Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Frjálslyndi flokkurinn og baráttan fyrir því að byggja landið allt.
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Það eru hagsmunir allra landsmanna, höfuðborgarbúa jafnt sem íbúa á landsbyggðinni að landið allt haldist í byggð og þeirri þróun sem verið hefur í átt að borgríki á Reykjanesskaganum verði snúið við.
Til þess að svo megi verða þarf atvinnustefnumótun sitjandi stjórnvalda í landinu að hafa með það markmið að gera og vinna með því en ekki gegn líkt og núverandi kerfi sjávarútvegs hefur því miður gert.
Sökum þess hefur Frjálslyndi flokkurinn lagt áherslu á breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu til hagsbóta fyrir landsmenn alla.
Of mikil fjölgun íbúa á skömmum tíma gerir það að verkum að sveitarfélögum gengur illa að uppfylla sitt þjónustuhlutverk við íbúa hvort sem sveitarfélagið heitir Reykjavík eða Mosfellsbær, Kópavogur eða Hafnarfjörður hvað varðar samgöngur, menntun, og félagsþjónustu almennt.
Ekki hefur fengist nauðsynleg leiðrétting á tekjuskiptingu millum stjórnsýslustiga ríkis annars vegar og sveitarfélaga hins vegar allt frá því að sveitarfélög tóku yfir skólamál á sínum tíma og má nefna í því sambandi hluti eins og fjölgun einkahlutafélaga og tilfærslu skattekna þar að lútandi frá ríki til sveitarfélaga.
Sú hin sama íbúafjölgun hefur með sama móti valdið því að til dæmis grunnheilsugæsla sem er á vegum ríkisins er eitthvað sem ekki hefur tekist að sinna eins og ber.
Mikilvægi þess að skapa atvinnuforsendur á landsbyggð eru því þjóðarhagur.
kv.gmaria.
Þyngdarlögmálið ????
Mánudagur, 3. mars 2008
Það er svo sem ekki grín gerandi að þessari frétt en snjóþyngslin í Eyjum hafa án efa valdið þrýstingi ofan frá á sprungu sem liggur......
kv.gmaria.
![]() |
320 smáskjálftar við Upptyppinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já enn hagræðing Einar....
Mánudagur, 3. mars 2008
Þessi setning ráðherrans í ræðu á Búnaðarþingi er gullmoli úr munni stjórnmálamanns.
" Ætla má að hækkun kostnaðarliða í landbúnaði muni enn auka hagræðingu í greininni og hvetja menn til þess að leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði."
kv.gmaria.
![]() |
Verðhækkun bitnar á bændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað er búið að setja upplýsingaskilti áður en menn halda á Hellisheiði um vegatálma eða hvað ?
Mánudagur, 3. mars 2008
Sú er þetta ritar leyfir sér að stórefast um að upplýsingaskilti um vegatálma undir Eyjafjöllum sé að finna áður en einhver hugsanlega leggur af stað á Hellisheiði, ellegar frá Selfossi eða Hellu eða Hvolsvelli !
Er kanski skilti áður en menn halda á heiðina ?
kv.gmaria.
![]() |
Suðurlandsvegur ófær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fæðuöryggi og matarforði til framtíðar.
Mánudagur, 3. mars 2008
Forseti vor ræddi þetta atriði við setningu Búnaðarþings en yfirskrift þingsins er að mig minnir " Að lifa af landsins gæðum " .
Það má segja að það sé skammt stórra högga á milli í stefnu í þessu efni að vissu leyti því stutt er síðan geysileg hagræðing hélt hér innreið sína með fækkun og stækkun búa og tilheyrandi magni af áður uppræktuðu landi var þar með vikið til hliðar með það að markmiði að gera landbúnað samkeppnishæfan á alþjóðavísu með óhóflegum fjárfestingakostnaði í formi tækja og tóla allra handa.
Fækkun bænda að störfum hefur verið ein fólksfækkunin á landsbyggðinni en hefur þó verið nóg af fólksfækkun í sjávarútvegi með framsalsmatadorinu sem leitt var í lög á sínum tíma.
Fyrirhyggjuleysi þáverandi ráðamanna og skortur á framsýni þess efnis að einblýna á fáar stórar einingar í stað fleiri smærri samhliða í landbúnaði jafnt sem sjávarútvegi hefur nú þegar komið sem búmerang til baka.
Það er hins vegar alveg ótrúlegt með okkur Íslendinga að alla jafna skuli það vera svo að " fyrst þurfi barnið að detta ofan í brunninn " og hvers konar skipulag að ganga sér til húðar með því móti að vera komið í óefni í stað fyrirhyggju til framtíðar upphaflega.
kv.gmaria.
Svona á að vinna mál.
Sunnudagur, 2. mars 2008
Þessi úttekt sem forstjóri Tryggingastofnunar greinir hér frá er gott dæmi um afskaplega nauðsynlega greiningu á kjörum lífeyrisþega.
Þarna er það nefnilega dregið fram að hluti aldraðra 10% nýtur ekki greiðslna úr lífeyrissjóðum landsmanna, sem aftur gerir það að verkum að afkoma þessa hóps hlýtur eðli máls samkvæmt að vera slæm.
10% er há tala og hluti fólks til viðbótar býr við takmörkuð réttindi úr sjóðum.
Koma þarf til móts við þennan hóp með nauðsynlegum aðgerðum.
kv.gmaria.
![]() |
10% í elsta aldurshópi fá engar lífeyrissjóðstekjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísitölur, úrvals og hlutabréfa, væri ekki fínt mál að upplýsa agnar ögn um tengingar og forsendur ?
Laugardagur, 1. mars 2008
Ég man ekki eftir því að hafa séð mikla útlistun á því af hálfu fjölmiðla gegnum tíðina hvað þá reglulega með fréttum frá fjármálafyrirtækjum hvernig " úrvalsvísitala " nákvæmlega reiknast út né heldur hvaða forsendur þar liggja til grundvallar.
Stigatalningin fer eftir hverju ?
kv.gmaria.
![]() |
Úrvalsvísitalan lækkaði um 10,9% í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skilgreina þarf þjónustustig grunnþjónustu hins opinbera á hverju sviði fyrir sig, sem og millum sveitarfélaga.
Laugardagur, 1. mars 2008
Ég hefi oft rætt þetta sama atriði varðandi nauðsyn þess að skilgreina þjónustustig þjónustu hins opinbera, þ.e. grunnþjónustu við borgarana.
Hversu vel sinnir þitt sveitarfélag þeim málum sem þeim ber lögum samkvæmt að inna af hendi fyrir þær tekjur sem sveitarfélagið innheimtir ?
Hversu vel sinnir ríkið þeim málaflokkum sem lögum samkvæmt skulu vera fyrir hendi til handa landsmönnum í formi grunnþjónustu til dæmis við heilbrigði sem er á vegum þess ?
Hér þarf að koma til sögu mun meira aðhald almennings en verið hefur en til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir því hvers vegna til dæmis leikskólagjald er mismunandi millum sveitarfélaga þarf að vita hver þjónustan og hvort hún uppfyllir lagarammann þar að lútandi og hvers vegna mismunur gjalda er fyrir hendi.
Samgöngumál, félagsþjónusta, og málefni eldri borgara, sjúkra og fatlaðra skyldu einnig skoðast í þessu samhengi að mínu viti.
kv.gmaria.
Þegar einn gefur tóninn... lækkun þóknunar til forstjóra fjármálafyrirtækja.
Laugardagur, 1. mars 2008
Það hlaut að koma að þvi að einhver breyting yrði á hvað varðar " ofurlaun " forstjóra fjármálafyrirtækja hér á landi svo ekki sé minnst á það að árangurstenging við slík laun komi einnig til sögu.
Satt best að segja hélt ég að slík árangurstenging væri til staðar en svo virðist ekki hafa verið miðað við það að fram kom í fréttum að slíkt yrði innleitt hjá Spron að mig minnir. Skömmu áður hafði Glitnir riðið á vaðið og lækkað laun og þóknanir til handa þeim er formennsku gegna.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort fleiri fjármálafyrirtæki en þessi tvö hyggist halda á sömu braut, en ljóst er að sá himinn og haf sem milli kjara þessara manna og almennings í landinu hefur verið er gígantískur.
kv.gmaria.