Einu sinni einu sinni enn, hvenær taka menn til við að horfa á málefnin ?

Það mætti halda að borgarstjórnarfulltrúar i Reykjavík telji sig ekki annað hafa að gera en að ræða innanbúðavanda annarra flokka en eigin og til þess hefðu þeir verið kosnir borgarfulltrúar.

 Samgöngumál, þjónusta borgarinnar, álögur á borgarbúa, greinilega allt í aukasæti miðað við endalaust pólítiskt hnútukast sem að ég tel flestir hafi fengið nægilegan skammt af nú þegar.

Hvað í ósköpunum ætti Dagur B Eggertsson að vera að skipta sér af þvi hvort annar maður í öðrum flokki njóti traust eða ekki , hann er ekki í sama flokki og ætti því að horfa fram á veg og gagnrýna málefnin sem hinn nýji meirihluti kemur að, eða hvað ?

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Viðvarandi stjórnarkreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Staðan er skelfileg, þetta fólk er ekki að vinna að málefnum borgarinnar.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2008 kl. 02:51

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það er ekki sóst eftir að komast í stöðu borgarfulltrúa,til að vinna Borginni gagn. Eða hvað á maður að halda???

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 25.2.2008 kl. 06:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi farsi heldur áfram.  Einhvernveginn finnst mér að það verði erfitt fyrir þennan meirihluta að einbeita sér að málefnum, þegaru þau á sama tíma standa í innbyrðis keppni um borgarstjórastólinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það á að fara að hætta þessu kjaftæði og fara að vinna það eru mörg mál sem þarf að fara að finna úrlausn í.

Guðjón H Finnbogason, 25.2.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband