjum.
Þessi skipalest varð til því allir Eyjabátar voru í höfn vegna þess að daginn áður var kolvitlaust veður hreinlega.
Það fjölgaði hjá okkur þvi amma kom aftur heim á æskuslóðir sínar undir Fjöllunum, og ég fékk tvær fermingarsystur með mér úr Eyjum sem dvöldu í sveitinni í skóla.
Pabbi fór út í Eyjar þegar leyfi var gefið að sækja eigur ömmu áður en húsið fór undir hraun.
Mömmu dreymdi það að höfn Vestmannaeyinga yrði þyrmt og svo varð.
Síðar árið 1980 eða 81 var ég stödd við kartöfluupptöku niður í Þykkvabæ og sé ég þá ekki Heklu byrja að gjósa þaðan, það var einstök sýn.
Hin óttablandna virðing fyrir náttúruöflunum er óhjákvæmilega til staðar hjá manni.
kv.gmaria.
Og áfram mótmæla Evrópubúar, ráðstjórnartilburðum í formi sérstakrar stjórnarskrár ESB.
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Mín skoðun er sú að stjórnarskrárhugmyndir Evrópusambandsins séu upphafið að endalokum þess enda tilgangur þess að hafa sérstaka stjórnarskrá fyrir sambandsþjóðir all undarlegur í raun því þar er verið að búa til eins konar þjóðríki, en ekki samband þjóða með sínar eigin stjórnarskrár í sínum þjóðlöndum.
Hvers konar offar hvort heldur er í þessu sem öðru veldur því yfirleitt að hlutir snúast í öndverðu sína og leita þarf að tilgangi og markmiðum á ný þegar gengið hefur verið of langt.
kv.gmaria.
Forseti Póllands undirritar ekki Lissabon sáttmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gerist þetta bara í Bandaríkjunum ?
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Lyfjaiðnaðurinn gerist hér sekur um verðsamráð og ég tel að við Íslendingar eigum og þurfum að vera vakandi fyrir slíku.
Þess er vonandi að vænta að okkar yfirvöld séu þess vel meðvituð um hvaða aðferðafræði kann að vera til staðar.
kv.gmaria.
Lyfjafyrirtækjum gert að greiða 9,1 milljarð króna í skaðabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rétt, rétt, rétt..........
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Handvömm á handvömm ofan, varðandi málamyndaeinkavæðingu bankanna , er eitthvað sem aðrir en Íslendingar hljóta að koma auga á.
kv.gmaria.
Rót vandans einkavæðing íslensku bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðgerðalausir ráðamenn við stjórnartauma í áratugi.
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Það er fyrir löngu kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórnarsetu við landsstjórnina því sá hinn sami hefur gefist upp á eigin aðferðafræði sem ekki virkar í stað þess að viðurkenna mistökin og taka á þeim.
Aðkoma Samfylkingar að stjórnartaumum var sízt til að bæta stjórnarhætti því frá upphafi hafa ráðherrar talað út og suður ef þeir eru á landinu að hætti populistaflokka sem safna vinsældum með að tala máli tækifærismennskunnar til þess að safna aðdáendum, nægir þar að nefna orkumálin nú um stundir.
Báðir stjórnarflokkarnir eru andvaralausir gagnvart nauðsynlegri endurskoðun atvinnuvegakerfa svo sem kvótakerfi sjávarútvegs sem uppvíst er að brjóti mannréttindi á þjóðinni og ekki þjónar tilgangi sínum til handa landi og þjóð.
Ekki er hreyft við hendi varðandi skattkerfið þar sem þó er það eina sem stjórnvöld hafa í hendi sér í formi efnahagslegrar aðkomu varðandi áhrif á efnahagslíf einnar þjóðar í núverandi skilyrðum málamyndamarkaðssamfélags sem skapað hefur verið af stjórnvöldum sjálfum.
Ráðherrar hafa ekki einu sinni fyrir því að tala kjark í þjóðinna á tímum slíkra þrenginga sem samfélagið má meðtaka, það er slæmt.
kv.gmaria.
Offjárfestingaræði og undraævintýrafyrirtæki á hverju strái.
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Almenningi í landinu var talin trú að það ríkti góðæri, meðan fjármálabraskið var í algleymingi og litla Ísland var ekki lengur nógu stórt fyrir hin ört sívaxandi fyrirtæki sem hösluðu sér völl um veröld víða.
Verðtrygging fjárskuldbindinga hafði ekki verið afnumin við einkavæðingu banka og ekki heldur við stofnun hlutabréfamarkaðar án þess þó að skattar almennings í landinu hefðu fylgt verðlagsþróun, þvi sama upphæð skattleysismarka var látin standa þrátt fyrir óverulegar launahækkanir allt undir formerkjum stöðugleika í landinu.
Nú hefur harðnað í ári og ytri skilyrði ekki eins góð og hvað þá ?
Getur það verið að ríkisstjórn landsins hlaupi til með fjármuni almennings til bjarga hinum einkavæddu fjármálastofnunum, með lántöku ?
Án þess að lækka skatta á almenning í landinu ?
kv.gmaria.
Hinn íslenski hlutabréfamarkaður.
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Hvaða fyrirtæki hófu upphaflega þáttöku á hinum íslenska hlutabréfamarkaði ?
Voru það ef til vil útgerðarfyrirtæki í landinu sem þá nýlega höfðu fengið heimildir til þess að versla með óveiddan fisk á þurru landi ?
Fjárfestu lífeyrissjóðirnir kanski í púkkinu ?
Eru mörg útgerðarfyrirtæki í dag á hinum íslenska hlutabréfamarkaði ?
Hvað með fjárfestingar lífeyrissjóðanna ?
kv.gmaria.
Hvers vegna er efnahagslegt öngþveiti á Íslandi ?
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Skattleysismörk hér á landi hafa ekki haldist í hendur við verðlagsþróun allt frá árinu 1995, og gera það sannarlega ekki enn þann dag í dag. Það er alveg sama á hvern veg hinn almenni launamaður reynir að bjarga sér , þeim hinum sama er refsað með skattlagningu af tekjum undir fátæktarmörkum framfærslu í raun.
Frysting skattleysismarka á sínum tíma er og verður óskiljanleg aðgerð af hálfu stjórnvalda í landinu og óskiljanlegt hvers vegna launþegasamtök almennt hafa ekki risið upp til háværra mótmæla þau ár sem þetta fyrirkomulag hefur verið látið vera við lýði.
Getur það verið að skuldasöfnun heimilanna í formi lántöku í bönkum hafi eitthvað með þetta ástand að gera ?
Skömmu áður en skattleysismörk voru fryst, var óveiddur fiskur úr sjó gerður að verslunarvöru á þurru landi, í formi lagaheimildar frá Alþingi, til þess arna.
Útgerðarmenn gátu selt og leigt sín á milli kvóta til veiða á fiski og landið fór á annan endan í braski fram og til baka landið þvert og endilangt.
Þessi starfssemi, þ.e. útgerðarfyrirtækin voru eigi að síður skattlaus í tíu ár samkvæmt úttekt í Mbl á sínum tima þar sem uppkeypt tap var yfirfært milli ára.
Á sama tíma og almenningur í landinu var látin greiða skatta af tekjum undir fátæktarmörkum.
kv.gmaria.