Hvað gerðu Íslendingar í efnahagsþrengingum árið 1959 ?

" Tenging kaups og vísitölu afnumin "

Ég fann gamlan bækling sem hún Steinunn, amma mín í Eyjum hafði komið með upp á land úr gosinu, um ráðstafanir ríkisstjórnar landsins árið 1959, sem er að mörgu leyti fróðleg lesning um þær ráðstafanir sem þá var gripið til er skuldahalli og gjaldeyrisskortur hrjáði þjóðina en fyrirsögn þessa rits er " Lifað um efni fram ".

Tenging kaups við vísitölu framfærslukostnaðr var numin úr gildi, meðal annars ásamt ýmsum öðrum aðgerðum svo sem hækkun bóta almannatrygginga og fleiru.

Ég vil nú endilega skora á alvöru fjölmiðlamenn að skoða söguna hér innanlands, því eins og skáldið  Einar Ben. sagði.

" Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna, sést ei hvað er nýtt. "

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband