Gróa á Leiti, nútíma bardagaaðferðir og markaðsmennska.

Það er tiltölulega stutt síðan menn hjuggu hver annan í herðar niður umvörpum í innbyrðis deilum.

Nú í dag eru slíkar aðferðir aflagðar en í stað þess hefur komið til notkunar orða í stað sverðs, og spjótið er penni.

Þar kann aðeins ein fjöður að verða að sjö hænum eða lítil lækjarspræna að stórfljóti.

Þessi einstaka snilligáfa Íslendinga til þess að magngera orð og atburði annað hvort til álítsauka ellegar niðurrifs gegnum tíð og tíma er í raun sérstakt rannsóknarverkefni sem verðugt væri að styrkja á sviði sagnfræði til jafns við til dæmis kynjarannsóknir.

Eða ef til vill sem hluta af kynjarannsóknum.

Tilkoma upplýsingasamfélagsins hefur nefnilega opnað Gróu nýja vegu gegnum email samskipti sem gera það að verkum að enn frekara upplýsingaflæði á sér stað menn enn fleiri hænum á ferð.

Það er því alveg ágætt að fara að skoða þennan sagnfræðikapítula í nútimanum.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

'Eg verð nú bara hálffeiminn af að lesa þennan aldeilis frábæra pistil þinn! það er stór sannleikur og viska í hverjum einasta staf! Ég segi feiminn að því að ég kem oft upp um mig með að missa mig í einmitt þetta sem þú ert að segja. Mér finnst að þessi orð séu nú þau bestu sem ég hef séð þessa ca. 10 daga eða hvað það nú er lengi sem ég hef setið við tölvuna og bloggað og lesið. Ég á 6 dætur, allar yndislegar, giftur í 3ja sinn, og hef alltaf vitað að konur eru vitrari en menn. En ef þú lofar að segja engum frá því, langar mig samt svolítið að halda áfram að vera í afneitun á þann sannleika. En samt...er þægilegt að vera minntur á það. Ég ætla að skrifa út þessi orð ef ég má..

Óskar Arnórsson, 26.2.2008 kl. 02:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þökk fyrir það, gjörðu svo vel.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.2.2008 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband