Hestar og reiðhjól í framtíðinni ?

Það endar með þvi að enginn hefur efni á bensíni á blikkbeljurnar , einkum og sér í lagi þá stærstu og eyðslufrekustu sem stjórnvöld hafa ekki lagt miklar hömlur á, í formi tolla,  þótt umhverfisvitund eigi að vera á ferð með vitund um slíkt í málum öllum.

Það kann því að vera ágætt að eiga fararskjóta sem reiðhjól eða hest, sem ef til vill fer að fá tilheyrandi stæði sem fararskjóti á ný, hver veit ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Samdráttarskeið á bílamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Segðu nú bara.  Þessar hugleiðingar eiga rétt á sér, því skyldum við ekki nýta okkur aftur þarfasta þjóninn í okkar nútímaþjóðfélagi.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 4.5.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Þetta er alveg rétt hjá þér. Ég hef hugsað mér að leggja fína jeppanum sem við Glitnir eigum saman og mínar mótvægisaðgerðir verða þær að hjóla í vinnuna. Þetta er nú reyndar búið að standa til í einn mánuð en alltaf frestað vegna veðurs eða að ég veit að ég þarf að skeppa hingað og þangað í vinnutímanum. Ég er voða hrædd um að það verði með mínar mótvægisaðgerðir eins og ríkisstjórnarinnar. Það takur enginn eftir þeim. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kvitta fyrir mig

Ólafur Ragnarsson, 4.5.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Gunna Mæja mín, ég vildi gjarnan eiga ösnu, það fer lítið fyrir henni í garðinum og svo væri hægt að pota henni í bílskúrinn á veturnar.

Ester Sveinbjarnardóttir, 4.5.2008 kl. 18:51

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það væri nú flott að ferðast um í hestvögnum milli bæjarhluta en vissulega heilsusamlegra að hjóla eða labba.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.5.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband