Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Umfjöllun fjölmiðla um annmarka kvótakerfisins er lítil og léleg.

Fengum við Íslendingar ítarlega umfjöllun fjölmiðla hér á landi í kjölfar niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þess efnis að brotin væru mannréttindi á íslenzkum sjómönnum ?

Þar sem farið var yfir upphaf kerfis þessa og bindingu úthlutunar aflaheimilda við einstakar útgerðir að teknu tiliti til þriggja ára veiðireynslu þau ár........

 Lögleiðingu framsals og leigu aflaheimilda millum útgerðarmanna sem kom til um tíu árum síðar...........

( og ég tel mestu stjórnmálalegu mistök allrar siðustu aldar hér á landi )

Veð fjármálastofnanna allt í einu í óveiddum fiski úr sjó.......

Lögin sjálf og sektarákvæðin.........

Aðgang manna og möguleika........

Brottkastið og umgang við lífríkí á Íslandsmiðum í kerfi þessu ......

Eyðisjávarbyggðir um allt land og verðlausar eignir .......

Offjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu.........

Ég hefi ekki séð ýtarlega fréttaskýringaþætti eða umfjöllun sem heitið geti af hálfu fjölmiðla sem þó vilja láta taka sig alvarlega um mál þessi.

Hvað veldur ?

kv.gmaria.

 

 


Íslendingar eru ekki á leið í Evrópusambandið að svo komnu máli.

Allt tal manna um inngöngu í Evrópusambandið nú ,er einungis til þess fallið að blinda sýn á  viðfangsefni sem við er fást hér á landi og með ólíkindum hve einstökum ráðherrum þessarar ríkisstjórnar hefur verið leyft að hafa frjálsar hendur með umtal sem slíkt meðan mál þetta er þó ekki á dagskrá viðkomandi ríkisstjórnar.

Hamagangur forkólfa atvinnulífsins með eiginhagsmuni fyrirtækjanna í hnakktöskunni varðandi Evrópuumræðu hefur fengið óvenjumikið vægi í fjölmiðlum landsins.

Geti flokkur eins og Samfylkingin sem hefur aðild að ESB á dagskrá ekki undirgengist stjórnarsáttmálann betur en svo að virða að vettugi það atriði að aðild sé ekki á dagskrá, þá hlýtur forsætisráðherra samstarfsflokksins að gera eitthvað, eða hvað ?

Frá mínum sjónarhóli séð hefur núverandi forsætisráðherra steinsofið á verðinum, með aðgerðaleysi og andvaraleysi að sjá má.

Þjóðin á ekki þessa ringlureið skilið hafandi tekið á sig kjaraskerðingar í áraraðir undir merkjum stöðugleika þar sem sá hinn sami stöðugleiki virtist einungis búa til tvær þjóðir í landinu, rika og fátæka þar sem hluti manna sá aldrei neitt góðæri en hluti baðaði sig í fjármunum.

Enn þann dag í dag er ofurskattlagning stjórnvalda á hinn vinnandi mann, í stað þess að hægt hafi verið að auka frelsi einstaklinga með skattalækkunum og minni ríkisumsvifum í þjóðlífinu í heild.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Byggð í landinu öllu er hagur einnar þjóðar.

Landsbyggðin hefur lengst af búið við það að hvoru tveggja landbúnaður og sjávarútvegur hafa þar vegið þyngst hvað varðar atvinnulíf.

Algjörlega hefur skort á endurskoðun gömlu atvinnuveganna með tilliti til þess að byggja upp atvinnustefnumótun á landinu í heild.

Tilfærsla atvinnutækifæra út á land hefur ekki verið fyrir hendi þegar kerfisskipulag stjórnvalda er þannig úr garði gert að það beinlínis stuðlar að fækkun atvinnutækifæra með kvótaumsýslu landshluta á milli á forsendum stórútgerðarfyrirtækja eingöngu.

Landbúnaður hefur að hluta til lotið sömu lögmálum varðandi einhliða sýn stjórnvalda á stækkun eininga í stað þess að byggja einnig upp einyrkja að störfum  samhliða og hlúa þannig að nytjun lands.

Fólk úti á landi þarf að hafa atvinnuaðkomu í undirstöðugreinum atvinnuveganna, flóknara er það ekki.

Að öðrum kosti er allt of hröð þróun og offjölgun á höfuðborgarsvæði afeiðing þar sem ekki hefst undan að byggja þjónustu og samgöngumannvirki eins og dæmin sanna.

kv.gmaria.


mbl.is Viðvarandi fólksfækkun í 22 sveitarfélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er Íslenzka ríkisstjórnin sem annað hvort stjórnar eða stjórnar ekki í íslenzku efnahagslífi.

Hvers konar tal um Evrópusambandsaðild ellegar upptöku Evru breytir því ekki að núverandi stjórnvöld er sitja í landinu þurfa að takast á við þær aðstæður sem uppi eru hér,  heimatilbúnar og utanaðkomandi, rétt eins og ríkisstjórnir annarra landa.

Það er ekki eins og það sé ekkert hægt að gera nema sitja með hendur í skauti, því stjórntækið sem menn hafa í höndunum er skattkerfið og skattkerfisbreytingar jafnvel tímabundnar geta skipt verulegu máli í þessu sambandi.

Jafnframt er það hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að stjórnvöld hefjist handa nú þegar við endurskoðun fiskveiðistjórnar og ótrúlegt að flokkarnir tveir skuli enn draga lappir í því efni, þar sem ljóst er að ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunar hafa ekki gengið eftir við uppbyggingu þorsks við Ísland í tvo áratugi.

Því til viðbótar má nefna það sem sjálfsagt og eðlilegt að stjórnvöld axli ábyrgð og lækki tekjuskatta á almenning , til að vega á móti vaxtahækkunum sem sliga heimili i landinu.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Að mönnum skuli detta í hug að fara að troða þéttingu byggðar ofan í gamalgróið hverfi !

Það eru ýmsar hugmyndirnar sem bæjarstjórn Kópavogs er með á takteinum, nú með þéttingu byggðar á Kársnesi.

Það atriði að bjóða íbúum upp á það að umbylta rótgrónu hverfi allt í einu með stórhýsum og íbúafjölda í viðbót, með tilheyrandi bílamagni sem umferðarmannvirki þola illa eða ekki, er stórundarlegt.

kv.gmaria.


mbl.is Samþykkt að auglýsa nýtt Kársnesskipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg er ósammála Össuri.

Tvær mismunandi skoðanir Samfylkingarráðherra í ríkisstjórn kemur ekki lengur á óvart heldur nokkuð venjulegt fyrirbæri í þessari ríkisstjórn.

Össur fagnar útspili Björns Bjarnasonar að sjá má hér í annarri frétt mbl. en Ingibjörg hefur aðrar athugasemdir við málið.

Hvað skyldi það taka Samfylkingu langan tíma að átta sig á þvi að hún er í einni ríkisstjórn ?

kv.gmaria.


mbl.is Myntsamstarfsleið ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VÉR MÓTMÆLUM ALLIR, kvótakerfinu, með Ásmundi.

Mannréttindabrot þau sem íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið inniheldur hvað varðar aðkomu manna að atvinnu við fiskveiðar á Íslandi er skömm, skömm sitjandi stjórnvalda í landinu hvaða nafni sem þau nefnast á hverjum tíma.

Hin þjóðhagslega verðmætasóun sem kerfi þetta hefur áskapað landi og þjóð og ALLIR skattborgarar hafa mátt borga brúsann af hvar sem þeir lifa eða búa á landinu er stórt reikningsdæmi.

Það atriði að gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru millum manna á þurru landi, gekk og gengur gegn markmiðum fyrstu greinar laga um stjórn fiskveiða er kveða á um að fiskveiðistjórnunarkerfið skuli stuðla að atvinnu í byggðum lands.

Kerfið hefur lagt sjavarbyggðir í rúst svo sem sjá má m.a á Vestfjörðum og verkþekking, uppbyggð mannvirki hafna , atvinnutæki fólksins og eignum öllu hent á bál, braskara með aflaheimildir landshluta milli, og kallað hefur verið " hagræðing ".

Kerfi þetta á einnig að stuðla að uppbyggingu verðmesta fiskistofnsins þorsks, sem hefur gjörsamlega mistekist með skipulaginu.

Kerfið innihélt frá upphafi þá annmarka í lögunum að mönnum var óheimilt að koma með undirmálsfisk að landi samkvæmt sentimetratölu, sem aftur orsakaði stórkostlega verðmætasóun þar sem fiski var hent í hafið, en ekki færður að landi.

Ekkert gerðist í því fyrr en náðist að mynda það hið sama brottkast á filmu og sýna í sjónvarpi eins fáránlegt og það nú er.

Nú árið 2008 hefur sitjandi stjórnvöldum þessa lands enn ekki tekist að koma auga á hina nauðsynlegu endurskoðun sem þarf að viðhafa þrátt fyrir allra handa endurskoðun og umbreytingar á ýmsu öðru í íslenzku þjóðlífi.

Vakna þarf til vitundar um það sem skiptir máli.

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Mótmælir kvótakerfinu með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að líða langur tími þar til endurskoðun kvótakerfis sjávarútvegs hefst ?

Núverandi ríkisstjórnarflokkar Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa tilkynnt Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að þeir hinir sömu muni endurskoða fiskveiðistjórnunarfyrirkomulagið.

Þeir hinir sömu telja að það nægi, sem svar til nefndarinnar, en hefur sú vinna farið af stað ?

Nei ekki nokkur skapaður hlutur hefur heyrst af slíku, ekkert.

Forsætisráðherra var síðast á hestamannamóti og utanríkisráðherra að hjóla, sjávarútvegsráðherra vart sýnilegur nema við blogg um dásemdir ríkisstjórnarinnar í efnahagsöngþveiti nútímans.

Hvenær á að hefjast handa ?

kv.gmaria.


Hefur öfgafrjálshyggjan villst í markaðshyggjuþokumóðunni ?

Hið meinta markaðsþjóðfélag okkar Íslendinga er illa eða ekki sýnilegt nú um stundir, þar sem forkólfar atvinnulífsins heimta betra viðskiptaumhverfi þrátt fyrir það að fyrirtæki séu, all minna skattlögð en hinn vinnandi maður á vinnumarkaði.

Alls konar tilfærsla verkefna í formi fjármögnunar svo sem skólauppbyggingar í sveitarfélögum sem hið opinbera hefur nú falið fjármálafyrirtækjum, virðist lítt eða ekki hafa tekið mið af því að efnahagsleg niðursveifla gæti átt sér stað hér á landi.

Ekki frekar en sjávarútvegsfyrirtæki áttu von því að ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunar um þorksstofninn þýddu minnkun hans en ekki stækkun. Offjárfestingar í tólum og tækjum þar á bæ þýða því skuldir á skuldir ofan.

Arðssemiskrafa fyrirtækja hefur ekki farið saman við hag landsmanna í heild því skuldsetning heimilanna er í sögulegu hámarki.

Bankarnir hinir nýeinkavæddu græða á öllu saman.

Ríkið er rekið á núlli , meðan sjúkrahús fá ekki nægilegt fé til starfssemi, og almenningur má greiða gjöld hægri vinstri í þjónustu hins opinbera, við heilbrigði.

Ríkið hagnast á hækkun olíu með þeirri gjaldtöku sem þar er til staðar og almenningur er að sligast undan.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar eru að mínu viti villtir, báðir tveir í markaðshyggjuformúlum sem ekki eiga við í 300 þúsund manna samfélagi á eyju í Norður Atlandshafi.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Kaupmáttur launamanna á vinnumarkaði.

Alveg hreint er það ótrúlegt hve verkalýðsforystumenn þegja þunnu hljóði um þessar mundir þrátt fyrir það atriði að hvers konar samningar um kaup og kjör séu húmbúkk eitt í því verðbólgubáli sem logar glatt.

Til hvers í ósköpunum eru launþegar að borga félagsgjöld í félög þessi ef þau hin sömu eru þess ekki umkomin að standa vörð um kaup og kjör ?

Svo mikið er víst að varðstöðu um kjör launþega hefur vægast sagt farið hnignandi undanfarin ár og nákvæmlega ekki neitt verið að gert til dæmis til þess að reyna að stytta vinnuviku og koma hér á fót mannvænlegra samfélagi í því efni.

Þvert á móti hafa launþegar mátt gjöra svo vel að láta sér lynda alls konar "vinnuhagræðingu" og álag við vinnuna, í allra handa útfærslu af hálfu vinnuveitenda, án þess að félögin beri hönd fyrir höfuð sínum félagsmönnum.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband