Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Skiluðu sjávarútvegsfyrirtækin sköttum í þjóðarbúið ...,- ónei ekki í heilan áratug !
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Þarf einhvern að undra þótt hafi þurfa að skera niður í velferðarkerfi vorrar þjóðar miðað við skipulag mála í þessu efni ?
Búið að gera hluta fólks atvinnulaust við lifibrauð af sókn til sjávar, án skattskila fyrirtækja sem versluðu sín á milli með tap og gróða með eiginhagnaði eingöngu.
Auðvitað var ekki hægt að lækka skatta á Jón og Gunnu láglaunamenn á vinnumarkaði, það gefur augaleið ef halda átti lágmarksrekstri gangandi því hefur ekki verið hægt að hækka skattleysismörkin.
kv.gmaria.
ALLIR skattgreiðendur höfðu tekið þátt í uppbyggingu þjónustu og mannvirkja um allt land, sem varð verðlaus á einni nóttu.
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Núverandi kvótakerfi sjávarútvegs með hinu stórgallaða skipulagi hefur kostað þjóðina mikið, of mikið , og því þarf að breyta eins og skot.
Skattgreiðendur allir með tölu hvar á landinu sem þeir búa hafa gegnum tíð og tíma tekið þátt í að byggja upp þjónustu um land allt, heilsugæslu , samgöngur, skólamannvirki, sem allt varð að engu við fyrirvaralausa tilfærslu aflaheimilda og atvinnuleysi íbúa í sjávarþorpum landið allt um kring.
Hvorki fyrr né síðar í sögunni hefur eins miklu magni af steinsteypu verið sóað , hvað þá fyrir að byggja upp sama magn annars staðar á uppsprengdu verði á kostnað skattgreiðenda.
Á sama tíma og fyrirtæki í sjávarútvegi fluttu út ferskan fisk óunninn í gámum til útlanda til fullvinnslu þar með atvinnusköpun erlendis þar að lútandi.
Þvílik og önnur eins óráðsía fyrirfinnst ekki á sviði stjórnmála alla síðustu öld.
kv.gmaria.
Mestu stjórnmálalegu mistök allrar síðustu aldar, er heimild til framsals og leigu aflaheimilda í sjávarútvegi.
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Ég hefi aldrei skilið hvernig alþingismenn gátu samþykkt heimild í lögum til þess að framselja og leigja aflaheimildir til fiskveiða millum útgerðarfyrirtækja hér á landi fyrir 18 árum um það bil.
Það var nefnilega fyrir hendi sérálit hluta þingmanna á þingi þess efnis í hverjar ógöngur slíkt myndi leiða til handa landi og þjóð. Sérálit sem sagði nákvæmlega fyrir um þróun mála.
Ég held það væri verðugt verkefni fyrir fjölmiðla þessa lands að fara ofan í saumana á því HVAÐA alþingismenn greiddu atkvæði með þeim ólögum sem þarna áttu sér stað í formi lagabreytinga á Lögum um stjórn fiskveiða, sem tók gildi að mig minnir 1992.
Mistök í formi lagasetningar sem valda byggðaröskun, fyrirvaralausum atvinnumissi og eignaupptöku hluta þegna í þessu landi ár eftir ár eftir ár er mannréttindabrot sem þarf að taka á og það eins og skot.
Skortur á mannafla við þjónustustörf hér á höfuðborgarsvæðinu er meðal annars, vegna þess að ekki hefur hafst undan að endurbyggja þjónustu sem til staðar var þar sem fólk bjó á landsbyggðinni en heilu sjávarþorpin urðu að eyðibyggð á einni nóttu af því útgerðinni var veitt heimild í formi laga til að versla einhliða með fiskveiðiréttinn.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framkvæmdastjóri Landsambands Íslenskra Útvegsmanna ætti að skammast sín.
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Þvílíkur og annars eins hrokagikksháttur og birtist af hálfu framkvæmdastjóra LÍÚ við umræðu um breytingar á kvótakerfi sjávarútvegs í Kastljósi kvöldsins, vegna niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er eitthvað sem ég fyrir mina parta hefi fengið mig fullsadda af sem þegn í þjóðfélagi manna.
Raunin er sú að hinu háa Alþingi er ekkert að vanbúnaði að afnema framsal og leigu aflaheimilda með lagabreytingum eins og skot, rétt eins og það hið sama skipulag var sett á fót með því hinu sama móti , lögum frá Alþingi.
Arðbær sjávarútvegur er hjóm eitt ef útleiga á aflaheimildum er forsenda hins meinta gróða svo mikið er víst.
Sama má segja um arðbærni hvað varðar stórfelldan útflutning atvinnutækifæra innanlands í gámum sem innihalda óunninn fisk til fullvinnslu erlendis.
Hver bað fyrirtækin að fara út í svo og svo miklar fjárfestingar sem raun ber vitni ef skuldastaða er skoðuð ?
Gaf aðferðafræðin við veiðarnar vísbendingu um stærri stofna þorsk í framtíð eða gat það verið vitað að eitthvað yrði undan að láta í lífríki hafsins ?
Er fínt að skella skuld á stjórnvöld alfarið í því efni ?
Hvað hefur þjóðarbúið orðið af miklum skattgreiðslum sjávarútvegsfyrirtækja vegna uppkaupa á tapi og bókhaldsafskrifta vegna þess undanfarna áratugi ?
Var það eðlilegt að menn gætu selt sig út úr kerfiinu með milljónahagnaði af úthlutuðum aflaheimildum til veiða á fiski við Ísland ?
kv.gmaria.
Auðlindasjóðurinn.
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Frumkvæði og djörfung í stað stöðnunar Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
SJÓÐUR þessi yrði ekki sjóður peninga í eiginlegum skilningi, heldur sjóður atvinnutækifæra landsmanna í formi hins margnefnda "kvóta" í aðalatvinnugreinum þjóðarinnar, landbúnaði og sjávarútvegi, atvinnugreinum er hvor um sig byggist á lífríki jarðar.
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
Stofnun Auðlindasjóðs landsmanna
SJÓÐUR þessi yrði ekki sjóður peninga í eiginlegum skilningi, heldur sjóður atvinnutækifæra landsmanna í formi hins margnefnda "kvóta" í aðalatvinnugreinum þjóðarinnar, landbúnaði og sjávarútvegi, atvinnugreinum er hvor um sig byggist á lífríki jarðar. Eðli málsins samkvæmt er afkoma mannsins því háð skilyrðum þeim er maðurinn hefur skapað, til nýtingar þeirra auðlinda er sá hinn sami hefur yfir að ráða.
Ákveðið hlutfall af veiddum afla úr sjó, t.d. 10% á ári, myndu nytjaaðilar í sjávarútvegi þurfa að greiða til baka í sjóð þennan, í formi aflaheimilda, sem og ákveðið hlutfall af framleiðslu lögbýla, t.d. 10% á ári myndu greiðast til baka í sjóðinn í formi greiðslumarks. Markmið sjóðsins yrði fyrst og fremst að stýra nýtingu auðlinda, með tilliti til umhverfis og landfræðilegra sjónarmiða, með áherslu á fulla þátttöku af Íslands hálfu hvað varðar alþjóðlegar samþykktir og skuldbindingar um verndun umhverfisins. Jafnframt yrði þetta leið út úr þeim ógöngum er núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarstefna hefur leitt okkur í. Úthlutun úr sjóði þessum byggðist síðan á úthlutun aflaheimilda og geiðslumarks, til handa þeim er hygðust snúa sér að lífrænni ræktun landbúnaðarafurða og sjálfbærri nýtingu sjávarafurða í sátt við umhverfið.
Ísland taki frumkvæði þjóða í varðveislu auðlinda
Ísland hefur nú þegar sérstöðu, hvað varðar legu landsins, fiskimiðin og náttúruauðlindir í formi ómengaðra orkugjafa. Þessa sérstöðu eigum við ekki að nota til þess að fá undanþágu til þess að menga meira, eins og virtist uppi á teningnum í Kyoto, heldur eiga frumkvæði að því að hefja á loft umhverfissjónarmið er geta skapað öllu mannkyni betri skilyrði tilvistar á þessari jörð. Hver heilvita maður gerir sér grein fyrir því, að endalaust verður ekki hægt að ganga á auðlindir jarðar án þess að lífríkið umbreytist til hins verra fyrir okkur íbúana. Spyrja má, hve mikið af vorum daglegu þægindum eru lífsnauðsynleg og hve mikill hluti íbúa jarðar hefur enn ekki hugmynd um þessi sömu þægindi. Meðan hluti Íslendinga hefur efni á því að kaupa rándýr lyf, við kvillum öllum, vantar hluta mannskyns lyf við hálsbólgu, sem kann að vera dauðaorsök þeirra hinna sömu þar í landi. Ódýrari og betri lyf eru því forenda þróunar í rétta átt. Þar kann Ísland einnig að taka frumkvæði í framtíðinni. Hræðsla okkar Íslendinga við að skera okkur úr á einhvern hátt, endurvarpar oftar en ekki minnimáttarkennd sem er óþörf hjá þjóð þar sem hver maður kann að lesa og skrifa og hefur þar með möguleika til frekari menntunar. Aukin menntun á hins vegar að skila okkur fleiri hæfileikaríkum einstaklingum, til þess að leysa krefjandi verkefni, í stað þess að skapa þau.
Forsenda þróunar er skynsamleg nýting auðlinda allra
Því miður virðist sem hin almenna mannlega skynsemi fái ekki notið sín sem skyldi lengur, vegna hinna gegndarlausu gróðasjónarmiða, er telja aðeins í stigum hlutabréfa á verðbréfamörkuðum, einnig hér á Íslandi. Lýðræði á góðri leið með að verða mjög afstætt hugtak. Einn gámur af íslenskri fegurð á síðum Playboy, hvað mörg störf í gámum til útlanda? Samkvæmt upplýsingum Fiskifélagsins, hafa tapast 2.000 störf á árunum 1989 1995. Það er hverjum manni ljóst að misviturlegar ráðstafanir hafa fært nokkrum mönnum ókeypis aðgang að fiskimiðum landsmanna, með framsali veiðiheimilda í formi kvóta, og samþykkt virðist vera af "framstæðum sjálfssóknarmönnum" en eins og það brask varð til mun það ganga til baka með söfnun veiðiheimilda í Auðlindasjóð landsmanna, er myndi útdeilast jafnt á meðal þegnanna til atvinnu- og verðmætasköpunar. Samtímis munu Íslendingar gefa þjóðum heims fordæmi um sjálfbæra vitræna þróun í stað stöðnunar, með heildaryfirsýn í skipulagi hagsmunamála er varða ekki aðeins Íslendinga heldur allt mannkyn er byggir þessa jörð.
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,
Eiðistorgi 3, Seltjarnarnesi.
Og þetta sagði maður fyrir tæpum tíu árum....
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Taka þarf upp tvö kerfi í sjávarútvegi og landbúnaði
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
ALLNOKKUÐ hefur verið rætt og ritað um nýgenginn dóm Hæstaréttar, þar sem synjun sjávarútvegsráðuneytisins á veiðileyfi til handa einum af þegnum landsins var dæmd ógild. Jafnt lærðir sem leikir hafa túlkað niðurstöður í dómi þessum á allra handanna máta, þröngt og vítt, afmarkað og óafmarkað.
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
ALLNOKKUÐ hefur verið rætt og ritað um nýgenginn dóm Hæstaréttar, þar sem synjun sjávarútvegsráðuneytisins á veiðileyfi til handa einum af þegnum landsins var dæmd ógild. Jafnt lærðir sem leikir hafa túlkað niðurstöður í dómi þessum á allra handanna máta, þröngt og vítt, afmarkað og óafmarkað. Fróðlegt er eins og áður að fylgjast með umræðu um málin öll, því það eitt gerir mann sjálfan ögn víðsýnni á viðfangsefnið. Skilaboð í dómi þessum verða eigi vefengd, hvað varðar það atriði að virða beri stjórnarskrá lýðveldisins, og eigi skuli uppi höfð mismunun meðal þegna landsins, í einu eða öðru. Athyglisvert verður að telja að eftir niðurstöðu Hæstaréttar í máli þessu virtist sem stjórnarskráin væri allt í einu uppi á borði í ræðum þingmanna á Alþingi, til dæmis varðandi gagnagrunnsfrumvarpið, þingmenn höfðu þó flestir samþykkt lögin um fiskveiðistjórnunina er Hæstiréttur var einmitt að dæma sem brot á stjórnarskránni.
Merkilegt má telja að ekki skuli fyrir löngu vera búið að skilja í sundur verksmiðjuskip og trillur í tvö aðskilin kerfi í sjávarútvegi. Ég tel að tvö kerfi þurfi að taka upp hið fyrsta, einkum og sér í lagi vegna þess að sömu forsendur geta ekki gilt hvað varðar úthafsveiðiskip er vinna afla á sjó úti, og þau skip er leggja afla upp til vinnslu í landi. Skip og bátar sem leggja afla upp til vinnslu í landi skapa eðlilega atvinnu í sjávarþorpum allt í kringum Ísland. Úthafsveiðiskip skapa aðeins takmarkaða atvinnu en leggja eigi að síður sinn skerf í þjóðarbúið, svo fremur hagkvæmur rekstur sé fyrir hendi er skilar inn þjóðartekjum í formi skatta. Úthafsveiðiskip eiga að geta verslað með kvóta sín á milli í kerfi númer eitt en í kerfi tvö, þ.e. skip og bátar er leggja upp afla í landi, skal einnig leyft að versla með kvóta sín á milli í kerfi númer tvö. Taka þarf í notkun gæðastaðla í auknum mæli í mati á fiskmörkuðum, gæðastaðla er hækka verð afurða og stuðla að verðmætri nýtingu afurða. Stórar og smáar einingar eiga nefnilega að geta þrifist hlið við hlið í sjávarútvegi svo fremi að til þess séu sköpuð skilyrði. Nákvæmlega hið sama þarf að koma til í landbúnaði en þar hefur hingað til verið lögð áhersla á að stækka og stækka bú, með uppkaupum á greiðslumarki og endursölu til stækkunar búa, og þar með flótta bænda úr sveitum landsins. Varla nokkur skapaður hlutur hefur átt sér stað til þess að hvetja bændur til þess að snúa sér að til dæmis lífrænum búskap, en sá búskapur þýðir það að bóndinn verður að leggja á sig aðlögunartíma til þess að losa jörðina við tilbúinn áburð, byggja upp bústofn sem er alinn á fóðri sem lífkeðjan gefur af sér, en slíkt tekur tíma. Ég tel að íslenskir neytendur séu tilbúnir til þess að kaupa til dæmis lífrænt ræktað kjöt, en hinu vistvæna, sem er framleiðsla venjulegra stórbúa, því getum við gleymt sem vöru á alþjóðlegum markaði. Hér vantar því einnig tvenns konar kerfi, stórbú og smærri bú, er þýðir aftur nýtingu jarða í sveitum landsins og atvinnusköpun, en stórbú og smærri bú eiga einnig að fá skilyrði til þess að þrífast hlið við hlið.
Auðlindastefna almennt
Sú er þetta ritar hefur áður lagt það til, að stofnaður verði auðlindasjóður landsmanna, er hafi það að markmiði að leggja ákveðið gjald í formi nýtingarheimilda viðkomandi auðlinda á þá er nýta þær hinar sömu auðlindir og gæði landsins alls. Ákveðið prósentuhlutfall af úthlutuðum aflaheimildum á ári hverju, ellegar veiddum afla, sem og greiðslumarki í landbúnaði, ellegar framleiðslu og ef til vill einnig orkunýtingu fallvatna, ellegar raforkusölu, myndi safnast í sjóð þennan er aftur myndi útbýta þeim hinum sömu heimildum til baka undir formerkjum þess að hófleg nýting (sjálfbær) til lands og sjávar yrði um aldur allan aðalsmerki okkar Íslendinga, en við höfum enn sem komið er alla burði til þess að taka forystu annarra þjóða hvað varðar þessi atriði. Von mín er sú að því fyrr sem menn ná að eygja möguleika okkar Íslendinga í umhverfismálum almennt, því betra Ísland fyrir afkomendur okkar í allri framtíð.
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhrif hagsmunaaðila á ákvarðanir alþingismanna.
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Þingmenn eru kjörnir og sverja eið að stjórnarskránni til að fylgja sannfæringu sinni um mál öll sem þeir hinir sömu gefa sig út fyrir í kosningum til þings.
Of oft heyrir maður þingmenn bera fyrir sig álitum hagsmunaaðila við lagasetningu hvers konar nú síðast í Kastljósi kvöldsins þar sem þingmaður Samfylkingar sagði í einu og öllu hafa verið farið að óskum hagsmunaaðila varðandi tóbaksvarnalög.
Ég álít að kjörnir þingmenn ættu að leggja það af að bera slíkt fyrir sig hvað varðar lagasetningu því lögin eru þau sem þeir bera fram fyrir alþjóð og bera ábyrgð á ,að teknu tilliti og eftir mat á innsendum athugasemdum aðila.
Allt svona tal er nefnilega til þess fallið að firra þingmenn þeirri ábyrgð sem þeir bera í raun sem kjörnir leiðtogar og varpar rýrð á þingið og þingstörf að mínu viti.
kv.gmaria.
Landlæknisembætti og Lýðheilsustöð !
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Þegar svo er komið að farið er að skera af bráðaþjónustu sjúkrahúsa og ekki eru til heimilislæknar fyrir hluta fólks á stórum svæðum er þá allt í lagi að hafa tvær stofnanir sem að hluta til gegna sama hlutverki þ.e Landlæknisembætti og Lýðheilsustöð ?
Frá upphafi hefi ég verið efins um nauðsyn Lýðheilsustöðvar sérstaklega sem stofnunnar og tel að slíku hefði verið hægt að koma fyrir deild innan Landlæknisembættis í stað sérstakrar stofnunnar með yfirstjórn og tilheyrandi tilstandi kostnaðarlega.
Jafnframt hefi ég talað fyrir því hávært í mörg herrans ár að sett væri á fót embætti Umboðsmanns sjúklinga í okkar landi því Landlæknisembætti á erfitt með að standa fyrir kerfinu og gera athugasemdir við annmarka þess.
Skortur á grunnþjónustu við heilbrigði sem lendir á bráðadeildum sjúkrahúsa er atriði sem taka þarf til skoðunar og það eins og skot, því slíkt kostnaðardæmi vefur upp á sig afar hratt.
kv.gmaria.
Afar fróðlegt vægast sagt, hvers vegna er fullvinnsla sjávarafurða innanlands ekki í myndinni ?
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Var ekki verið að setja mótvægisaðgerðapakkann í endurskoðun í ríkisstjórn ? ER þetta það sem menn hyggjast gera, þ.e sveitarstjórnir geti að vild hent svo og svo miklum fjármunum í óskyldar atvinnugreinar aðrar en sjávarútveg ? Skora á menn að lesa alla þessa frétt.
kv.gmaria.
![]() |
Verkefni á sviði sjávarútvegs styrkt sérstaklega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin sósíalíska forsjárhyggja í formi laga.
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Ég hafði gaman af að sjá félaga minn í Frjálslynda flokknum Jón Magnússon þingmann Reykjavíkur ræða við Ástu Ragnheiði þingmann Samfylkingar í Kastljósi kvöldsins um tóbaksvarnalögin annmarka þeirra og ágæti og viðbætur sem fyrirhugað er að leggja fram á næstunni í ljósi tilkominnar reynslu.
Að öllum líkindum er þessi lagasetning einsdæmi hvað varðar það atriði hve gífurlega forsjárhyggju þingmenn fengu sig til að samþykkja í einum lagabálki, meðal annars það atriði að bannað væri að tala um tóbak.
Á svipuðum tíma og þessi lagasetning átti sér stað voru einnig hækkaðar álögur á tóbak af hálfu hins opinbera, þannig að neytendur þess eru sennilega með eina hæstu álagningu á neysluvöru sem um getur í landinu. Ef ég man rétt rann hluti tekna til stjórnarnefndar ríkisspítala eyrnamerkt.
Gjaldtakan skilar sér sennilega álíka mikið og bensíngjald til þeirra er nota samgöngur, eða hvað ?
kv.gmaria.