Umræða eyðir fordómum.

Frjálslyndi flokkurinn hefur einn íslenskra stjórnmálaflokka rætt málefni innflytjenda til Íslands, enginn hinna flokkanna hefur svo mikið sem gert tilraun til þess að ræða þau hin sömu mál á sviði stjórnmála sem heitið geti.

Skyldi fólki af erlendu bergi brotið sem flyst hingað til lands vera akkur að því að stjórnmálaöfl í landinu sleppi því alveg að ræða um hagsmuni fólksins ?

Hagsmuni sem eru margvíslegir og mismunandi, því svo vill til að eitt þjóðfélag sem býður velkomna hópa fólks til atvinnu tekur einnig á sig ábyrgð og skyldur sem fylgja því að tryggja að réttindi fólksins séu í hvarvetna virt og fólk úr ólíkum menningarsamfélögum með aðra þjóðtungu eigi þess kost að fá að vita hvað okkar samfélag inniheldur af réttindum og skyldum.

Við getum ekki boðið fólk velkomið af heilum hug ef við ekki getum boðið upp á kennslu í móðurmáli þjóðarinnar á sama tíma þannig að viðkomandi sé meðvitaður um réttindi sín og skyldur í samfélaginu.

Við getum ekki ætlast til þess að hingað nýkomnir standi straum af kostnaði við kennslu í móðurmálinu þar þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að kosta til fjármunum í samræmi við þann fjölda sem á hverjum tíma kemur til landsins. Það er stjórnvalda að ákveða slíkt.

Skortur á umræðu skapar tortryggni og það er stórfurðulegt að einungis einn flokkur á sviði stjórnmála skuli ræða málefni innflytjenda hér á landi einkum og sér í lagi ef litið er til Norðurlanda.

Það ber vott um staðnað viðhorf stjórnmálaumræðu gamalla stjórnmálaafla hér á landi, sem þarf að breyta , því umræða eyðir fordómum.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hinir flokkarnir ekki bara forðast að ræða þessi mál, heldur stuðla að fordæmingu á Frjálslyndum fyrir að opna á umræður.  Hjá sumum kemst ekkert annað en hatur að, út í flokkinn og alla hans félagsmenn.  Sem er alveg furðuleg afstaða.  Sjúkleg að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband