Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Alltaf sérkennilegur dagur.
Föstudagur, 2. maí 2008
Fyrir nítjan árum sat ég með nýfætt barn í fanginu, mitt fyrsta barn og eina, þá hálfs mánaðar gamalt um það bil er sú harmafregn kvað húsa að 11 ára bróðursonur mannsins míns heitins hefði látist í bílslysi.
Hvílikar andstæður sem maður upplifði á þeim tíma, að takast hvoru tveggja á við gleði og sorg en svona getur það verið í lifi mannsins, og ekki leið langur tími þar til sams konar aðstæður urðu uppi einnig þar sem ein elskuleg frænka missti manninn sinn og fæddi barn tveimur dögum síðar.
Andstæðurnar eru stundum ótrúlegar svo mikið er víst, og leitan mín í trúna hófst á þessum tíma sem og nokkru síðar þegar pabbi og maðurinn minn kvöddu með stuttu millibili, svo tengdamamma og mamma nokkru síðar.
Trúin er haldreipi hjálpar og vonar.
Við ég og sonur minn fórum þvi í Gufuneskirkjugarðinn í dag að leiðum okkar nánustu sem þar hvíla, til þess að virða minningu þeirra sem kvatt hafa þennan heim.
kv.gmaria.
Vestmanneyingar greiða sömu skattprósentu og aðrir landsmenn, en búa við lélegri almenningssamgöngur.
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Ef eðlileg þróun hefði átt sér stað væri búið að endurnýja ferju til Vestmannaeyja, sem er ósköp álíka samgöngubótum sem inna þarf af hendi á höfuðborgarsvæði þess efnis að malbika þarf ofan í för gatslitna hjólfara eftir nagladekkjanotkun innanbæjar, ár hvert.
Íbúar greiða nefnilega sömu skattprósentu til hins opinbera burtséð frá því hvar á landinu þeir búa, en þvi miður er þjónustan ekki ætíð í samræmi við það.
kv.gmaria.
Herjólfi seinkar vegna bilunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það þarf tíma til að ala upp börn.
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Eitt þjóðfélag sem vill telja sig fjölskylduvænt skapar fólki aðstæður til þess að ala upp börn í einu samfélagi.
Þar koma tímabundnar aðstæður vinnumarkaðar ekki ofar þvi hlutverki foreldra í þvi sambandi, né heldur frelsi foreldranna, til vinnuþáttöku utan heimilis sama hvort kynið á í hlut.
Sá tími sem foreldrar barna verja með ungum börnum sínum í frumbernsku, skapa tilfinningartengsl sem aftur geta áskapað sterkari sjálfsmynd einstaklinga til lífstíðar.
Hvert þjóðfélag skyldi því hlúa að samveru fjölskyldna svo mest sem verða má, með hvers konar ráðstöfun skattalega þar að lútandi, án þess að vinnumarkaður krefji báða foreldra til vinnuþáttöku á hverjum tíma vegna afkomu launalega.
Fæðingarorlof ellegar heimgreiðslur til foreldris með ungum börnum er atriði sem þarf að vera valkostur fyrir viðkomandi aðila, með mati á stofnananaþjónustu hins opinbera til þess að brúa bil í þvi sambandi.
Uppeldishlutverk foreldra verður aldrei lagt á stofnanir það er foreldra fyrst og síðast.
kv.gmaria.
Atvinnutækifæri Íslendinga liggja í sjávarútvegi og landbúnaði.
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Um leið og stjórnvöld fást til þess að endurskoða kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar hér á landi, kann að koma til atvinnusköpun og nýting þjóðhagslegra verðmæta í einu landi umfram núverandi væntingar hvers konar.
Við eigum ekki að vera föst í álika kerfisfyrirkomulagi og var í gildi hér á landi fyrir öld síðan með leiguliðasystemi hér á landi við aðkomu að atvinnu.
Núverandi innrammaðir kvótar á fiskistofna og mjólk eru arfleifð fortíðar sem hamla framþróun og þýða stöðnun og ónýtt tækifæri þegna að aðkomu við vinnu í atvinnugreinum þessum sem aftur þýðir skort á nauðsynlegri samkeppni innanlands.
Lögin um fiskveiðistjórn kveða til dæmis, á um að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og að þau hin sömu eigi að stuðla að atvinnu og byggð i landinu EN hver maður veit að þar fara orð á blaði því túlkun og framkvæmd er allt önnur en laganna hljóðan.
Það er óásættanlegt og því verkefni stjórnvalda að tryggja að lög í landinu þjóni tilgangi sínum í einu og öllu.
kv.gmaria.
Barátta fyrir mannsæmandi kjörum verkafólks á Íslandi.
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Stjórnarfar hér á landi undanfarna áratugi hefur einkennst af ofurskatttöku á hinn vinnandi mann, svo mjög að eftirtekja launamanns á vinnumarkaði eftir skatta hefur verið afar rýr.
Verkalýðshreyfingin hefur samið kjarasamninga eftir kjarasamninga um lágmarkshækkanir launa, undir formerkjum þess að viðhalda stöðugleika. Stöðugleika sem er að engu orðinn nú í dag.
Lægstu taxtar ófaglærðra á vinnumarkaði duga illa eða ekki til framfærslu einstaklings i einu þjóðfélagi og bætur almannatrygginga til handa þeim er lotið hafa skertri starfsorku hafa lengst af tekið mið af þeim hinum sömu töxtum.
Það hefur skapast gjá milli annars vegar þeirra sem illa komast af og þeirra sem þrauka í millitekjuhópi samfélagsins. Þessi gjá hefði aldrei þurft að koma til og auðveldlega verið hægt að brúa ef hvoru tveggja sitjandi stjórnvöld og verkalýðshreyfing í landinu hefði verið samstiga, varðandi það atriði að tryggja að skattkerfið fylgdi þróun verðlags í einu landi, varðandi persónuafslátt og mörk skattleysis.
Að hluta til er afleiðing þessa ástand aukning skulda heimila í fjármálastofnunum, sem bindur fólk á klafa fjárskuldbindinga svo og svo langan tíma.
Sanngjarnt skattkerfi sem hvetur í stað þess að letja til vinnuþáttöku er kerfi sem þarf að vera til staðar.
Lágmarkstaxtar einstaklinga á vinnumarkaði eiga að nægja til framfærslu þess hins sama, það eru mannréttindi.
kv.gmaria.