Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Íslendingar eiga ekkert erindi í Evrópusambandið að svo komnu máli.
Mánudagur, 30. júní 2008
Hinn háværi áróður sem dunið hefur á landsmönnum varðandi inngöngu í ESB, er vægast sagt þreytandi fyrirbæri á sama tíma og frændur okkar Írar hafa fellt hinar stórfurðulegu stjórnarskrárhugnyndir bandalagsins.
Dettur einhverjum í hug að Íslendingar myndu henda sinni eigin stjórnarskrá út fyrir aðra eftir að hafa barist til áhrifa sem sjálfstæð þjóð , meðal þjóða heims ?
Ég held ekki og sérstaða okkar Íslendinga og til nytja af okkar náttúruauðlindum til lands og sjávar er eitthvað sem við eigum að standa vörð um og taka okkar eigin sjálfstæðu ákvarðanir áfram um hagsmuni lands og þjóðar án þess að fela ákvarðanavaldið á brott héðan.
Sjálfsákvarðanavald einnar þjóðar verður illa eða ekki verðmetið á markaðstorginu, en boðberar óheftrar markaðshyggju horfa ekki á annað en skammtímasjónarmið gróða sem þeir hinir sömu hafa fengið frelsi til þess að iðka.
Það hið sama frelsi á sér þó þau mörk að stjórnmálamenn munu taka ákvarðanir um inngöngu í bandalög annarra þjóða, í krafti kjörfylgis sínna flokka, ekki markaðsmennirnir.
kv.gmaria.
Aukið vægi almenningssamgangna veltur á ákvarðanatöku um slíkt.
Sunnudagur, 29. júní 2008
Á hinum síðustu og verstu tímum verðhækkana á eldsneyti er það hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg krafa að stjórnvöld vakni til vitundar varðandi ákvarðanatöku um aukið vægi almenningsamgangna ásamt því að létta álögum af eldsneytishækkun af þeim er stunda atvinnuuppbyggingu við verkframkvæmdir í landinu.
Ókeypis strætó og niðurgreiðsla í rútur milli staða sem og lestarkerfi og uppbygging þess er spurning um ákvarðanatöku og framsyni sem sitjandi stjórnvöld í einu landi ættu að hafa á takteinum.
kv.gmaria.
Lestarsamgöngur eins og skot á Íslandi, frá Reykjavík til Suðurnesja.
Sunnudagur, 29. júní 2008
Nú þegar þarf að hefjast handa um að byggja upp lestarsamgöngur á Reykjanesskaganum sem nýst gætu millum bæjarfélaganna Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Keflavík.
Það þarf ekki einu sinni sérfræðing til þess að sjá að þessar samgöngur væri hægt að nota og nýta meiri hluta árs hér á landi aðeins spurning um að hefjast handa og koma því hinu sama á koppinn.
Við gætum ekki aðeins sparað gífurlega fjármuni við gatnagerð heldur einnig minnkað útblástursmengun og svifryksmengun samgönguæða millum fjölbýlisstaða en svifryksmengun er nú þegar heilbrigðisvandamál.
kv.gmaria.
Ráðlaus ríkisstjórn sem lætur reka á reiðanum breytir litlu um efnahagsmál þjóðarinnar.
Sunnudagur, 29. júní 2008
Það kann ekki góðri lukku að stýra að ráðherrar sömu ríkisstjórnar tali sitt í hvora áttina líkt og gerst hefur í ríkisstjórn þeirri sem nú situr við völd í landinu. Einn talar fyrir Evrópusambandsaðild annar á móti henni sitt á hvað.
Það skyldi þó aldrei vera að þetta ábyrgðarlausa hjal ráðherra um Evru hefði að hluta til átt þátt í því að veikja krónuna ?
Eigi að síður er ekkert að finna í stjórnarsáttmála varðandi það atriði að hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusamband á kjörtímabilinu.
Ákvarðanataka ráðamanna hér innanlands varðandi hvers konar ráðstafandir til handa landi og þjóð hefur illa eða ekki verið sýnileg utan tveggja ráðuneyta hugsanlega.
Meira og minna hafa ráðherrar þessarar rikisstjórnar verið á flakki í útlöndum hver um annan þveran frá því því skrifað var undir stjórnarsáttmálann fyrir rúmu ári, og þrátt fyrir síversnandi efnahagsástand hér heima, hefur ekkert litið dagsins ljós varðandi skattkerfisbreytingar til handa almenningi í landinu.
Ríkissjóður er rekin á núlli meðan heimilin í landinu fara á hausinn vegna þess að stöðugleiki sá sem fólki hafði verið talin trú um að yrði fyrir hendi, fór veg allrar veraldar.
Lágmarksviðbrögð ríkisstjórnar í landinu ættu að vera þau að taka á sig hluta þeirra áfalla sem nú dynja á almenningi í formi vaxtahækkana og verðlagsþróunar að mínu viti.
Styrk stjórn á tímum efnahagsþrenginga skiptir máli hvað varðar traust, en slík viðbrögð hafa ekki verið sýnileg, því miður.
kv.gmaria.
Óska Þingeyingum til hamingju með framsýnt stéttarfélag.
Laugardagur, 28. júní 2008
Þessi ákvörðun er sannarlega fagnaðarefni og afskaplega ánægjulegt að frumkvæði stéttarfélags sé að finna í þessu efni.
kv.gmaria.
Barnvænir Þingeyingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mega fjölmiðlar ekki mynda ráðherra við stjórnarathafnir ?
Laugardagur, 28. júní 2008
Eitthvað virðist annar flokkur í rikisstjórn hafa við tjáningarfrelsið að athuga þegar kemur að því að skoða aðkomu að stjórnarathöfnum um álver á Bakka við Húsavík.
Sami flokkur og býsnaðist svo mjög yfir slíku varðandi fjölmiðafrumvarpið hið fræga, afar fróðlegt.. vægast sagt.
kv.gmaria.
Framþróun í heilbrigðiskerfinu ?
Laugardagur, 28. júní 2008
Ég verð að fagna því að tekist hafi að stytta biðlista sem þessa , sem í raun ættu ekki að vera til staðar eðli máls samkvæmt.
Sá ráðherra sem stýrir þessum málaflokki fær eitt prik frá mér varðandi það hið sama.
kv.gmaria.
Bið eftir hjartaþræðingu styttist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Náttúrulegir stjórnmálaflokkar ?
Laugardagur, 28. júní 2008
Það er gífurlega vinsælt nú um stundir að kenna sig við það að vera á móti öllu sem raskar einhverju á þurru landi án þess komast svo mikið sem niður að strönd, hvað þá á haf út.
Hvers á hafið að gjalda og það lífríki sem þar er um að ræða varðandi það atriði að ekki skuli til staðar umhverfismat á aðferðum mannsins þar á bæ ?
Svo ekki sé minnst á sýn náttúruverndarsinna sem hafa hátt um heiðagæsir á hálendinu meðan þorskstofni við landið hefur hnignað frá upphafi kvótakerfis sjávarútvegs hér á landi.
Hvaða íslenski stjórnmálaflokkur hefur að einhverju marki í sinni stefnu umhugsun um lífríki sjávar við landið og hvar og hvenær hefur sú hin sama stefnumótun verið sett fram ?
Kanski fyrir kosningar til þings ?
kv.gmaria.
ER tími Jóhönnu Sigurðardóttur kominn ?
Laugardagur, 28. júní 2008
Félagsmálaráðherra fær prik frá mér varðandi það atriði að ná þessu fram í ríkisstjórn, sem hugsanlega kann að verða til þessa að umbreyta að einhverju leyti þróun mála á íbúðamarkaði.
Tíminn mun leiða það í ljós.
kv.gmaria.
Samþykkt að auka heimildir til leiguíbúðalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gagnrýni Frjálslynda flokksins á fiskveiðistjórnarkerfið er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að taka mark á.
Laugardagur, 28. júní 2008