Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Hvað þurrkar út " ómenningu " ?
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Maður getur nú ekki annað en kímt í kampinn yfir því hvernig menn reyna að bera í bætifláka fyrir stórvitlausar ákvarðanir bæjarstjórnar Akureyrar varðandi aldurstakmörk á útihátíð þar í bæ. Háttvirtur dómsmálaráðherra fagnar því í pisti á bloggsíðu sinni að núverandi ritstjóri Fréttablaðisins og fyrrum ráðherra í sama flokki , skilji skrif hans um " ómenningarbrag " . Ég held að menn séu komnir út á nokkuð hála braut í þessu efni satt best að segja og hvað yrði sagt ef Villi Vill og Björn Ingi hefðu komið í sjónvarp í kvöld og lýst því yfir að ungmennun á aldrinum 18-23 ára yrði bönnuð þáttaka í Gay Pride hátíðahöldunum eða sama aldurshóp bannað að fara á Fiskidaginn mikla á Dalvík undir formerkjum þess að verið væri að koma í veg fyrir " ómenningu " .
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færri og smærri einingar í sjávarútvegi og landbúnaði, munu líta dagsins ljós á ný.
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Stærðarhagkvæmnisforsendur einhliða, eru um það bil að renna sitt skeið á enda hér á landi í okkar gömlu atvinnuvegum og hvers konar höft og kvaðir til þess að niðurnjörva allt og alla undir forsendur stærðarhagkvæmni arfur skammtímahugsunarháttar um skyndigróða. Skyndigróða sem ekki tók mið af framtíðarmöguleikum til langtíma um líf mannsins á jörðinni. Þessi skyndigróðahugsun er upprunnin er hér á landi hófst hlutabréfamarkaður og menn Íslendingar ætluðu nú aldeilis að vera menn með mönnum þar á bæ og hamagangurinn til lands og sjávar eftir því . Það var kallað " góðæri " góðæri sem þó virðist helst hafa skilað sér til fjármálafyrirtækja en ekki alls almennings í landinu, því eitthvað misfórst við að skattleggja gróðaumsýsluna sem til varð við það að óveiddur fiskur var gerður að braskvöru á þurru landi, hjá mönnum sem aldrei höfðu svo mikið sem migið í saltan sjá. Verksmiðjubúskapur örfárra fyrirtækja á sjó og landi í sjávarútvegi og landbúnaði er sama system og gömlu ráðstjórnarríkin viðhöfðu og nú í dag ætti að vera á minjasafni.
kv.gmaria.
Mörg þúsund tonna olíuhákar að veiða nokkra fiska, með tvíbauratroll sem jafnað hafa landslag á hafsbotni.
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Hver veit ekki að hluti miða við Suðurland er sandauðn ein eftir hamagang og læti á hafsbotni við veiðar og hið sama sennilega við Vestfirði einnig og ef til vill víðar en engar einustu heildstæðar rannsóknir eru ENN TIL um þetta hér við land, aðeins einn neðansjávarmyndatökuleiðangur við Suðurströndina og út á Reykjaneshrygg sem Hafrannsóknarstofnun hefur fengið fé til. Sú er þetta ritar sótti fræðslufund þar sem bráðabirgðaniðurstöður úr leiðangri þeim voru kynntar á sínum tíma með myndum af hafsbotni. Þar gaf augum að líta mélaða kóralla á Öræfagrunni álika sandi í Sahara og eitt er víst , um mig hríslaðist gæsahúð við áhorf á það sem maður hafði heyrt mælt úr munni sjómanna lengi. Sjómanna fyrr og síðar en einn af þeim var faðir minn heitinn um tíma sem síðar varð bóndi við suðurströndina með land að sjó. Eftir 1980 rak varla þang á fjöru hvað á skeljar og svartur sandur sem áður var þakinn skel og þangi um tíma heyrði sögunni til. Margreyndur togarskipstjóri sem reyndar er formaður míns flokks segir mér að ekki finnist lengur á Íslandsmiðum kórallar nema í mjög takmarkaðri stærð. Við höfum farið offari við tilraunir okkar Íslendingar við að hámarka hvers konar afrakstur á sem skemmstum tíma og því fyrr því betra sem menn fara að viðurkenna þá hina sömu staðreynd. Það er löngu tímabært.
kv.gmaria.
Frelsi Íslendinga til veiða með handfæri eru sjálfsögð mannréttindi þjóðar sem lifað hefur af fiskveiðum í aldir.
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Handfæraveiðar og sjósókn á trillum við strendur landsins ógna ekki og munu ekki ógna fiskistofnum nokkurn tímann. Þar liggja til tvær ástæður, önnur er sú að fiskur bitur á agn en er ekki veiddur í net og hin er sú að sókn þessara báta afmarkast af veðri og vindum sem þýðir að hluti daga í hverjum mánuði er ef til vill fært á sjó til veiða. Það er því gjörsamlega óskiljanlegt að fiskveiðar í þessu formi skuli þurfa að vera njörvaðar inn í kerfi framseljanlegs kvóta í stað þess að einstaklingum sem stunda vilja sjósókn í smáum stíl sé gefinn kostur á slíku, án þess að leigja til sín kvóta frá stærri útgerðum sem handhöfum. Frelsið á að geta verið til staðar í þessu efni eins og áður sagði vegna þess að fiskveiðarnar ógna ekki fiskistofnum né lífríki sjávar.
kv.gmaria.
Hvað voru menn að votta ?
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Voru menn að votta að það væri búið að ganga um Íslandsmið af ábyrgð síðustu tuttugu ár eða svo ? Voru menn að votta að nauðsynlegar rannsóknir á lífríki hafsins hafi farið fram ? Voru menn að votta hve miklum fiski hefði verið hent eftir tilkomu kerfisins ? Voru menn að votta hvað mörg störf hafa tapast um allt land við tilkomu kvótakerfisins og hvað það þýðir við útreikininga um sjálfbærni þjóðar ? Voru menn að votta hve mikilli olíu fiskiskipaflotinn eyðir og hve mikið er afgangs eftir aðferðarfræðina ? Hvað voru menn að votta ?
kv.gmaria.
![]() |
Umhverfislýsing fyrir íslenskar fiskveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Símabrjálæði Íslendinga, úr öllu hófi.
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Ungmenni þurftu að flýja af því að ekki var GSM samband úti á landi, ég á ekki til orð en þetta kom fram í viðtali við hótelhaldara á Barðaströnd. Ef það er eitthvað sem við Íslendingar þurfum að fara að taka okkur taki með þá er það nákvæmlega símablaðursáráttan. Maður fer nefnilega ekki svo út í umferðina hér innanbæjar að maður mæti ekki manni að blaðra í sima á ferð. Sama sagan er þegar viðkomandi er í verslunarferðum eða hvarvetna á ferð, alls staðar eru samtöl í gsm símann ofar öðru en erindi viðkomandi. Hvað gerðum við áður en gsm símar komust í notkun hér ? Hvers vegna virkaði þjóðfélagið áður ?
kv.gmaria.
Hvað með annars konar " FIT " kostnað svo sem skort á þjónustu hins opinbera sem er lögbundinn ?
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Getur það verið að skattgreiðendur geti farið í mál við ríkið sökum þess að skattarnir skila sér ekki í þjónustu sem lögum samkvæmt skal veita s.s. varðandi heilbrigðisþjónustu eða aðgengi að menntun , samgöngum osfrv..... ?
Spyr sá sem ekki veit, en ef til vill verður þetta rannsóknarefni umboðsmanns neytenda í framtíð.
kv.gmaria.
![]() |
Neytendur kunna að eiga endurkröfurétt vegna FIT-kostnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fiskidagurinn mikli, aðeins norðan heiða ?
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Það mætti halda að aðeins væru fiskveiðar á Norðurlandi samkvæmt því atriði að fiskidagurinn mikli er einungis haldinn norðan heiða. Ég skora hér með á þau fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi sunnan heiða að standa að slíku fyrir þá sem búa sunnan heiða.
kv.gmaria.
Nútíma aðferðafræði sem menn telja sig komast upp með.
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Hverjir skyldu hafa bitið á agnið í fjármálabissnesstilstandinu í þessu efni ? Væri mjög fróðlegt að vita.
kv.gmaria.
![]() |
Umfangsmikil ruslpóstherferð til að hækka gengi hlutabréfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenzkir bændur, athugið þetta endilega.
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Sko Mjólku samkeppni um mjólkina gott mál.
kv.gmaria.
![]() |
Mjólka greiðir fullt verð fyrir umframmjólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |