Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Vilja Íslendingar afsala sér sjálfstæði sínu til ESB ?

Geysilegur hamagangur hefur verið undanfarið í formi áróðurs þess efnis að Ísland skuli " bara " ganga í Evrópusambandið einkum og sér í lagi af hálfu stjórnmálaflokka eins og Samfylkingar sem litla sem enga skoðun hafa sett fram um skipan mála til dæmis varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið líkt og sá hinn sami flokkur vilji standa vörð um ónýtt og óréttlátt kerfi.

Raunin er sú að vilji Íslendingar inn í þetta ríkjasamband afsala þeir sér yfirráðum yfir auðlindum sjávar kring um landið sem fyrir stuttu síðan var háð mikil barátta fyrir að verja gagnvart ekki minna stórveldi en Bretum.

Núverandi stjórnkerfi fiskveiða er slæmt en við höfum möguleika á að breyta því sjálfir Íslendingar, okkur til hagsbóta til þess þarf kjark og þor íslenskra stjórnmálamanna.

Þann kjark og þor er ekki að finna innan raða þeirra sem tala nú hæst fyrir því að ganga í ESB, því það jafngildir afsali ákvarðanatöku yfir fiskimiðunum sem færðist við það atriði til Brussel.

Mín skoðun er sú að aðeins litil hluti þjóðarinnar hafi hugmynd um nákvæmlega það hið sama valdaafsal sem þar yrði á ferð.

kv.gmaria.


Um daginn og veginn.

Eitthvert pestadrasl þurfti endilega að heimsækja mig núna og ekki annað að gera en liggja það úr sér.

Ætlaði annars að rjúka upp úr rúminu í morgun en svimaði svo mikið að ég bókstaflega datt aftur oní rúm.

Þurfti nokkurn tíma til að átta mig á því að ég hefði gripið pest í þessu sambandi og varð hugsað til þess hve  mikill hamagangur rekur mann oft áfram þegar maður setur upp í huganum allt sem maður ætlar að gera daginn þann.

Verður svo að gjöra svo vel að stíga á bremsurnar og halda sig heima.

En fátt er svo með öllu illt, hluti af þeim verkjum sem maður hélt bakverki virðast hafa verið beinverkir með pestadraslinu.

nóg um það.

kv.gmaria.


Miðjumoðspólítík núverandi ríkisstjórnarflokka.

Einn ráðherra talar suður, hinn vestur, sá þriðji bloggar út og suður, og sá fjórði segir ekki neitt, hinn fimmti flakkar um heim allan. Pólítískt litróf núverandi ríkisstjórnaflokka frá valdatöku eða hvað ?

Afgerandi ráðstafanir sem eigna má þessum flokkum eru enn sem komið er engar og óútfylltur víxill í formi mótvægisaðgerðapakka við þorksaflaskerðingu er eitthvað sem enginn veit hvernig lita mun út og verður að líkindum ekki notaður fyrr en líður að kosningum ef ég þekki rétt.

Aðkoma að kjarasamningum er eitthvað sem ekki tekur að nefna.

EF þetta er útkoma af miklum þingmeirhluta tveggja flokka við stjórnvölinn mætti maður þá óska eftir annars konar aðstæðum þar sem menn eru þess umkomnir að vita hvert þær ætla í stað þess að tala sitt á hvað og í hring eða henda fýlubombum úr bloggum.

Forsætisráðherra er vart sýnilegur nema sem fluga á vegg og til svara á Alþingi í fyrirspurnum meðan utanríkisráðherra er alla jafna á faraldsfæti og sendir kveðjur heim.

kv.gmaria.


Mannréttindaskrifstofa Íslands og niðurstaða Mannréttindanefndar um brot gegn íslenskum þegnum.

Enn hefi ég ekki heyrt eitt einasta orð frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er starfandi um brot íslenskra stjórnvalda á þegnum sínum með skipan mála í kvótakerfi sjávarútvegs.

Það kann að vera að slíkt hafi farið framhjá mér, en mér finnst það undarlegt ef slíkir aðilar láta sig ekki varða brot sem eiga sér stað í eigin landi.

Endilega fræðið mig ef þið vitið betur um það hvort skrifstofan hafi látið sig málið varða.

kv.gmaria.

 


Húrra fyrir Indriða.

Það er afskaplega ánægjulegt að sjá menn eins og Indriða taka þátt í umræðu um skattamál í voru samfélagi áfram þótt látið hafi af starfi sem ríkisskattstjóri.

Skyldi það sem hann hefur hér fram að færa segja okkur eitthvað um þann Matadorleik sem stjórnvöld hér á landi hafa skapað skilyrði fyrir ?

kv.gmaria.


mbl.is Segir útrásina hafa lítil áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki ágætt að flýta sér hægt ?

Hamagangur og hraði einkennir nútíma þjóðfélag fjölbreytileikans.

Að hluta til er samfélagið upptekið af markaðsdansi frumskógarlögmála.

Ég um mig frá mér til mín er einkenni okkar samtíma að hluta til þar sem samfélagsvitund er á undanhaldi að vissu leyti og einstaklingshyggjan er nær allsráðandi.

Allt á að gera í átökum og akkorði, herferðum og hamagangi, frá því smæsta upp í það stærsta.

 

Forsendur málanna fljúga til hæða,

er orðin um tilgang og markmið, þau flæða....

og hver er svo árangur eftir allt þetta.... ?

jú menn þurfi bókunum betur að fletta.

kv.gmaria.

 


" Þegar beygja á ökutækinu er gott að snúa stýrinu "

Þessi setning var á sínum tíma framborin í Útvarp Matthildi en einn höfunda situr nú sem Seðlabankastjóri.

Það eru vissulega vandræði uppi þegar búið er að aftengja Seðlabanka við stjórnvöld í hinum mikla markaðsdansis sem stjórnvöld skópu umhverfi fyrir og stýrivextir eru bremsubúnaður í ökutæki án stýris að virðist.

Forsætisráðherra er ekki einu sinni í aðstöðu Bjössa á mjólkurbílnum sem þó var með aðra hönd á stýri.

kv.gmaria.


mbl.is Forsætisráðherra: Hefur slæm áhrif þegar stíga þarf snöggt á bremsurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innlend framleiðsla fóðurbætis fyrir íslenzkar kýr, er það alltof dýrt ?

Ekki er ég nú alveg farin að sjá það að tollalækkun í þessu sambandi skili tilætluðum árangri og óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að framleiða fóðurbæti hér innanlands.

Slikt myndi alltént flokkast undir sjálfbærni í þessum efnum.

kv.gmaria.


mbl.is Fóðurblöndutollar verða felldir niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó Gunna.....

" Gunnukver" ekki ónýtt að vera kölluð  Gunna þegar hver með sama nafni lætur til sín taka...

Ef til vill hafa náttúruöflin ákveðið að mótmæla því að vera gerð að braskvöru á markaðstorginu í formi hlutabréfa, hver veit ?

Nú nýlega ákvað Samkeppnisstofnun að banna sölu Hafnarfjarðarbæjar á hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur um framhald þess mál er enn ófyrirséð um en maður fylgist með.

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Gunnuhver færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

150 þúsund króna skattleysismörk, mjög eðlileg krafa.

Eigi hinn vinnandi maður að bera eitthvað úr býtum fyrir vinnu sína í núverandi umhverfi og þróun verðlags er það sjálfsögð og eðlileg krafa að skatttaka hefjist ekki fyrr en sá hinn sami hefur unnið sér inn fyrir lágmarksframfærslu í einu þjóðfélagi.

Hverjum ætti yfir höfuð að vera akkur í þvi að skattleggja tekjur sem ekki er hægt að lifa af ?

Þjóðfélaginu í heild ?   

Svar mitt er nei , því slíkt kallar alla jafna á aukaútgjöld á öðrum sviðum og það atriði að gera lægstu tekjuhópana að galeiðuþrælum skattkerfisins myrkra á milli gengur gegn flest öllum markmiðum um fjölskylduvænt þjóðfélag og styttingu vinnustunda einstaklinga.

Því miður breyttust fyrri áherslur ríkisstjórnar ekkert við innkomu Samfylkingar í þessum efnum.

Frysting skattleysismarka á sínum tíma var og er hneisa viðkomandi aðila sem orsakað hefur mun fleiri efnahagsleg vandamál á hinum ýmsu sviðum en menn gátu gert sér grein fyrir í upphafi.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband