Utanríkisráðherra farin að hjóla, hvað með aðra ráðherra í ríkisstjórninni ?

Sá það í fréttum að ráðherra utanríkismála væri farin að hjóla og afar ánægjulegt til að vita. Vonandi verður öll ríkisstjórnin komin á hjól innan tíðar, því hún skorar á Össur samráðherra sinn að taka hjólið fram og nota.

Ef til vill verður þetta til þess að menn hefjast handa við að setja reiðhjólastíga skör hærra en verið hefur. Það er tímabært.

Svo vildi til að ég var að fá gamalt hjól sem mér var gefið í fyrra, úr viðgerð og hjólaði því nokkra kílómetra í kvöld.

Sá að manni veitir ekki af betri æfingu í þessu efni.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta er frábært en er þetta þá "mótvægisaðgerð" Ég á hjól og hef ætlað að hjóla í vinnuna en það er alltaf fyrirséð að ég þarf á bílnum að halda yfir daginn til að skreppa hingað og þangað. ISG getur bara tekið upp gsm og hringt á  bílstjórann sinn og látið sækja sig ef hún gefst upp og svo byrja fundir ekki fyrr en hún kemur geri ég ráð fyrir öfugt við suma aðra. Gott hjá henni samt það verð ég að segja. Er það ekki maðurinn hannar sem var alltaf hjólandi? kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Sjálfsagt er þetta " mótvægisaðgerð " gagnvart flakki í einkaþotum og endalausum ferðalögum heiminn á enda, til þess að bæta ímynd flokksins he he..

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.7.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahahahahahhahahah þú drepur mig alveg hhahahahahah

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:51

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það vil ég nú ekki gera en þetta var bara " kalt mat ".....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.7.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband