Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Píslarvottamálamyndarugludallagangur til sýnis í Kastljósi kvöldsins.
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Mynd um handtöku og mótmæli þar sem fólk þarf endilega að ganga út yfir mörk laga og réttar og endar þar af leiðandi í fangelsi er að mínu viti lítt til þess fallið að auka veg vitrænnar aðferðarfræði við notkun á lýðræði í voru landi. Hvernig væri að Kastljósmenn tækju til við að skoða þá hlið mála hve miklu það skiptir að virða lög til þess að forða afleiðiingum svo sem fangelsi í þessu tilviki ?
kv.gmaria.
Stóra ratsjárstöðvamálið.
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Bandaríkjamenn segja að Íslendingar eigi eftir að taka ákvörðun og Íslendingar segja þ.e. forsætisráðherra að hnýta þurfi lausa hnúta við Bandaríkjamenn, utanríkisráðherra segir að skoða þurfi varnarþöfina þar með talið ratsjárstöðvarnar en samt er heræfing að byrja í fyrramálið.
Hvað er eiginlega um að vera ?
kv.gmaria.
Byggðastefna snýst um skilyrði atvinnuveganna , ekki einungis, samgöngur og menntun eins og utanríkisráðherra ræddi um.
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Sá frásögn af ræðu Ingibjargar Sólrunar Gísladóttur á Hólahátið , þar sem það kemur fram hjá henni að byggðastefna snúist um tvennt, samgöngur og menntun, og í kjölfarið fylgi verslun og viðskipti ef þetta tvennt sé til staðar. Það er ekki að sjá að ráðherrann taki meðferðis atvinnuvegi í sjávarútvegi og landbúnaði og þau skilyrði sem stjórnvöld á hverjum tíma kjósa að hafa sem kerfi í hvoru fyrir sig, þar sem nýliðun þarf að vera hluti af kerfum þessum ef byggðir eiga að vaxa og dafna. Til þess þurfa stjórnvöld að vera opin fyrir breytingum á kerfum eins og fiskveiðistjórnarkerfinu og laga og sníða af ágalla sem beinlínis vinna gegn stöðugleika í byggðum landsins.
kv.gmaria.
Fyrirmyndarökumenn á vegunum.
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Það er greinilega mun minna um það að menn séu að taka fram úr þeim er aka á löglegum hámarkshraða núna. Aukið eftirlit lögreglu er því að skila sér að virðist, sem er sannarlega ánægjuleg þróun. Það er nú samt ekki langt síðan maður bölvaði í hljóði yfir því að finnast maður hreinlega vera fyrir í umferðinni á 90 km hraða og framúrakstur hamagangur og læti frekar venja en hitt.
kv.gmaria.
Fiskistofa er opinbert eftirlitsapparat, kostað af skattfé.
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
Komi fram upplýsingar opinberlega þess efnis að svindlað sé með kvóta er það hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að hið opinbera eftirlitsapparat svari fyrir slíkt. Það gefur augaleið. Fiskistofa heyrir undir ráðherra sjávarútvegsmála sem ber ábyrgð á því að eftirlitið virki sem skyldi.
kv.gmaria.
Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar og stjórnsýslulög.
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
Setning laga um stjórnsýslu sem og upplýsingalög voru að mínu viti afskaplega góð og þörf lagasetning í lýðræðisþjóðfélagi og ef ég man rétt var sendur út bæklingur á sínum tíma til kynningar á lagasetningu þessari sem er vel. Stjórnsýslulögin draga fram anda jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar varðandi það atriði að stjórnvald taki ekki íþyngjandi ákvarðanir í þágu borgara sem og að andmælaréttur sé virtur. Hvarvetna þarf að skoða og gaumgæfa hvers konar ákvarðanatöku í ljósi þessa og þeir sem ákvarðanir þurfa að taka þurfa að vera jafn vel upplýstir og þeir sem sömu ákvarðanir varða. Það skiptir miklu máli að stjórnkerfi hins opinbera hverju nafni sem það nefnist og hvar sem er á landinu sé samstillt að þessu leytinu til, þannig að fólk geti gengið að því að eitt gangi yfir alla jafnt.
kv.gmaria.
Dreif mig upp í sveit.
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
Ákvað að rífa mig út út húsi og skreppa austur í sveitina mína með " barnið " með mér. Fallegt veður sól og sólargloppur af og til austur fyrir Hvolsvöll en hálfgerður dumbungur undir Fjöllunum en stillt og kyrrt veður. Eins og áður drekkur maður í sig kyrrðina, og friðinn líkt og fyrri daginn og endurnærist sannarlega. Set hér inn nokkrar myndir úr minni ágætu sveit.
kv.gmaria.
Viðurstyggileg glæpamennska í formi fíkniefnasölu, kostar of mikið.
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Það er ömurlegt þegar ungmenni ánetjast eiturlyfjum og það atriði að menn skuli vera meðal okkar sem græða á tá og fingri fyrir það að gera hluta þjóðfélagsþegna háða ólöglegri söluvöru sem aftur stuðlar að kostnaði allra samfélags og einstaklinga við það að takast á við vandamál þessara glæpa er óásættanlegt. Vandamálin eru þess eðlis að sýkja allt umhverfi í kring um sig með einum eða öðrum hætti inni á heimilum og úti í þjóðfélaginu. Viðhorfið gagnvart slíku hvoru tveggja á og má vera fordæming en þar á slíkt fordæming við.
kv.gmaria.
Það sem koma skal, landsmenn á þyrlum til þess að komast á milli staða.
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Þetta hlýtur að vera ægilegur áfellisdómur til handa stjórnvöldum í landinu að hluti landsmanna sjái sig tilknúinn til þess að fjármagna kaup á þyrlum til þess að komast á milli staða en að minnsta kosti tveir Íslendingar eru nú í þeirri stöðu að virðist.
kv.gmaria.
![]() |
Leysir eigin samgönguvandamál með þyrlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fikniefnavandamálið, meðferðarúrræði Barnaverndarstofu, þurfa að þjóna þeim er á þurfa að halda.
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Forstjóri Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson var í viðtali í Kastljósi nú á dögunum varðandi það atriði hver aðkoma barnaverndaryfirvalda að málum fíkniefnavandamála væri. Því miður gat ég ekki heyrt þau orð frá forstjóranum að þörf væri á því að setja aukið fjármagn til þess að kosta lokuð meðferðarúrræði á vegum stofnunarinnar þótt úrræði lokaðrar meðferðar hafi valdið því að þar komast ekki allir að sem þurft hafa á að halda samkvæmt ráðum sérfræðinga allra innan heilbrigðis og félagskerfa hvers konar. Það kom hins vegar fram í máli forstjórans að tekist hefði að sporna við aukinni neyslu yngri aldurshópa en aukin neysla harðari efna væri hins vegar vandamál ofar. Það segir sig sjálft að mínu viti að ef þeir einstaklingar sem ekki komast öðru vísi út úr neyslu fíkniefna en með lokuðum meðferðarúrræðum sem börn , því úrræðin eru ekki til staðar þá, hætta ekki heldur halda áfram og stuðla að því að viðhalda vandamálinu sem þá verður enn erfiðara viðfangs. Að það skuli aðeins vera til ein lokuð neyðarvistun fyrir allt höfuðborgarsvæðið í Reykjavík segir sína sögu og ég held að hvert eitt einasta sveitarfélag eigi að axla sína ábyrgð í þessu efni og koma á fót slíkum úrræðum á sínum vegum þar sem fjöldi manns er yfir 5000 íbúa.
kv.gmaria.