Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Hvað eru VG að vilja upp á dekk, varðandi kvótakerfið ?
Þriðjudagur, 12. júní 2007
Fylgja tillögum Hafró, bla, bla, bla. þótt kerfið hafi ekki byggt upp stofninn í 20 ár, með þeim hinum sömu tillögum og landsbyggðin í rúst af völdum inbyggðra kerfisgalla ! Hvað hefur orðið af gagnrýnni hugsun eiginlega ? Reyndar er það stórfurðulegt að flokkur sem verið hefur í stjórnarandstöðu skuli ekki hafa látið sig þetta mikla hagsmunamál varða svo nokkru nemi allt síðasta kjörtímabil en hið sama er að segja um Samfylkinguna sem nú er sest í ríkisstjórn. Þessir stjórnmálaflokkar hafa ekki látið sig málefni fiskveiða varða svo nokkru nemi, því miður. Það er því allt að því hjákátlegt að heyra einhverja skoðun á fiskveiðum nú frá VG.
kv.gmaria.
Þurfum að bjóða Framsóknarmönnum á fræðslunámskeið.
Mánudagur, 11. júní 2007
Við í Frjálslynda flokknum þurfum endilega að uppfræða Framsóknarmenn um annmarka kvótakerfsins svo sem best getum það það er nokkuð ljóst að þeir hafa setið svo lengi við stjórnvölinn að það tekur tima að komast út úr því hlutverki að guma af ágæti allra hluta, sem forsvarsmenn. Það er hins vegar ekki víst að Guðni hafi lagt ofuráherslu á það atriði að það væri einföldun að kenna kerfinu um heldur virðist Mogginn grípa það upp sem fyrirsögn frásagnarinnar.
kv.gmaria.
Einföldun að kenna kvótakerfinu um segir Guðni Ágústsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar hafnar öðru en eigin vísindum.
Mánudagur, 11. júní 2007
Forstjóri Hafró var í hádegisviðtali í dag þar sem það kom fram í máli hans að eina lausin væri að minnka veiðar. Ég varð ekki vör við að það kæmi fram í þessu viðtali hve mikið sitjandi stjórnvöld á hverjum tíma síðustu tuttugu ár hefðu gengið á skjön við tillögur Hafrannsóknastofnunar um veiðar , hvað varðar heildarmagn. Ef farið hefur verið eftir hinni vísindalegu ráðgjöf allan þennan tíma er þá ekki eitthvað að við vísindaaðferðirnar eða kerfið sjálft ? Ég man ekki betur en farið hafi verið eftir tillögugerð Hafrannsóknarstofnunar í þorskveiðum, nokkurn veginn, það tímabil sem hér um ræðir. Hins vegar á hið sama kanski ekki við um loðnuveiðar ? Ég man samt ekki eftir því að hafa heyrt Hafrannsóknarstofnum tala og tjá sig hátt um slíkt nokkurn tíma. Það hlýtur eigi að síður að vera hlutverk stofnunarinnar að vara við því ef stjórnvöld fara ekki að tillögugerð hverju sinni, sem vísindastofnunnar , eða hvað ?
kv.gmaria.
Ánægjuleg ferð um Suðurnes í gær.
Mánudagur, 11. júní 2007
Við fórum sumarferð í Félagi kvenna í Frjálslynda flokknum og heimsóttum Suðurnes í gær í yndislegu veðri. Afskaplega fróðlegt og ánægjulegt í alla staði. Mjög gaman var að ganga yfir Brúna milli heimsálfa sem er greinilega vinsæll ferðamannastaður sem og að sjá nýtingu jarðvarmans á svæðinu öllu. Við nutum leiðsagnar Grétars Mars Jónssonar um svæðið en enduðum ferðina á veislu í Vitanum í Sandgerði þar sem þingflokkurinn allur og forystumenn flokksins voru mættir meðal annars framkvæmdastjórinn með harmonikkuna, sem hélt uppi stemmingu í fjöldasöng. Frábær ferð, frábærar konur og kærar þakkir fyrir gestrisnina Suðurnesjamenn.
kv.gmaria.
Launahækkanir Seðlabankastjóra eru hneyksli núverandi ríkisstjórnar.
Laugardagur, 9. júní 2007
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að núverandi ríkisstjórn samþykki þær launahækkanir sem stendur til að viðhafa í Seðlabankanum. Það getur ekki verið að launahækkanir til handa Seðlabankastjórum séu nauðsynlegri en hækkun skattleysismarka á láglaunafólk hér á landi sem lepur dauðann úr skel við ofurskattöku á allt of lág laun. Ég kalla á forsendur fyrir þessum hækkunum.
kv.gmaria.
Til hvers var verið að setja kvóta Hannes, ef kvótakerfið snýst ekki um ástand fiskistofna ?
Laugardagur, 9. júní 2007
Einn helsti talsmaður hins frjálsa framsals Hannes bloggvinur minn , segir í blaðagrein að kvótakerfið snúist ekki um ástand fiskistofna ! Afar fróðleg yfirlýsing í ljósi þess sem fyrsta grein laga um fiskveiðistjórn inniheldur þess efnis að markmið kerfisins sé viðhald og vöxtur þorksstofnsins. Er þetta kanski viðurkenning á því að hér hafi einungis þau sjónarmið legið að baki að búa til fjármagnsbraskkerfi örfárra, eða hvað ? Var sjávarútvegurinn hentugur til þess arna sem aðalatvinnuvegur þjóðarinnar ? Það er ofur auðvelt að slá fram fullyrðingum hægri vinstri en hvort þær standast er annað mál.
kv.gmaria.
Eru menn að verða vitlausir ?
Laugardagur, 9. júní 2007
Augnablik ! Hvað voru menn með í laun fyrir þessa hækkun og hvað í ósköpunum réttætir slíkar hækkanir ? Svör takk fyrir . Erum við skattgreiðendur ekki að borga þessum mönnum laun ? Hver samdi tillöguna að þessum hækkunum og hvaða forsendur liggja þar að baki ? Ætlar núverandi ríkisstjórn og þeir flokkar sem standa að henni virkilega að samþykkja það atriði að ein stétt manna hækki um 250 þúsund krónur á einu bretti ? Hvað með verkalýðshreyfinguna er hún lögst undir feld eða hvað ?
kv.gmaria.
Launahækkun seðlabankastjóra var málamiðlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalag ráðherra til málamynda til Vestfjarða ?
Laugardagur, 9. júní 2007
Ef maður þekkir sitt heimalíf rétt þá er ferðalag ráðamanna sem sagt var frá í fréttum til Vestfjarða svona sjónarspil. Annar ráðherrann er nefnilega af svæðinu og ætti þar með eðli máls samkvæmt að vita all vel um ástand mála þar á bæ. Ég rétt sá viðtal við Össur þar sem hann fór mikinn um það atriði að bæta samgöngur og koma á nettengingum ef ég heyrði rétt, hókus pókus.... ! Að öllum líkindum verður gripið til patentlausnaaðferðanna, byggðakvóta í smáskammtalækningum sem duga skammt þar sem menn skortir þor og kjark til þess að breyta kerfinu sem þarf að breyta.
kv.gmaria.
Kennarastarf í grunnskóla varðar leiðina út í lífið.
Föstudagur, 8. júní 2007
Það skiptir máli að hafa sömu kennara að störfum í sama skóla sem lengst fyrir nemendur á sinni göngu gegn um skólakerfið. Afar miklu máli, hið sama gildir einnig um leikskólakennara í leikskólum, sem og aðrar starfsstéttir er starfa innan veggja skóla um land allt. Stöðugleiki skiptir nefnilega hvað mestu í lífi barnanna og þar eru skólarnir engin undantekning, hvað varðar þann félagslega þátt sem traust og virðing er sem gildi og veganesti ungra barna út í lífið. Það tekur nefnilega tíma að byggja upp traust og virðingu og það atriði að missa hæfa kennara úr starfi vegna þess að störf eru ekki launuð sem skyldi er afskaplega slæmt mál.
kv.gmaria.
Flótti hlaupinn í kennarastéttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alþingismenn hafa sofið á verðinum, varðandi annmarka kvótakerfisins.
Föstudagur, 8. júní 2007
Það er með ólikindum að hið háa Alþingi skuli ekki hafa tekist á við annmarka kvótakerfis sjávarútvegs sem reglulega hafa komið upp nær allan tilvistartíma þessa kerfis. Þrátt fyrir það atriði að tilgangur og meginmarkmið laganna um fiskveiðistjórn HAFI EKKI , gengið eftir , hvað varðar uppbyggingu þorksstofnsins, og atvinnu í byggðum landsins. Allt síðasta kjörtímabil hafa frá árinu 2003 til ársins 2007 var það nær einungis Frjálslyndi flokkurinn sem ræddi um þetta kerfi svo tekið væri eftir inni á þingi og utan þess, aðrir stjórnmálaflokkar töldu sig lítt eða ekki þurfa að ræða þetta mál, þótt hér sé um stóran hluta þjóðarhags að ræða. Er ástæðan sú að allir aðrir flokkar en Frjálslyndi flokkurinn tóku þátt í gerð fiskveiðistjórnunarlaganna um kvótakerfið á þingi á sínum tíma, eða hvað veldur því vitundarleysi sem til staðar hefur verið ?
kv.gmaria.