Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Samfylkingin og Evrópusambandið.

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með hamagangi flokksmanna SF, á tímum erfiðleika í íslensku þjóðfélagi þess efnis að reyna að róa að því öllum árum að bera út boðskap um aðild að Esb, svona til þess að draga athyglina frá því að flokkurinn er í ríkisstjórn.

Allt skal vera því að kenna að við höfum ekki gengið í Esb áður en fjármálafárið dundi yfir og eina leiðin út úr því er einnig Esb, að áliti Samfylkingarinnar.

Án allrar gagnrýnii á hið evrópska regluverk fjármálaumhverfis, sem Samfylkingin samþykkti með ríkisstjórnarþáttöku, og varð þó til þess að íslenskar fjármálastofnanir gátu vaxið svo og svo mikið umfram þjóðarframleiðslu með starfssemi í Esb landslaginu.

Samfylkingin vill leiða þjóðina inn í eitt mesta hafta og kvaðakerfi sem um getur í formi reglugerðaflóðs sem samþykkt er í Brussel og þessi flokkur talar fyrir ásamt því að afsala okkur yfirráðum og sjálfstæði yfir eigin auðlindum við óbreytta fiskveiðistefnu sambandsins.

Flokkur sem talar fyrir aðild að Esb án þess að hafa svo mikið sem myndað sér skoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu hér á landi  frá stofnun og óheilbrigðum framgangi þess í áratugi, er ótrúverðugur fulltrúi allra landsmanna, því miður.

kv.gmaria.


Faglegir hagfræðingar eða pólítískir ?

Fræðimenn í hagfræði hafa undanfarið verið nær daglegir gestir í fjölmiðlum, þar sem allir hafa viðrað sínar skoðanir á því sem þarf að gera en fæstir alveg sammála, þótt um sé að ræða sömu fræðigrein, hvað svo sem veldur.

Það eitt hefur ekki beinlínis verið til þess að almenningur gerði sér betri grein fyrir ástandi mála, heldur þvert á móti að mínu mati.

Það er eins með hagfræðinga og aðra fræðimenn að þeim hættir til þess að blanda sér í stjórnmál í stað þess að gera grein fyrir máli sínu á hlutlægum forsendum hvívetna, það skal þó tekið fram að þar falla ekki allir í þann pytt.

Aðild að Evrópusamabandinu er aðeins á stefnuskrá eins stjórnmálaflokks af fimm er sitja á Alþingi, enn sem komið er.

kv.gmaria.

 

 

 


mbl.is Höft eða Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband