Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Íslensk fyrirtæki sem blanda saman evrum og krónum í fréttatilkynningum.
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Með hvaða tilgang að markmiði ?
kv.gmaria.
Tap Exista rúmir fimm milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og enn talar ráðherra Samfylkingar gegn stjórnarsáttmálanum.
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Vísir.is. er með frétt frá viðskiptaráðherra um að frelsa þurfi flokkana úr umræðum um ESB og að sjá má skuli bara troða Íslendingum í þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskránni með það markmið að fara i aðildarviðræður og taka " kaleik lýðræðisins " frá stjórnmálaflokkunum og að sjá má og færa hann sitjandi stjórnvöldum í formi forsjárhyggjuráðstafana ákvarðanatöku í þessu efni.
Þetta er haft eftir ráðherranum í fréttinni.
"
,,Þessvegna þykir mér vel koma til greina að viðhafa tvöfalt þjóðarakvæði. Fyrst um aðildarumsóknina sjálfa og annað um samninginn þegar hann liggur fyrir," segir Björgvin. Þá sé tryggt að góður meirihluti sé fyrir aðildarumsókn og ágæt sátt um málið á meðal almennings. ,,Um leið hitt að kaleikurinn er tekinn frá flokknum og við komumst áfram með þetta stærsta hagsmunamál okkar tíma," segir viðskiptaráðherra enn fremur.
"
Samstarfsflokkurinn hefur látið þess getið að aðild að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar, og því vakna spurningar um samstarf flokka í ríkisstjórn þar sem einn talar austur og hinn vestur, annar suður og hinn norður.
kv.gmaria.
Öllu frelsi fylgir ábyrgð, fáum við allar frétttir ?
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Var að enda við að rita pistil um fréttaleysi frá Alþingi í dag, og áleitin spurning í huga um hvort hið mikla frelsi skili sér í formi fréttaþjónustu við landsmenn um mál sem varða landsmenn alla.
Getur það verið að fjölmiðlar nú til dags gangi erinda pólítiskra sjónarmiða einstakra flokka við stjórnvöl eða í stjórnarandstöðu ?
Varla þegar fagmennska er á ferð.
Bara að bíða eftir alþjóðlegu mati á slíku.... svo við sjáum ljósið í því efni.
kv.gmaria.
Mesta fjölmiðlafrelsið á Íslandi og Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræða á Alþingi Íslendinga í dag um brot á mannréttindum í kvótakerfi sjávarútvegs.
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Svo virðist sem þingfréttaritarar fjölmiðlanna hafi ekki verið viðstaddir þingumræður í dag , því ekkert var fjallað um miklar umræður um þingsályktunartillögu Frjálslyndra og Vinstri Grænna, þess efnis að Íslendingum beri að hlíta niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um það að núverandi stjórnkerfi fiskveiða í landinu mismuni þegnunum og því skuli breyta til umbóta í því efni.
Stjórnarþingmennirnir Karl V. Matthiasson og Ellert B Scram ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni, voru meðal þáttakenda i umræðunni ásamt flutningsmönnum tillögunnar.
Karl kvað ráðherra sjávarútvegsmála vera uppi í ráðuneyti að vinna að þessum málum og þess vegna ekki á þinginu til svara. Afar fróðlegt.
Sjaldan eða aldrei hefi ég séð Ellert hafa eins erfiða málsvörn að verja og tala um ágæti fiskveiðistjórnunar við landið að einhverju leyti , þvert á flest allt er viðkomandi þingmaður hefur barist fyrir í áraraðir.
Siv Friðleifsdóttir tók þátt í umræðunni en virtist því miður að hluta til í því hlutverki að drepa ábyrgð eigin flokks á dreif með því að gera aukaatriði að aðalatriðum.
Eigi að síður lýsti hún þeirri skoðun sinni að nauðsyn breytinga á kerfinu væri fyrir dyrum.
Það höfum við í Frjálslynda flokknum vitað þrjú kjörtímabil í þingsögu Íslendinga og sífellt haft uppi ábendingar um breytingar í átt til þess sem Mannréttindanefndin óskar að við gerum.
Því skyldi haldið til haga.
kv.gmaria.
Frelsi einstaklingsins til athafna á Íslandi.
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Er frelsi manna til þess að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa eins og stjórnarskrá landsins kveður á um ,hamlað í formi þess skipulags sem við lýði er Í heilu atvinnugreinunum ?
Fyrrum aðalatvinnugreinar þjóðarinnar landbúnaður og sjávarútvegur geta ekki státað af nýliðun í greinum þrátt fyrir öra þróun matvælaiðnaðar.
Einhliða áhorf sitjandi ráðamanna við stjórnvölinn á stærðarhagkvæmni undir formerkjum fyrirtækjareksturs og verksmiðjuframleiðslu án áhorfs á heildarmyndina og mikilvægi þess að nota og nýta einstaklingsframtak í smærri einingum samhliiða, ber vott um forsjárhyggju og miðstýringu sem aðrar þjóðir hafa afagt í skipan mála.
Einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni eingöngu er fyrrum verksmiðjubúskapur í ríki kommúnisma sem við lýði var í Ráðstjórnarríkjum og með ólíkindum að menntun og þekking áskapi slíkar aðferðir við skipulag mála, með verðmætasóun sem í því felst að tapa fólki úr atvinnugreinum með reynslu til starfa og leggja hluta lands í auðn meðan eitt samfélag þróast i borgríki á litlum skika lands.
Frelsi einstaklingsins verður ekki til undir verndarvæng þeirra sem kjósa að viðhafa slíkt skipulag heldur nær óbrúanleg gjá milli fyrirtækja og einstaklinga í landinu þar sem þeim síðarnefndu hefur verið hamlað atvinnuþáttöku undir formerkjum stærðarhagkvæmni eininga allra.
kv.gmaria.
Siglir þjóðarskútan undir fölsku flaggi ?
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Óendanleg ferðlaög sitjandi ráðherra við stjórnvölinn til útlanda, þess efnis að lýsa yfir vilja hér og þar í hinu og þessu, sem hægt væri að hafa samskipti um án ferðalaga, er ótrúlegt fyrirbæri sem færst hefur mjög í tízku við tilkomu Samfylkingar í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Efnahagslegt öngþveiti innanlands virðist ekki í nokkru gera það að verkum að ríkisstjórnin sjái sér fært að frelsta nokkrum yfirlýsingaferðalögum til útlanda.
Forsætisráðherra segir almenning mega þurfa að taka " snertilendingu " í efnahagsmálum, sem er sérkennilegt því aldrei var það almenningur í landinu sem fór á flug, heldur fyrirtæki og fjármagnseigendur sem höfðu til þess burði að kosta ellsneyti í háflugið innan þess ramma sem stjórnvöld bjuggu til.
Stöðugleikatalið hefur verið vandlega falið sem hið mikla ofurafl hins íslenska efnahagslífs, sem ef til vill á sér skýringa að leita í þá furðulegu gjörð að gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru á þurru landi.
Þar sitja allir hlutaðeigandi enn með fætur ofan í vatninu og vilja ekkert af málinu vita, líkt og Bakkabræður forðum daga.
kv.gmaria.
Vor í Vestmannaeyjum.
Laugardagur, 26. apríl 2008
Kom með Herjólfi í kvöld úr fundaferð til Vestmannaeyja þar sem Grétar Mar og Guðjón Arnar sátu fund Bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Eyjum í gærkveldi.
Í dag vorum við Grétar síðan viðstödd flugslysaæfingu á Vestmannaeyjaflugvelli, sem Flugstoðir stóðu fyrir, umfangsmikil æfing og mjög fróðlegt og upplýsandi að sjá samhæfingu sem þar er á ferð í málum sem slíkum.
Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta í dag og hér er olíuskip á leið út úr höfninni í morgun og Lóðsinn að fylgja því út.
Hér gægist Eyjafjallajökull fram bak við hraundranga.
Og skip á leið á miðin.
kv.gmaria.
Reiði, illska, hatur og heift skilar ekki árangri.
Föstudagur, 25. apríl 2008
Ein tegund ofbeldis leiðir aðeins af sér annað ofbeldi, flóknara er það ekki og árás á lögreglumann er skammarlegt athæfi sem fordæma skal í öllu falli.
kv.gmaria.
Vald fjölmiðlanna.
Föstudagur, 25. apríl 2008
Vald fjölmiðla er mikið og fréttamaður í atburðarrás atburða sem þessara sem þarna voru hefur að mínu viti afhjupað sig sem uppreisnarsegg við ummæli sem þessi í hita leiksins eins bjánalegt og það nú er, því miður.
Hvers konar yfirlýsing breytir þar engu um.
kv.gmaria.
Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun Sjálfstæðisflokkurinn klofna í tvennt ?
Föstudagur, 25. apríl 2008
Það er nokkuð ljóst að varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki umboð flokksins í sínu Esb tali og nú hefur Sturla Böðvarsson dregið fram stefnu flokks síns í því efni, þar sem allsendis er ekki hið sama á ferð. Án efa er Sjálfstæðisflokkurinn klofinn í tvennt hvað varðar hugmyndir um Esb, en hvergi er að finna í stefnu flokksins að sjá má, að undirbúa skuli breytingar á stjórnarskrá til þess að hefja aðildarviðræður.
kv.gmaria.
Stjórnarskrárbreytingar forsenda ESB-aðildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |