Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Gallar kvótakerfisins 5.
Föstudagur, 8. júní 2007
Nýliðun á sér ekki stað í þessum atvinnuvegi sökum þess að upphæðir fjárfestinga til þess að komast inn í kerfið eru nær ómögulegar , hvað varðar tól og tæki ásamt kvóta til veiða. Frelsi einyrkja til þess að stunda fiskveiðar við Ísland, hefur því verulega verið skert, og einyrkjar með kvóta á leigu , lifa illa eða ekki á atvinnu sem slíkri undir þeim formerkjum kerfisins. Stjórnvöld hafa enn sem komið er daufheyrst við því að gefa frelsi til veiða við landið til handa trillum með handfæri sem aldrei munu skekkja eða ógna stærð fiskistofna að settum ákveðnum skilyrðum þar að lútandi, hvað varðar stærð báta, vélarafl, og þar af leiðandi sóknargetu. Veiðar með handfæri eru umhverfisvænar og aukinn hlutur þeirra sem hluta af kerfi okkar kann að þýða framfaraskref fyrir mögulega umræðu um sjálfbærni fiskveiðistjórnar við Ísland.
kv.gmaria.
Gallar kvótakerfisins 4.
Föstudagur, 8. júní 2007
Áherslu á umhverfisvænar fiskveiðar er ekki að finna sem heitið geti í kvótakerfinu og allsendis ekki í löggjöfinni sjálfri. Sjálfbærni á heildina litið er því tómt mál að tala um, hvoru tveggja hvað varðar hina gífurlegu olíueyðslu sem stór fiskiskipafloti þarfnast til þess að sækja fisk, og hið sílfellda uppnám sem töpuð störf í sjávarþorpum áskapa. Þvi til viðbótar hafa ekki farið fram hér landi nægilegar rannsóknir á miðunum kring um landið, þannig að ástand þeirra sé vitað, hvað varðar uppvaxtarstöðvar fiskistofna og áhrif veiðarfæra á hafsbotn sjávar sem og hin ýmsu veiðarfæri svo sem botnvörpur og magn þeirra til notkunar í heild, og veiðiálag. Verndun lífríksins felst nefnilega ekki hvað síst í friðun og grið til handa stofnum til uppvaxtar. Allt þetta er verulegri óvissu undirorpið enn sem komið er á Íslandsmiðum.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gallar kvótakerfisins 3.
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Árið 1992 var sett viðbót inn í fiskveiðilöggjöfina þess efnis að útgerðarmenn, mættu framselja og leigja sín á milli aflaheimildir eins og ekkert væri.... , undir formerkjum " " hagræðingar " " fram og til baka um Ísland allt. Þásitjandi ríkisstjórn og ráðamenn sem komu þessari lagaframkvæmd gegnum Alþingi Íslendinga, hugsuðu hana ekki til enda svo mikið er víst. Ég hef kallað þetta mestu mistök í lagasetningu alla síðustu öld og geri enn. Hér var fiskveiðikerfið gert að fjármagnsbraskkerfi á einni nóttu með tilkomu fyrirtækja á nýstofnaðan hlutabréfamarkað og þáttöku lifeyrissjóða landsmanna í kaupum á hlutabréfum í ævintýrinu. Ævintýri sem sett hefur landið á annan endann, efnahagslega að hluta til og offjárfestingaæði stórfyrirtækja um stórum tækjum og tólum allra handa til veiða til að auka afkastagetu var yfir og undirmarkmið. Til þess að bíta höfuðið af skömminni hófu bankar að taka aflaheimildir nota bene óveiddan fisk sem VEÐ, líkt og fiskistofnarnir væru steinsteypa. Gífurleg umsvif umsýsluaðila með kvótasölu komu til sögu, sem og endurskoðunarfyrirtækja við uppgjör og afskriftir á tapi , við uppkaup stærri fyrirtækja á þeim smærri ár eftir ár eftir ár. Útgerðarfyrirtækin voru skattlaus að mestu heilan áratug sökum þess að afskriftir við uppkaup á tapi voru uppgjörið, en þá hafði þegar hafist að heilu byggðarlögin sætu eftir atvinnulaus eftir framsal eða leigu aflaheimilda frá einu fyrirtæki til annars í kerfinu. Sú þróun hélt innreið sína um leið og framsalið var lögleitt. Þar var skattpeningum hent á bálið sem landsmenn höfðu greitt fyrr og síðar við uppbyggingu þjónustu og mannvirki alls staðar, án þess að fyrirtækin í umhverfi sjávarútvegs greiddu skatta á móti í því kerfi sem búið hafði verið til. Þegar fyrsti handhafi aflaheimilda seldi sig síðan út úr kerfinu með gróða í vasanum, var vissulega komið nóg, en ekkert gerðist og Aþingi tók ekki á því máli sem vera skyldi, því miður fyrir þjóðina alla. Frá þeim tíma að það gerðist er þróunin þekkt , að því hinu sama, og ef til vill ekki furða að ekki skuli hægt að kosta almennilegar rannsóknir á lífríki hafsins að teknu tilliti til alls þessa.
kv.gmaria.
Gallar kvótakerfisins 2.
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Upphaflegar úthlutunarreglur við upptöku kvótakerfis , byggðust á þriggja ára veiðireynslu þáverandi aðila í greininni. Því miður reyndist það stjórnvöldum ekki fært að koma áfrýjunarnefnd á fót varðandi ákvarðanatöku um þessa úthlutun því svo vill til að eitthvað getur gerst hjá aðilum er hafa stundað sjávarútveg á þriggja ára tímabili er kann að minnka þeirra veiðireynslu, svo sem skip í slipp, veikindi , og fl, . Alveg var sama hve mörg erindi menn sendu inn til stjórnvalda ákvarðanatakan fékkst ekki endurskoðuð að nokkru leyti að virðist sem aftur gerir það að verkum að mönnum finnst þeir hafa verið órétti beittir hvað varðar þáttöku í sjávarútvegi á grundvelli veiðireynslu sem ekki akkrúrat var þessi þrjú viðmiðunarár fyrir upptöku kerfis þessa. Það bætti heldur ekki úr skák að þáverandi sjávarútvegsráðherra sem oft hefur verið nefndur Guðfaðir þessa kerfis, var nátengdur fyrirtæki í sjávarútvegi sem fengið hafði úthlutun á þeim tíma á grundvelli sinnar reynslu. Nokkru síðar voru sett lög á Alþingi, stjórnsýslulög þar sem aðkoma ráðherrans að málinu við tilkomu þeirra laga, hefði ef til vill hugsanlega verið á gráu svæði.
kv.gmaria.
Gallar kvótakerfisins.
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Gallar núverandi kerfis í sjávarútvegi eru ýmsir og fyrst er þar að nefna það atriði að þegar útgerðarmaður þarf að veiða upp í ákveðinn kvóta sem honum hefur verið úthlutað eitt ár í senn, er það mikið markmið að veiða upp í allan kvótann, sem aftur gerir það að verkum að fiskur sem veiddur er og ekki uppfyllir leyfilega stærð lögum samkvæmt fer hugsanlega beint fyrir borð aftur því útgerðarmaðurinn hefur engan hagnað að því að koma með hann að landi. Lögunum var breytt eftir mikla umræðu um brottkast og myndatöku af slíku á sínum tíma, þannig að útgerðarmenn mega koma með 5% meðafla. Allra handa viðurlög, sektir og veiðileyfasviptingaákvæði var að finna í upphaflegu lagasetningu þessari varðandi brot til dæmis um smáfisk í afla og fl og fl, þannig að mér fannst um tíma sem lögin væru helst miðuð við það að þorskurinn færi eftir þeim en ekki þeir sem veiddu þorskinn. Framkvæmdin eftir efninu og " borðalagðir menn ofan í fiskikössum " eins og einn vinur minn orðaði það á sínum tíma, menn sem heita eftirlitsmenn og eru all nokkur kostnaður við kerfi þetta í framkvæmdinni í praxís. Með öðrum orðum hvatinn að því að henda afla fyrir borð var því innifalinn í upphaflegu lagasetninguna um stjórn fiskveiða , því miður. Þar bera alþingismenn þeir sem settu lögin ábyrgð, alla ábyrgð.
kv.gmaria.
Sérkennilegt veðurfar þessa dagana.
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Rok klukkan ellefu að kveldi og fram á nótt, dag eftir dag næstum eins og tímasett fyrirfram. Reyndar hætti að rigna hér í Hafnarfirði skömmu áður og er það vissulega fagnaðarefni, því hér hefur rignt alveg nóg undanfarna daga. Ég hef nú talið mig þekkja rok annars vegar og brælu hins vegar og ótrúlega hvassar hviður virðast vera fylgifiskur þessa vorveðurs hjá okkur við Reykjanesskagann. Súld og þoka er eitthvað sem manni finnst að heldur væri venjulegra hér á þessu landssvæði á þessum tíma. Í vetur sem leið kom rok sem þetta einnig á óvenjulegum árstíma hér að mér fannst, dag eftir dag í nokkurn tima.
kv.gmaria.
Framsóknarflokkurinn gegn kvótakerfinu , saga til næsta bæjar ?
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Björn Ingi hefur talað fyrir breytingum á kvótakerfinu, og nú verður það vægast sagt fróðlegt að fylgjast með hvort Framsóknarflokkurinn allur mun beita sér fyrir breytingum á kvótakerfi sjávarútvegs, hafandi verið útvörður þess í áratugi ásamt þáverandi samstarfsflokki í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokknum. Ég gat ekki betur heyrt en Björn væri á móti hinu frjálsa framsali aflaheimilda og er þar á ferð kúvending frá fyrri áherslum. Endilega fylgjumst vel með.
kv.gmaria.
Eru til nægilega mörg lokuð úrræði fyrir börn í fíkniefnavanda ?
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Svo vill til að það er ekki nóg að vera foreldri á sífelldri vakt yfir sínum börnum til að taka í taumana ef kerfið kemur ekki til sögu á móti með þeim úrræðum sem þarf á að halda og ráðlögð eru þar að lútandi. Barn sem endurtekið kom til innlagnar á Barna og Unglingageðdeild til meðferðar í erfiðum aðstæðum , varð afgangsstærð varðandi pláss í lokaða meðferð , á vegum barnaverndayfirvalda, sökum þess að lokaða plássið var ekki til meðan barnið var enn barn, einungis opin meðferðarúrræði sem viðkomandi einstaklingur gat skrifað sig út úr að vild. Svona dæmi á ekki að vera til, í voru samfélagi að mínu áliti. Hvergi er mikilvægara að taka á málum sem þessum með réttum aðferðum en á þessum tímapunkti í lífi einstakinga. Séu pláss ekki til þá þarf að búa þau til flóknara er það ekki.
kv.gmaria.
Fíkniefnaváin.
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Það liggur við að hvern einasta dag sé verið að taka menn úr umferðinni undir áhrifum fíkniefna við akstur. Hvílík skemmtilegheit eða hitt þó heldur. Öll sú hin mikla viðurstyggð er fylgir því að einstaklingur í fjölskyldu ánetjast fíkniefnum, setur fjölskyldur í fjötra, vandamála á vandamál ofan, því engin veit hve langt ganga á veg fíknar leiðir viðkomandi. Frásögn móður í Kastljósi kvöldsins var einlæg og vel fram sett undir þeim kringumstæðum sem hún og hennar fjölskylda hefur mátt meðtaka, þar sem varnaðarorð voru sett fram , HÆTTIÐ áður en þið verðið hugsanlega burðardýr. Þessi móðir á þakkir skilið fyrir að koma fram með sín sjónarmið undir þessum sérkennilegu kringumstæðum sem málið inniheldur, þ.e nafnbirtingu í dagblaði, á hlutaðeigandi, áður en dómur er fallinn um sekt eða sakleysi. Sjálf get ég ómögulega séð nauðsyn þess að birta frekar nafn einhvers sem er frægur frekar en einhvers annars í þessu sambandi og mjög sérkennilegt fréttamat á Fréttablaðinu að mínu áliti. Ef til vill er blaðið að taka upp nýjar aðferðir hvað varðar það að birta nöfn allra sem teknir eru, hver veit.
kv.gmaria.
Árangursstjórnun í fótbolta.
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Kröfur um árangur í boltaíþróttum verða mér æ ríkara umhugsunarefni , eftir því sem árin líða. Sjálf spilaði ég fótbolta upp allan aldur í uppvextinum enda bekkjarfélagar lengst af strákar i gamla daga í sveitinni. Fótboltinn var leikur, til að leika þar sem liðið tapaði eða sigraði svona sitt á hvað. Nú til dags virðist það krafa að reka þjálfarann ef svo og svo margir leikir tapast og ráða skal einhvern töframann í staðinn að virðist. Hvers á liðið að gjalda ? Sínýr verkefnastjóri í sífellu. Skilar það árangri að lokum, spyr sá sem ekki veit ?
kv.gmaria.