Íslenskir kaupréttarsamningar án árangursmarkmiða, afar fróðlegt.

Egill Helgason var með fróðlegt viðtal við Vilhjálm Bjarnason í þætti sínum í dag þar sem hann dró fram kaupréttarsamninga hér á landi og erlendis og gerði grein fyrir mismun þar að lútandi.

Svo virðist sem himinháir kaupréttarsamningar hér á landi snúist akkúrat ekki um neitt sem heitir árangur til handa viðkomandi fyrirtæki sem heitið getur, hvað þá til handa hluthöfum þeirra hinna sömu fyrirtækja.

Hann tók dæmi erlendis frá þar sem slikir samningar lúta ákveðnum skilyrðum en halelúja ekki hér á landi.

Afskaplega fróðlegt og sannarlega íhugunarefni fyrir meint heilbrigði markaðar hér á landi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Þetta er eitt brjál-ÆÐIÐ sem viðgengst fyrir atbeina einhverra,ja hverra HERRA.Þetta er fyrir neðan minn skilning. Kominn tími til að taka til þarna, sem annars staðar.

Lifðu heil.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 01:49

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Þórarinn.

Já brjálæði er víst rétta orðið, og sorglegt er að vita að þeir lífeyrissjóðir sem við greiðum í lögum samkvæmt og eru hluthafar í fyrirtækjum hlunnfarist á slíku skipulagi vanþróaðs markaðar, sem aftur veldur því að skerða þarf greiðslur til launþega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.2.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband