Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Núllþráhyggjan í ríkisbúskapnum.

Hvernig má það vera að ríkissjóður sé rekin á núlli og með tekjuafgangi þegar ekki er hægt að inna af hendi þjónustu hins opinbera nema í járnum í hinum ýmsu opinberu verkefnum ?

Skattar og þjónustgjöld sliga landsmenn, olíuverð í sögulegu hámarki, skuldir heimila í landinu hafa aldrei verið hærri, þorskaflabrestur og atvinnuleysi og ríkissjóður er rekin á núlli takk fyrir.

Mér hefur stundum dottið í hug að ríkið telji sig í samkeppni við hinn meinta markað í landinu eftir upptöku öfganýfrjálshyggjunnar.

Minnisstæð eru orð Alberts heitins Guðmundssonar um nýfrjálshyggjuna þar sem hann lýsti á þann veg " að það væri að siga lögreglunni á slökkviliðið "

Nokkuð góð útskýring sem stenst enn þann dag í dag.

kv.gmaria. 

 


Hvers vegna var óveiddur fiskur úr sjó tekinn sem veð í bönkum ?

HVAÐ voru íslensk fjármálafyrirtæki að hugsa þegar þau hin sömu hófu að taka (kvóta) óveiddan fisk úr sjó, sem veð ?

Hvað ?

Voru engir einustu óvissuþættir inn í þessu hinu sama mati ? Svo sem hugsanlega breytileiki á fiskistofnum frá ári til árs ?

Grundvöllur lagaheimilda þess efnis að óveiddan fisk úr sjó sé hægt að telja sem veð einstakra fyrirtækja veit ég ekki til að sé að finna og lögin um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir aflaheimildum.

Ég álít að það þurfi að setja á fót rannsókn á því hver tók upphaflega ákvörðun um að taka óveiddan fisk úr sjó sem veð í fjármálastofnunum ?

kv.gmaria.


Fyrsta grein Laga um stjórn fiskveiða segir markmið laganna að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu.

Það atriði að núverandi kvótakerfi sjávarútvegs hafi stuðlað að því að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu er álíka öfugmælavísu í raun.

Aldrei hafa orðið til eins miklir tilflutningar fólks og atvinnuleysi á landsbyggðinni eins og núverandi kerfi sjávarútvegs hefur áskapað.

Set hér inn fyrstu grein Laga um stjórn fiskveiða.

"I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum"

Samt sem áður bólar enn ekkert á endurskoðun sitjandi valdahafa á þessu hinu sama kerfi.

kv.gmaria.

 


Kvótakerfi sjávarútvegs hefur EKKI byggt upp þorskstofninn við Ísland.

Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt með þeirri aðferðafræði sem viðhöfð hefur verið í rúma tvo áratugi.

Samt sem áður bólar ekki á svo mikið sem viðleitni sitjandi stjórnvalda í landinu að endurskoða kerfið enn sem komið er.

Það er óviðunandi með öllu að minna veiðist af þorski við Ísland í áraraðir án þess að tekið sé til við endurskoðun þess hins sama.

Hver eru skilaboðin til komandi kynslóða sem lifa munu í landinu ?

kv.gmaria.

 


Fáránlegur málflutningur gegn heimgreiðslum til foreldra í Reykjavík.

Það atriði að heimgreiðslur til foreldra sem brúa bil þar til barn kemst á leikskóla, " fjötri konur " er hlægilegur málflutningur og spyrja má hvort konur vilji hreinlega afsala sér ábyrgð sem foreldri í þessu samhengi ?

Þessi málflutningur var einnig uppi hafður á sínum tíma þegar Davíð Oddsson þá sem borgarstjóri í Reykjavík hóf slíkar greiðslur.

Fyrsta verk næsta borgarstjóra Ingibjargar Sólrúnar var að hætta þessum greiðslum.

Það atriði að borgaryfirvöld vilji brúa bil með því móti sem hér er gert er einungis af hinu góða frá mínum sjónarhóli séð, einkum til handa notendum þjónustunnar börnunum.

kv.gmaria.

 


Þvílíkt og annað eins stefnuleysi og vitleysa fyrirfinnst varla....

Lög um lífræna ræktun voru samþykkt á Alþingi 1994 en í raun hefur lítið sem ekkert gerst frá þeim tíma af hálfu stjórnvalda né heldur Bændasamtakanna.

Raunin er sú að bændur upp til hópa hafa að virðist talið lífrænan búskap ógn við hefðbundna hætti hingað til eins fáránlegt og það nú er.

Og stjórnvöld hafa dansað skoðanalaus eftir stærstu framleiðsluaðlilunum eins og venjulega og það atriði að fyrri búvörusamningar skyldu innihalda það atriði að borga bændum fyrir að hætta að stað þess að styrkja þá til annars konar framleiðslu svo sem lífrænnar þar sem það tekur tvö ár að friða land frá áburðarnotkun, er furðulegt.

Það er engu hægt að breyta fyrr en allt fer á hausinn líkt og fyrri daginn.

kv.gmaria.

 


mbl.is 400 km á lífrænt sláturhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágæti ráðherra Einar Kristinn, landbúnaður og sjávarútvegur hér á landi er langt frá því að vera sjálfbær.

Sjálfbærni atvinnugreina fer eftir því hve mikill hluti er einungis innlend öflun aðfanga sem og hve mikill hluti skapar störf í einu samfélagi og hvorki núverandi landbúnaðar eða sjávarútvegskerfi uppfylla þá þætti sem telja má til sjálfbærni, hvorugt.

Það vill nefnilega svo til að við stækkun og fækkun eininga á hvorum stað fyrir sig kemur til það atriði að tæknivæðingin hefur innihaldið til dæmis aukinn olíukostnað við að sækja eitt stykki þorsk úr sjó ellegar að rúllubagga fóður í eina belju en áður var búið að flytja inn yfir hafið tilbúinn áburð á tún til þess að auka grasrækt meðan kúamykja er ekki nýtt sem áburður lengur að heitið geti.

Færri stærri fiskisskip með ofurveiðarfæraútbúnað valda umröskun á lifríki sjávar, en þau hin sömu þurfa eðli máls samkvæmt að nota meiri olíu en minni skip að veiðum.

Lögleiðing framsals fiskveiðikvóta milllum sjávarútvegsfyrirtækja  í gjafakvótakerfinu þar sem enginn þurfti að greiða eina krónu fyrir tilfærsluna til samfélaga sem gerð voru atvinnulaus á einni nóttu meðan fyrirtækin græddu á tá og fingri jafnvel með skattleysi eftir er EKKI SJÁLFBÆRNI því fer svo fjarri og fráleitt að tala um slíkt í samhengi við kerfi þetta.

Það er því fráleitt að ráðherra málaflokka þessara reyni að slá ryki í augu almennings þess efnis að kerfi þessi séu " sjálfbær ".

kv.gmaria.


Það er Neyð í nútímaþjóðfélagi hvort sem okkur líkar betur eða ver.

Ég hef farið og aðstoðað samflokkssystur mína Ásgerði Jónu hjá Fjölskylduhjálpinni við úthlutun og hver einasti maður sem það upplifir fær að sjá þörfina fyrir slíka aðstoð í einu þjóðfélagi.

Það er himinn og haf milli þeirra sem telja til lægstu tekjuhópa í okkar samfélagi og þeirra sem við einhvern tímann myndum hafa kallað millistéttarhópa, því miður.

Fjölskylduhjálp Íslands vinnur nauðsynlegt starf til aðstoðar.

kv.gmaria.


mbl.is Fjölskylduhjálpin kaupir 150 lambahryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefur kostað að breyta öllum útibúum í glerhýsi ?

" Margur verður af aurum api " segir máltækið og það hefur varla farið framhjá neinum að sílelldar breytingar á bankaútibúum með alls konar hönnunartilstandi hefur verið daglegt brauð undanfarin ár. Kostar sennilega ekki krónu eða hvað ?

kv.gmaria.


mbl.is Dregið úr kostnaði og áhersla lögð á að auka innlán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna í ósköpunum ættu skráð fyrirtæki hér á landi að geta gert upp í annarri mynt ?

Mér er það óskiljanlegt að fyrirtæki sem skráð eru í landinu geti fengið heimildir til þess að gera upp í annarri mynt.

Einingar sömu fyrirtækja starfandi á erlendri grundu hvoru tveggja ættu og skyldu starfa þar sem sjálfstæðar einingar með skattauppgjör í viðkomandi landi að mínu viti.

EF lagaumhverfi hér á landi þar að lútandi er ekki nægilegt gott þá þarf að skoða það og betrumbæta.

kv.gmaria.


mbl.is Kaupþing frestar breytingu í evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband