Skattalækkanir þurfa ekkert að þýða skerðingu á almannaþjónustu, óttaleg vitleysa er þetta.

Það skiptir máli að ALLIR skili sínum sköttum til okkar samfélags, hvers eðlis sem tekjur manna koma til með að verða til, þannig virkar eitt stykki þjóðfélag. Það skiptir hins vegar einnig miklu máli að skattprósenta og mörk upphæða er skatttaka hefst tengist raunveruleika framfærslukostnaðar einstaklinga í landinu á hverjum tíma. Frysting skattleysismarka við tæpar 70.000.krónur án hækkana persónuafsláttar í heilan áratug hér á landi , þ.e. skattleysismörk voru hækkuð í 90.ooo.- ´þann 1.1. 2007 á þessu ári EKKI FYRR. Þetta aðgerðaleysi hefur orsakað tvennt, lítinn hvata fólks til að vinna við þjónustu í þágu almennings þar sem launataxtar eru með þeim lægstu er fyrirfinnast á vinnumarkaði og sífelld vandamál við mönnun stofnana, og skuldasöfnun heimila í formi yfirdráttarlána í fjármálastofnunum sem aldrei fyrr, þar sem fullvinnandi einstaklingar á almennum vinnumarkaði hafa ekki afrakstur launa eftir  greiðslu skatta sem nægja til framfærslu á hinum hörmulegu láglaunatöxtum sem samið hefur verið um á vinnumarkaði. Það gefur augaleið að lækkun virðisaukaskatts á matvæli sem farið var út í fyrr á þessu ári er ein vitlausasta aðgerð sem heitir getur enda ekki skilað nokkur sem heitið geti til almennings. Það er tekjuskattsprósenta ellegar skattleysismörk/ hækkun persónuafsláttar sem virkar og nýtist launþegum öllum á landinu og minn flokkur hefur hamrað á í all mörg ár. Það atrðið að einstaklingur hafi tekjur umfram lífsnauðsynlegar þarfir skilar sér nefnilega aftur í formi virðisaukaskatts til samfélagsins í formi neyslu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband