Gagnrýni Frjálslynda flokksins á fiskveiðistjórnarkerfið er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að taka mark á.

Ekki hægt að telja fiskana í sjónum

-segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur.  

Í gær, þriðjudaginn 24. júni  var haldinn fundur í veitingahúsinu Brim í Grindavík á vegum Frjálslynda flokksins þar sem aflaráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar var m.a. til umræðu.

Frummælendur gagnrýndu starfsaðferðir Hafrannsóknarstofnunar og töldu að sú stefna, sem fylgt hefur verið allt frá árinu 1983 um friðun þorsks og takmarkaða veiði hefði beðið algjört skipbrot. Fiskveiðistjórnarkerfið, sem átti að byggja upp þorskstofninn,hefur nú leitt til þess að lagt er til að þorskaflinn verði minni en nokkru sinni fyrr og þarf að fara 98 ár aftur í tímann til að finna samjöfnuð.Kjarninn í málflutningi Jón Kristjánssonar, fiskifræðings og Sigurjóns Þórðarsonar, líffræðings og fyrrv. alþingismanns, var sá að offriðun á smáfiski leiddi til þess að stofninn félli úr hungri. Bentu þeir á, að þar sem veiði væri ekki takmörkuð með sama hætti og hér t.d. í Barentshafi, væri ástandið mjög gott og aldrei betra en nú þrátt fyrir að árum saman hefði verið veitt langt umfram ráðgjöf fiskifræðinga. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og alþingismaður, vill auka þorskveiðina í 220 þúsund tonn á ári næstu þrjú árin til reynslu. Hann telur að fiskveiðar hafi ekki ráðandi áhrif á stofnstærðir. Grétar Mar Jónsson, alþingismaður, ræddi um fjölda stofna í hafinu og varð tíðrætt um dóm mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna yfir íslenska kvótakerfinu.  Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, las áskorun frá stjórninni og hvatti þingflokkinn til að senda frá sér yfirlýsingu um mannréttindabrot á sjómönnum til erlendra fjölmiðla. Hún benti á þöggun íslensku fjölmiðlanna um þessi mál.

Mjög hörð gagnrýni á vinnubrögð Hafrannsóknarstofnunar kom fram á fundinum en honum stýrði Ólafur Sigurðsson af röggsemi.   "

sett hér inn af xf.is.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband