Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Kyrrlátt kvöld við fjörðinn.

  Jæja best að prófa sig áfram með myndir. Fór í í bíltúr hér í Firðinum, alveg yndislegt veður og andaktug kyrrð.                           

   RIMG0004.JPG

Kyrrlátt kvöld við smábátahöfnina í Hafnarfirði.

RIMG0002.JPG

Aflaskip í slipp.

RIMG0003.JPG

Og smábátahöfnin öll í sama stíl.

Ó hvað væri gaman að fá fleiri svona daga.

kv.gmaria.


Óveiddur fiskur sem ekki má veiða, verðlaust veð í bönkum ?

Hinn stórkostlega furðulega ráðstöfun fjármálastofnana hér á landi að taka kvóta, þ.e. óveiddan fisk gilt sem veð, hlýtur nú að vera í uppnámi, varðandi það atriði að vísindastofnun fiskveiða sem til staðar er leggur til mun minni veiðar úr hafi sem aldrei fyrr. Gátu menn ekki séð þetta atriði fyrir eða hvað ? Voru óvissuþættir ekki reiknaðir inn í dæmið ? ER það kanski " hagræðing " að þorskstofn minnki og veð rýrni ?

Spyr sá sem ekki veit.


Skilar kvótakerfið sköttum í þjóðarbúið ?

Það hefur löngum verið tíska hjá útgerðarmönnum að benda á skattgreiðslur sjómanna sem skattskil en hvað greiða hinir örfáu handhafar kvóta við landið til samfélagsins í formi skatta ? Samkvæmt úttekt í Mbl, hér einhvern tímann voru útgerðarfyrirtæki skattlaus í 10 ár. Hvar er hagræðingin og hvernig á hún að skila sér af þessu kerfi ? Þarf ekki að byggja endalaust húsnæði á höfuðborgarsvæði fyrir flóttfólk sem skilja verður við verðlausar eignir vegna atvinnuleysis ? Þarf ekki að byggja þjónustumannvirki við grunnþarfir af nýju þótt það hafi áður verið gert úti á landi til handa sömu íbúum sem töpuðu atvinnu vegna kerfisins ? Kostar það kanski peninga af skattfé ? Sem sama kynslóð innir af hendi aftur og þýðir ofurskattöku hins opinbera eða hvað ?

ER ekki kominn tími til að skoða mál þetta ofan í kjölinn ?


Verðlaust íbúðarhúsnæði = eignaupptaka ?

Hvers eiga íbúar landsbyggðar að gjalda varðandi það atriði að mega þurfa sitja uppi með verðlaust íbúðarhúsnæði vegna þess stjórnleysis sem ríkir í atvinnuvegi sjávarútvegs hér á landi ? Jafngildir þetta ekki eignaupptöku ? Það er og verður óviðunandi að stjórnkerfi sem tilkomið er fyrir pólítiska ákvarðanatöku um skipulag, innihaldi annmarka sem þessa. Það eru nefnilega ekki einungis eignir einstaklinga sem þarna eru verðlausar vegna skipulagsins heldur einnig öll uppbyggð þjónusta sem nafni nefnist af almannafé, gegnum tíð og tíma. Hér er um að ræða efnahagslegt Kaos, á þjóðarvísu hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Ástand sem landsbyggð hefur mátt upplifa hátt á annan áratug og eftir því má reikna fórnarkostnaðinn sem einstaklingar og skattgreiðendur almennt hafa mátt púkka út svo útgerðarmenn gætu verslað sín á milli með aflaheimildir öðru nafni kvóta fram og til baka um landið sitt á hvað. Undir formerkjum " hagræðingar " sem útskýringa af hálfu stjórnarherra eins fjarstæðukennt og það nú er, því hagræðingin skilar skattgreiðendum engu.

Það er mál að linni.

 


Óður til Seðlabankans.

Vér mótmælum harðlega, hér er á ferð,

heimska og vitleysa, öðru fremur.

Skal ég greiða skatta, við slíka gerð,

skuldbundin til þess sem laununum nemur ?

kv.gmaria.


Skattkerfið er galeiðuþrældómur láglaunamannsins.

Það atriði að frysta skattleysismörk við ákveðna upphæð á sama tíma og  allt annað er vísítölutengt verðlagsþróun er arðrán til handa verkafólki sem lægst hefur launin og ber þyngstar byrðar af skattöku sem hafist hefur við fátæktarmörk allt til áramótanna síðustu er upphæð skattleysis var loks hækkuð í 90. þúsund úr tæpum 70. Tekjutengingaþáttur skattkerfisins ekki hvað síst varðandi bætur almannatrygginga er orðinn að svo stóru fjalli að enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Hið opinbera hefur verið að færa krónur úr vinstri vasanum yfir í þann hægri með tilheyrandi tilkostnaði sem aldrei skyldi hafa komið til sögu að mínu viti. Einn kjánalegasti þátturinn er refsing millum hjóna er gengið hafa í heilagt hjónaband og annað þarf að taka bætur almannatrygginga, en hitt ekki . Því til viðbótar er ofurskattaka á lág laun hlutur sem áskapar svart vinnuumhverfi þar sem menn fara framhjá skattkerfinu sem aftur þjónar þjóðfélaginu lítils. Það er og hlýtur á hverjum tíma að vera krafa að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun í viðkomandi þjóðfélagi, annað er út í hött.

kv.gmaria.


Heilbrigðiskerfið er einnig gallað.

Um tíma voru sjúklingar sem lentu í mistökum í kerfinu hér á landi á einkastofum algjörlega réttindalausir og ótryggðir. Það breyttist loks við tilkomu nýrra sjúklingatryggingalaga sem tóku gildi 2001. Það var Ríkisendurskoðun sem komst að þessu við skoðun mála skjólstæðinga Tryggingastofnunar sem höfðu haft frammi gagnrýni í ræðu og riti sem leiddi til þess að þáverandi ráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun skoðaði málefni TR.  Þetta er eitt atriði en þau eru fleiri sem skoða má innan heilbrigðiskerfisins, svo sem stórkostlega aukningu þjónustugjalda sem orðið hefur til síðari ár og skorti á kostnaðarþáttöku hins opinbera á ákveðnum sviðum heilbrigði einnig, svo sem þáttöku í tannviðgerðum með samningsleysi við tannlækna þar um. Almennt hefur skort á kjark og þor stjórnmálamanna til þess að láta sig varða hin ýmsu svið heilbrigðismálanna og ef til vill er þar um að kenna að enginn læknir á setu á Alþingi lengur, sem er slæmt. Skortur á áherslu á að uppfylla grunnþjónustuþætti svo sem heilsugæslu og heimaþjónustu á fjölmennustu svæðum, hefur verið á kostnað niðurgreiðslu nær óhefts aðgengis í sérfræðiþjónustu, að helst sjá má. Þar skerum við okkur úr miðað við aðrar þjóðir og því þarf að breyta því aðgengi að grunnþjónustu er forvörn.

kv.gmaria.


Kvótakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar eru meingölluð.

Það er ekki allt fengið með nógu stórum tólum og tækjum, og samþjöppun framleiðslu undir formerkjum framleiðni. Tól og tæki kosta fjármuni og vega þarf og meta hver áhersla er á það atriði til framtíðar litið ,hvort fleiri menn að störfum í einu þjóðfélagi við atvinnugreinar svo sem sjávarútveg og landbúnað kann hugsanlega að vera þjóðhagslega verðmætara en einhliða áhorf á gengdarlausa tæknivæðingu einungis. Sjálf lagði ég til fyrir löngu löngu síðan að kerfum sjávarútvegs og landbúnaðar væri skipt í tvennt , þar sem hluti framleiðslu færi í farveg sem mestrar sjálfbærni og umhverfisvitundarsjónarmiða þar af leiðandi. Þar hefði mátt leiða nýlíðun á nýja vegu . Kerfin eins og þau eru í dag eru lokuð kerfi þar sem nýliðun er nær ómöguleg vegna fjárfestinga sem eru mönnum ofviða í formi kvóta, og tækja og tóla í landbúnaði. Það skortir ekki þekkingu hér á landi til þess að færa vitund um umhverfismál inn í atvinnugreinarnar báðar, en það skortir ákvarðanatöku stjórnmálamanna um endurskoðun kerfa sem eru barn síns tíma.

kv.gmaria.


Frábært bara að hirða sem flesta fávita.

Ég fagna hverju sinni sem ég sé frétt sem þessa svo mikið er víst. Því fleiri sem nást því betra. Óska lögreglunni til hamingju með árangurinn.

kv.gmaria.


mbl.is Tæplega 30 teknir undir áhrifum fíkniefna við akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mávur og þorskur, ofurseldir kvótakerfinu ?

Mávurinn er nýbúi hér á höfuðborgarsvæðinu og í stað þess að maður vakni við tjald og lóukvak þá vaknar maður við mávagarg sem er nýlunda, því mávurinn yfirgnæfir hina. Fremur óvenjulegt en hefur síaukist undanfarin ár, enda fuglinn í leit að fæðu sem ekki fyrirfinnst að virðist. Orsökin ? Ef til vill kvótakerfi sjávarútvegs og dragnótaveiðar innan 50 mílna sem hrakið hafa sandsílið af sínum slóðum og raskað lífkeðjunni. Þorskurinn virðist í sömu stöðu og mávurinn hvað fæðuframboð varðar  í hafinu en á þurru landi hafa menn ákveðið að drepa svanga máva en friða svangan þorsk í hafinu. Með öðrum orðum aðferðir mannsins eru ólíkar í þessu efni eftir því hvort um er að ræða fugl eða fisk.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband