Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Bætt umferðarmenning á Suðurlandsveginum.

Mér til mikillar ánægju virðist það nú svo að menn aki mun meira á löglegum hraða í umferð austur fyrir fjall almennt. Lögreglan er sýnileg á vegunum og það gerir gæfumuninn að mínu viti ásamt því atriði að menn eru teknir fyrir of hraðan akstur. Þetta er jákvæð þróun sem ég tel hvoru tveggja sjálfsagt og eðilegt að vekja athygli á.

kv.gmaria.


Já einmitt, en hvað með heildstæða náttúruverndaráætlun um lífríki hafsins og fiskistofnana ?

Alveg týpiskt, VG viðhefur langmálar ályktanir um vatnsaflsvirkjanir á þurru landi meðan flokkurinn á sama tíma tekur undir að farið sé að tillögum Hafrannsóknarstofnunar um veiði á þorskstofninum sem þó hefur mistekist að byggja upp í 20 ár ég endurtek 20 ár, með ráðgjöf þar að lútandi, er ekki kominn tími til að fara að velta fyrir sér lífríki hafsins og umhverfismati þar á bæ ?

kv.gmaria.


mbl.is VG ályktar um virkjanir í Neðri–Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar standi utan Evrópusambandsins áfram.

Ég er alfarið andvíg aðild að Evrópusambandinu og sú skoðun mín byggist fyrst og fremst á því atriði að ég tel að við afsölum okkur þar með yfirráðum yfir svo miklum hagsmunum svo sem fiskimiðunum kring um landið að slíkt sé óásættanlegt með öllu. Það er skammt síðan við máttum þurfa að berjast fyrir okkar fiskimiðum því skyldum við ekki gleyma og allt tal um afsal sjálfsákvarðanaréttar er í því samhengi fjarstæðukennt í mínum huga. Íslenzkir stjórnmálaflokkar á Alþingi allir utan Frjálslynda flokksins hafa fjarlægst umræðu um fiskveiðistjórnun við Ísland undanfarin ár, og vart látið sig málið varða líkt og steingleymst hafi á hveru Íslendingar hafa lifað gegnum ár og aldir og lifa enn. Þessir flokkar annað hvort í stjórn eða stjórnarandstöðu hafa sameinast um að láta kerfi við lýði þróast án umhugsunar eða vitundar um annmarka hvers konar allt of lengi, þangað til í óefni stefnir en þá vilja allir gera eitthvað eins og venjulega. Við flýjum ekki í ESB með okkar vandræðagang í því efni, við leysum hann sjálf.

kv. gmaria.


Þjóðhátíðardagur Íslendinga.

Jæja þá er að finna peysufötin og hátíðarbúninga sem tilheyra 17.júni. ágætu landsmenn, ekki seinna vænna. Þjóðhátiðin gengur nefnilega ekki út að það að blása í blöðrur og kaupa ís heldur að sýna í verki að hátið er haldin. Syngja " Öxar við ána " að morgni dags, og fara með " Ísland farsælda frón " að kveldi. Vekja upp almennilega þjóðarstemmingu þennan dag, án þess að þurfa að hlusta á hæ hó jibbí jei melódíuna sem er afar óþjóðleg að mínu  viti þennan dag. Við getum án efa gert margt fleira, og endilega komið með ábendingar þar um.

kv.gmaria.


Eru fjölmiðlamenn of uppteknir af sjálfum sér ?

Meðan fjölmiðlamenn eru uppteknir við það að segja " fréttir " af því hver sé að hætta sem ritstjóri hér eða þar eða hver ætli að " stofna þennan eða hinn fjölmiðilinn " þá gera þeir ekki annað á meðan, svo ekki sé minnst á mannabreytingar milli miðla sem virðist ótrúlega mikið fréttaefni. Það skyldi þó aldrei vera að þetta væri á kostnað umfjöllunar um annað í samfélaginu ? En aðferð innan hvers fyrirtækis fyrir sig í bransanum til þess að hefja eigin " mógúla " í sem hæstar hæðir vissulega með ákveðnu magni af blaðri um þá hina sömu. Fyrir mína parta orðið hálf leiðigjarnt satt best að segja.

kv.gmaria.


Frelsi og sjálfstæði er ekki sjálfgefið fyrir eina þjóð.

Sem aldrei fyrr þurfum við Íslendingar að vanda okkur í málum öllum varðandi það atriði að hafa vald um eigin ákvarðanatöku í okkar höndum. Varðar það ekki hvað síst yfirráð yfir eigin auðlindum til lands og sjávar. Valdi og yfirráðum fylgir hins vegar ábyrgð, og við munum þurfa að axla þá ábyrgð að standa sem þjóð á meðal þjóða, varðandi það atriði að nýta okkar náttúruauðlindir skynsamlega með vitund fyrir komandi kynslóðum jafnt sem þeim er nú byggja landið. Fiskimiðin kring um landið eru ein auðlind þjóðarinnar og sú auðlind sem áskapað hefur Íslendingum hornstein sjálfstæðis sem fullvalda þjóð, efnahagslega. Við verðum að vita hvert við stefnum með uppbyggingu fiskistofna, og kerfi sem til staðar er í fiskveiðum hér við land, annað er óásættanlegt. Við eigum að líta augum reynslu annarra og vega og meta vorar aðferðir í ljósi þess. Við megum aldrei láta skammtímasjónarmið gróðahyggju einkenna aðferðir í umgengni við lífríkið kring um Ísland.

Aldrei.

 


Í sveitasæluna, undir Fjöllunum.

Fyrsti dagur í smá sumarfríi og auðvitað fór maður í sveitina sína austur undir fjöll að næra andann og endurnýja orkuna eftir að hafa komist gegnum umferðaröngþveitið út úr bænum. Tilvalið að halda þjóðhátíðardaginn í faðmi náttúrunnar með fjöllin og hafið til hálfs allt í kring. Hundurinn hoppaði hæð sína í loft upp og fagnaði gesti í hlað og kötturinn viðraði sig einnig til viðtals líkt og venjulega. Fuglasöngurinn yfirgnæfir hljóð frá bílaumferð um Suðurlandsveginn, alveg undursamleg upplifun og einstaklega nærandi fyrir sálina. Ætla að gá í myndaalbúmið hvort ég á einhverjar myndir til að setja inn.RIMG0001.JPG

Jökullinn blessaður í miðnæturskýjum, tekið síðasta sumar.

 Þarf að fara að muna eftir að taka myndir sem ætti svo sem að vera hægt með nútíma tæknivæðingu.

kv.gmaria.

 

 


Ef ég væri fjölmiðlamaður með rýni á samfélagið, myndi ég....

Krefja stjórnvöld um svör, hvenær hið þverpólítiska samráð um fiskveiðistjórnina á að eiga sér stað ? Forsenda umfjöllunarinnar yrði efnahagslegt áfall þjóðarinnar við niðurskurð á þorskveiðum við Ísland, sem finna má í tillögum vísindamanna þar að lútandi nú þegar. Ég myndi einnig reyna að varpa ljósi á árangur fyrstu greinar laga um fiskveiðistjórn er lýtur að uppbyggingu þorksstofnsins og atvinnu byggðanna frá upphafi kerfisins til dagsins í dag.

kv.gmaria.


Ef ég væri sjávarútvegsráðherra, þá myndi ég....

Kalla saman til fundar nú þegar EINN fulltrúa hvers sitjandi stjórnmálaflokks í landinu, einn fulltrúa Hafrannsóknarstofnunar, einn fulltrúa LÍÚ, einn fulltrúa frá félögum smábátaeigenda, og einn fulltrúa úr hverju sveitarfélagi á landinu sem telur sig hafa hagsmuna að gæta gagnvart, sjávarútvegi. Því til viðbótar væri ágætt að fá einn fulltrúa úr Seðlabanka og einn úr hverjum viðskiptabankanna á fund þennan. Því til viðbótar vildi ég einnig sjá Jón Kristjánsson, Kristinn Pétursson og Sigurjón Þórðarson með sjónarmið til mótvægis við fulltrúa vísindanna núverandi fram að færa. Fundur sem slíkur væri betri en aðgerðaleysi það er nokkuð ljóst.

kv.gmaria.


Við höfum svo mikið sem hendum á glæ...

Við höfum svo mikið sem hendum á glæ,

í hugsunarleysi og spani.

Ef nýttum við hluti úr nógbrunnasæ,

þá væri ekki eins mikið af skrani.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband