Getur íbúum fjölgað endalaust án þess að samgöngumannvirki séu til í nægilega miklu magni ?

Hvort kemur á undan hænan eða eggið ? Það er að vissu leyti áleitin spurning fyrir íbúa á Stór Reykjavíkursvæðinu sem illa eða ekki komast um innanbæjar á annatímum, hvað þá út af svæðinu á tíma eins og Verslunarmannahelgi til dæmis.

Hvað veldur því að verkefni eins og Sundabraut tefjast um svo og svo mikinn tíma ?

Loksins komst á vegasamband milli Hafnarfjarðar og Kópavogs með breikkun Reykjanesbrautar, auðvitað eftir dúk og disk og endalausar bílaraðir því ekki var hægt að hefjast handa fyrr en of seint eins og venjulega.

Satt best að segja finnst mér fara frekar litið fyrir hinni skipulagslegu ábyrgð sveitarfélaga á framkvæmdaþætti þjónustunnar í raun við íbúa sem greiða sín gjöld til hins opinbera.

Fór ábyrgðin kanski í eitthvert ferðalag ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Héðinsfjarðargöngin eru miklu mikilvægari en samgöngubætur í Reykjavík, það er svo þjóðhagslega hagkvæmt að bora göng í gegnum fjöll út um allar trissur og láta okkur höfuðborgarbúana sitja á hakanum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2008 kl. 02:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf að gera fólki kleyft að búa úti á landi, þá ætti þessi umferðarþungi að léttast eitthvað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Guðrún, flott nýja myndin af þér og til hamingju með nýja starfið sem aðstoðarmaður Grétars Mar Jónssonar þingm. FF.  Tek undir góðan pistil þinn.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 24.3.2008 kl. 19:17

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Jóna.

Þessar framkvæmdir hafa tafist of lengi.

Sæl Cesil.

Það er alveg rétt.

Sæl Ásgerður.

Já takk fyrir það, ég var í svoddan myndastuði í gær að ég þurfti náttúrulega að skipta um mynd af mér líka. Og takk fyrir góðar óskir um nýja hlutastarfið, það er spennandi viðfangsefni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.3.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband