Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Frábær mynd í kvöld um framtíð fæðunnar í heiminum.

Datt ofan í að horfa á síðari hluta myndar um landbúnaðarframleiðslu  þróun hennar og lífræna ræktun matvæla í Bandaríkjunum meðal annars. Það sem þarna var á ferð var sannarlega ánægjulegt að sjá, þar ákveðin fylki hafa ákveðið að viðhafa sína framleiðslu að vilja íbúanna. Fjölskyldubú sem þjóna íbúum sama fylkis um sem mestan matarforða þar sem hvorki þarf að flytja varning um víðan völl með kostnaði þar að lútandi svo sem olíu til dæmis. Skapar störf og jarðargæði eru nýtt þar sem afrakstur nýtist og er í sátt við móður náttúru. Mín skoðun er sú að við Íslendingar ættum að hugsa á sömu nótum mun meira en við gerum en dellan þess efnis að fækka og stækka bú hér á landi með einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni eingöngu er og hefur verið algjör og bændaforystan gjörsamlega pikkföst í stórframleiðsluhugmyndafræðinni. Lítum okkur nær.

kv.gmaria.  


Reykjavíkurborg stígur gott skref með fríum bílastæðum fyrir minna mengandi bíla.

Loksins loksins var stigið skref af viti í átt til ívilnandi aðgerða hvers konar hér á landi og því ber að fagna. Sjálf vil ég sjá ýmislegt fleira af þessum toga í nánustu framtíð og þar geta sveitarfélögin sannarlega farið fyrir í frumkvæði hvers konar en margt fleira má gera í þessu sambandi sem hvetur til þess að nota og nýta takmörkuð gæði jarðar í hófi. Skattar og gjöld eru nefnilega stýritæki sem nota má og nýta í formi ívilnunar í stað álagna eingöngu.

kv.gmaria.


Meginþorri Íslendinga er á móti kvótakerfinu en hið háa Alþingi gerir ekkert með það.

Hversu margir þurfa, nógu lengi að vera mótfallnir einhverju skipulagi til þess að hið háa Alþingi taki eftir ? Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gerir þetta að umtalsefni í leiðara blaðsins í dag, en restin af leiðaranum er reyndar nokkuð skringileg tilraun til þess að tala tveim tungum þ.e jafnframt að kerfið sé nú ágætlega gott. Sjálfur bar hann náttúrlega sína ábyrgð sem ráðherra þegar framsal og leiga aflaheimilda hér á landi var leidd í lög er hann var ráðherra og er að mínu áliti mestu mistök stjórnmálasögunnar alla síðustu öld.

kv.gmaria.


Grunnþjónusta við menntun og heilbrigði kostar peninga.

Mannekla við störf í þjónustu hins opinbera er og hefur verið viðtekin venja í áraraðir þar sem skammtímaviðhorf einhvers konar málamyndasparnaðar virðist ráða ferð. Það er nefnilega ekki eins og þessi þjónusta sem verið er að veita sé til eins árs í senn. Gegnumgangandi liggur hundurinn grafinn í láglaunapólítik þeirri sem viðgengist hefur og viðgengst enn gagnvart faglærðum og ófaglærðum í störfum við opinbera þjónustu. Þetta skammtímaviðhorf þarf að fara að aftengja og menn þurfa að líta fram í tímann í þessu efni.

kv.gmaria.


Öfugmælavísur sjávarútvegsráðherra.

 Efling Byggðastofnunar sem stýritækis og " mótvægisaðgerða " gegn minnkandi leyfilegum veiðum á Íslandsmiðum er og verður hjákátleg aðgerð í ljósi þess sem stjórnvöld hafa haldið fram hingað til um " hin sjálfbæru fyrirtæki í sjávarútvegi " Orð ráðherra í þessum pistli eru einar þær mestu öfugmælavísur sem fyrirfundist hafa hvað varðar þróun og framhald hvers konar að sjá má í greininni þar sem nýlíðun er engin og hefur ekki verið undanfarin ár heldur einungis  "leiguliðun".

Engu að síður var það nauðsynlegt að hafa uppi viðbúnað af hálfu hins opinbera. Við viljum ekki að samsetning sjávarútvegsins bretytist í samdrættinum. Við viljum ekki að við sjáum á bak einyrkjaútgerðum, né að samdráttur í þroskveiðum auki á samþjöppun greinarinnar. Ekki heldur að vá verði í byggðum og að menn neyðist til að selja aflaheimildir. Þess vegna er eðlilegt að til staðar sé möguleiki að koma til skjalanna sé tilefni til. Við vitum líka að ungir menn og nýjir í sjávarútveginum hafa fjárfest mikið í aflaheimildum sem minnka núna. Það er eðlilegt að ríkisvaldið hafi skoðun á því að slík nýliðun geti haldið áfram í sjávarútveginum. Það hefur enda marg oft komið fram að mjög almennur vilji er til þess að slík nýliðun geti áfram verið til staðar í sjávarútveginum. "

Auka samþjöppun hvernig gat það gerst ?

Vá byggðanna var öll tilkominn áður en aflasamdráttur kom til álita.

Ríksvaldið getur haft skoðun á samdrætti en að skerast í leikreglur markaðar með því að staga og bæta er ef til vill nokkuð skringileg ráðstöfun.

kv.gmaria.


Fjórða valdið, fjölmiðlarnir , standa þeir sig í að spegla sitt samfélag ?

Já að því leytinu til að þeir eru uppteknir með spegil og spurninguna , " spegill spegill herm þú mér hver hér á landi fagur er " . Tízkuglamur og vinsældakapphlaup allra handa þar sem barist er um að segja frá þekktum einstaklingum eða botnlausum vandamálum sem þjóðinni blöskrar einkennir um of nútíma fjölmiðlamennsku. Á þessu finnast þó undantekningar. Tímaskortur til þess að kafa ofan í mál og fjalla um og draga fram er oft og iðulega algjör. Hin svokallaða samkeppni er svo sérkapítuli út af fyrir sig því hún er engin eðli máls samkvæmt sem heitið geti hvað varðar eignarhald viðkomandi fyrirtækja sem keppast við að auglýsa hvert annað innbyrðis eða sig sjálf innan sinna vébanda.

kv.gmaria.

 


Virkja forystumenn verkalýðshreyfingarinnar lýðræðið og vitund hins almenna launamanns með þáttöku í umræðu ?

Nei.

 

kv.gmaria.


Orð og gerðir kjörinna fulltrúa hverju sinni, rita stjórnmálasöguna.

Skiptir það máli að leiðtogar stjórnmálaflokka komi fram fyrir alþjóð og viðri skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar sem við er að fást ? Svar mitt er já, bæði í stjórnarflokkum við stjórnvölinn sem og þeir sem eru í stjórnarandstöðu. Sá doði sem einkennt hefur íslensk stjórnmál um nokkurn tíma skrifast meira og minna á leiðtoga íslenskra stjórnmálaflokka almennt sem eru alltof ósýnilegir fyrir alþjóð nema nokkra mánuði fyrir þingkosningar á fjögurra ára fresti. Á þessu finnast þó undantekningar og að öðrum ólöstuðum þá held ég að Steingrímur J. Sigfússon sem formaður síns flokks hafi verið duglegur að virkja lýðræðið með þáttöku að minnsta kosti tvö kjörtímabil en fyrrverandi þingmaður okkar Frjálslyndra Sigurjón Þórðarson á sennilega Íslandsmet í þáttöku í umræðu um þjóðmál öll á breiðum vettvangi sem kjörinn þingmaður stjórnmálaflokks hér á landi eitt kjörtímabil. Björn Bjarnason hefur haldið úti bloggsíðu mjög lengi og þar liggja menn yfir því sem hann segir dag hvern, þar sem hann gegnir embætti ráðherra sem segja ætti ákveðna sögu um það atriði að skortur er á skoðunum stjórnmálamanna til þess að lýðræðið fái þrifist og virki sem skyldi.

kv.gmaria.


Fjárfesting í hlutabréfum á færi hverra ?

Var að lesa pistil sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra sem ræðir það atriði að fjárfesting í hlutafé sé góð og gild sparnaðarleið. Gallin er sá að verkamaðurinn á vinnumarkaði hefur ekkert afgangs eftir skatta til fjárfestingar í slíku sökum skattlagningar hins opinbera á atvinnutekjur og mörk þau er menn hefja greiðslu skatta. Verkamaðurinn greiðir í lifeyrissjóði en getur ekki haft bein áhrif á í hverju þeir hinir sömu fjárfesta sem mögulega geta verið fyrirtæki sem greiða lág laun á vinnumarkaði sem varla þjónar hagsmunum þess hins sama. Sá hinn sami má hins vegar ef til vill mega þurfa að taka skerðingum af hálfu þeirra hinna sömu sjóða vegna tap í fjárfestingum sem slíkum , sem er óviðundani fyrirkomulag að mínu viti og þarf að skoða ofan í kjölinn fyrr en síðar.

kv.gmaria.


Allt leitar jafnvægis.

Það sem einu sinni fer upp kemur niður ekki satt ? Loftbóluástand alþjóðavæðingar hvers konar hefur sín endamörk og vor gjaldmiðill ef til vill með möguleika til lendingar í því sambandi okkur til hagsbóta, hver veit ?

kv.gmaria.


mbl.is Allir markaðir lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband