Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Vísindin eru ekki óskeikul, sama hvaða svið um ræðir.

Það gildir einu hvort um er að ræða vísindi um vistkerfi sjávar ellegar læknavísindi, vísindi þessi eru þeim vafa undirorpin að geta haft rangt fyrir sér. Á það ekki hvað síst við þegar hin afmarkaða og þrönga sýn á viðfangsefnin, einangrast við ákveðna þætti án tillits til heildarsamhengis hlutanna.Svo kemur til sögu innbyrðis togstreita millum aðila um kenningar hér og þar sem hverjum finnst sinn fugl fegurstur, mestur og bestur. Það er meira en mæða að reyna að gagnrýna kerfi þar sem sérfræðingar sem slíkir drottna og dýrka, undir formerkjum óumbreytanleika kerfa sem slíkra. Það var gaman að sjá Kristinn Pétursson í sjónvarpinu í kvöld með gagnrýni sína Hafrannsóknarstofnun sem er gott innleggg í gagnrýna umræðu.

kv.gmaria.


Kvenmenn ekkert betri en karlmenn, þá hefur það verið rannsakað.

Það er víst nú rannsakað að viðhorf kvenna skortir einnig til þess að leiðrétta launamun kynja í millum. Mátti svo sem vitað vera, því viðhorf er spurningin almennt , viðhorf þess efnis að setja sig jafns körlum í einu og öllu svo sem verða má. Það þýðir að að staðsetja sig í einu og öllu á þau svið sem karlar hafa einkum tileinkað sér hingað til sem mest, kynna sér mál og setja sig inn í aðferðir hvers konar hvarvetna. Sú er þetta ritar hefur tekið þátt í hagsmunabaráttu þar sem karlaveldi stéttar var um að ræða að hluta til og það atriði að tileinka sér aðferðir karlanna virkaði nokkuð vel í mínu tilviki. Það dugar ekki að blaðra út í bláinn, það verður að finna orðum stað í formlegum erindum allra handa, því meiri formlegur pappír því meiri viðbrögð. Kostar skriffinsku en skilar sér.

kv.gmaria.


Hví varaði Hafrannsóknarstofnun stjórnvöld ekki við ofveiðum á loðnu ?

Guðmundur Kristjánsson í Brim ber ekki lengur traust til Hafrannsóknarstofnunar og spyr hví stofnunin hafi ekki varað við loðnuveiðum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Jafnframt segir Guðmundur að skipstjórar hafi ekki þorað að segja Hafró frá loðnu á miðunum af ótta við að auknar, veiðar yrðu leyfðar. Hér kemur fram skoðun eins útgerðarmanns sem er þáttakandi í kerfi sjávarútvegs núverandi og fróðlegt verður að vita hvort fleiri útgerðarmenn séu sömu skoðunar.

kv.gmaria.


Sýndarmennska í Hafnarfirði á þjóðhátíðardaginn ?

Aldrei þessu vant var ég ekki á Víðistaðatúninu við hátíðarhöldin 17 ´júni þetta árið, þannig að ég missti af því að hlýða á fjallkonuna fara með ljóðið meðal annars. Það hringdi maður inn á Bylgjuna í Reykjavík síðdegis að kvarta yfir því að fjallkonan hefði ekki talað íslensku hér í Hafnarfirði og voru þáttastjórnendur með viðtal við forsvarsmann bæjaryfirvalda af því tilefni, þar sem spurt varð um hvort hér hefði verið á ferð einhver sýndarmennska af hálfu bæjaryfirvalda. Svörin voru á þann veg að viðkomandi aðili endurspeglaði samfélagið og því fullkomlega eðlilegt að fullkomin tök á íslensku væru ekki fyrir hendi.

Ég er ekki sammála því atriði að rétt sé og eðlilegt að fólk sem ekki hefur náð tökum á íslensku máli , enn sem komið er sé valið umfram fólk sem hefur tök á málinu því það er auðveld aðferð til þess að tapa vorri þjóðtungu, algjörlega burtséð frá því hvaðan fólk kemur. Til hvers erum við þá að leggja ofuráherslu á að kenna innflytjendum tungumál okkar ef áherslan birtist ekki hvarvetna af hálfu yfirvalda ?

kv.gmaria.


Forvarnir á sviði heilbrigðismála.

Að stemma stigu við hvers konar vanda hvað varðar heilsufar er gott og gilt markmið enda kostar það fjármuni að takast á við tilkomin vandamál. Forvarnir í formi fræðslu ýmis konar til ungmenna gegnum skólakerfið og til almennings í átökum ýmsum skilar sér vissulega og þarf að vera stöðugt viðfangsefni. Heilbrigðiskerfið sjálft þarf hins vegar að innihalda ákveðna tegund forvarna, varðandi skipulag og aðgengi almennings að læknum og heilbrigðisþjónustu. Bráðasjúkrahús eiga að sinna bráðveikum sjúklingum og hafa til þess nægilegan mannafla að störfum sem og legupláss til þess arna, þannig að ekki þurfi að útskrifa sjúklinga of fljótt sem oftar en ekki skilar sér einungis í endurinnlögnum. Heimilislæknar þurfa að vera nægilega margir í landinu til þess að þjóna grunnþörfum landsmanna um heilbrigði á hverjum tíma. Aðgengi almennings að grunnþjónustunni má kostnaður við leitan aldrei hefta, slíkt þarf að tryggja. Starfssemi sérfræðinga á einkastofum er sjálfsögð að því gefnu að þörfin sé fyrir hendi fyrir kerfið í heild, en bein leitan almennings að vild á stofur sérfræðilækna án viðkomu í grunnþjónustu er atriði sem stjórnvöld á hverjum tíma hljóta að þurfa að skoða með tilliti til heildarútgjalda til heilbrigðismála og einkastofa sem hluta af heilbrigðiskerfi okkar undir sömu formerkjum og verið hefur.

Lyfjaaustur og kostnaður úr hófi gengin.

Lyflækningar eru góðar og gildar þegar þeirra er þörf, en jafn ónauðsynlegar þegar forsendur er ekki að finna fyrir pilluátinu nema tilraunir til bóta á einhverju sem ekki er ef til vill vitað hvað er. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta er staðreynd hér á landi sem annars staðar og sem aldrei fyrr ástæða til þess að gera tilraun til þess að setja af stað forvarnarátak innan heilbrigðiskerfisins til handa læknum varðandi nauðsyn þess að halda pilluútskrift hvers konar í hófi. Þrýstingur lyfjafyrirtækja á lækna til þess að prófa og taka þátt í tilraunum með lyf við sjúkdómum er til staðar á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Sökum þess er það mjög mikilvægt að starfsmenn hins opinbera geti verið með öllu óháðir slíku áreiti. Hið opinbera þarf því að tryggja læknum er starfa á bráðasjúkrahúsum og í kerfinu, nægilegt ferðafé til þess að kynna sér þróun mála erlendis á hverjum tíma, á ráðstefnur, sama á við um aðrar heilbrigðisstéttir.

Endurtekin rannsókn á sama sjúklingi, kostar stórfé.

Meðan að heilbrigðiskerfið er þannig úr garði gert að sérfræðingur á einkastofu sendir heimilislækni sjúklings ekki upplýsingar um rannsóknir sem hafa farið fram varðandi viðkomandi sjúkling, þá sendir heimilislæknir hann ef til vill aftur í sömu rannsóknir innan kerfisins. Þar er verið að endurtaka það sem þá og þegar hefur verið gert, og skilar sér ekki vegna boðskiptaleysis innan kerfisins, því það verður ekki lagt á sjúklinginn að bera þessar upplýsingar á milli sem fagaðila. Það skiptir engu máli hvar aðkoma sjúklings er , upplýsingar um rannsóknir og sjúkdóma eiga að vera til staðar við leitan þess hins sama í kerfið áður , alls staðar, þar sem áframhaldandi viðkoma er fyrir hendi. Þetta er spurning um skilvirkni og samhæfingu sem þarf að virka alltaf alls staðar. Mikilvægi þess að rannsóknir á undirliggjandi vanda séu til staðar eru hins vegar grundvallaratriði sjúkdómsgreiningar lækna á undirliggjandi sjúkdómi hugsanlegum er hrjáir sjúkling og forðar tilraunum með lyf til lækninga sem ef til vill leysa ekki vandann. Ég óska nýjum heilbrigðisráðherra velfarnaðar í starfi og vona að hann lesi þessi orð mín sem upplýsingu um það sem til bóta má fara, innan kerfis heilbrigðis hér á landi.

Virðingarfyllst.

Guðrún María Óskarsdóttir.

höfundur situr í stjórn Samtakanna Lífsvog.

 

 

 


Stærsta umhverfismál samtímans er tilvist þorsksstofnsins í hafinu kring um landið.

Þeir flokkar hér á landi sem hafa viljað kenna sig við umhverfisvernd hvers konar hafa ekki látið sig varða lífríki sjávar svo nokkru nemi, heldur einblýnt á virkjanframkvæmdir á hálendi Íslands. Stærsta hagsmunamál Íslendinga er tilvist þorskstofnsins í hafinu kring um landið það atriði að ekki hafi tekist að byggja hann upp með kerfi takmarkana sem inniheldur allt of marga galla þar að lútandi er meira en áfellisdómur yfir því hinu sama kerfi , það er staðreynd sem krefur menn um endurskoðun á kerfinu sem slíku. Meðan útflutningstekjur af sjávarútvegi nema rúmum helmingi allra útflutningstekna þá ber kjörnum fulltrúum til Alþingis að láta sig mál þessi varða, því hvers konar afföll í þessu sambandi varða þjóðarbúið verulegar fjárhæðir, burtséð frá innbyrðis misskiptingu millum aðila er stunda atvinnugrein þessa í kerfinu sem er skipulag sem má bæta. Það atriði að við Íslendingar séum á réttri leið með það að byggja upp fiskistofna og vernda vort lífríki eru og verða hagsmunir allra landsmanna til lengri og skemmri tíma hér á landi og því stærsta umhverfismál samtímans í stjórnmálum hér á landi.

kv.gmaria.


Og hefst nú söngurinn um óbreytt kerfi.

Auðvitað má engu breyta alveg sama hvort fiskur er til í sjónum eða ekki , líkt og slíkt kunni nú að skipta einhverju máli um virkni eins stykkis kerfis við lýði eftir tilvist til tuttugu ára. Sé eitthvað annarlegt í þessu sambandi þá er það andvaraleysi útgerðarfyrirtækjanna gagnvart þeim hagsmunum að tilvist lífríkis í hafinu og stækkun þorskstofnsins sé númer eitt, umfram annað.

kv.gmaria.


mbl.is „Misráðið að gera harðindin að tylliástæðu til breytinga á kvótakerfinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það " hagræðing " að veiða upp það sem þorskurinn á að éta ?

Af hverju höfum við ekki heyrt Hafrannsóknarstofnun mótmæla kröftuglega of miklum loðnuveiðum við Ísland ? Af hverju hafa útgerðarmenn ekki áttað sig á því að þeir væru að veiða upp of mikla loðnu ásamt síminnkandi þorsksstofni, eðli máls samkvæmt ? Máttu þeir ekki mæla um slíkt vegna þess að " hagræðingin " kynni hugsanlega að felast í slíku til skammtíma, eða hvað ? Kosta stjórnvöld kanski hafrannsóknir við landið eða gera útgerðarmenn það ? Hvar liggur ábyrgðin ?

kv.gmaria.


" Þá verður vor móðir og fóstra frjáls er fjöldinn í þjóðinni, nýtur síns sjálfs.."

" er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast, í samhuga fylgi þess almenna máls. " sagði skáldið Einar Benediktsson um síðustu aldamót í ljóði sínu Aldamót. Þetta ljóð Einars er mitt uppáhald og ég les gjarnan gegnum línurnar það sem ég tel af hans hálfu speki og framsýni hvað margt varðar og ég tel eiga vel við á kvenréttindadaginn 19 júni. Hvernig skyldi staðan vera hjá okkur núna hvað varðar það atrið að  " fjöldinn í þjóðinni , njóti síns sjálfs " ? Ég efa það mjög að vort skipulag geri það að verkum að almennan jöfnuð sé að finna í þjóðfélagi nýfrjálshyggju með tiltölulega nýfæddum hlutabréfamarkaði í 300 þúsund manna þjóðfélagi, þar sem að örfáir hafa með höndum heimildir til að veiða fisk á Íslandsmiðum, örfáir standa í matvörubissness og enn færri í fjölmiðlarekstri , nema hvoru tveggja sé og olíufélög hafa orðið uppvís um samráð til þess að græða sem mest. Hið opinbera sparar og sparar og sparar svo mjög að illa eða ekki gengur að fá konur sem þræla á hinn opinbera vinnumarkað lengur í fulla þrælavinnu. Það skyldi þó aldrei þurfa að huga að heildarsamfélagsgerðinni í víðu samhengi til þess að sjá ástæður hins meinta misréttis kynja á vinnumarkaði ? Ég tel að sú skoðun sé nauðsynleg í þessu tilliti.

kv.gmaria.


Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa varað reglulega við afleiðingum núverandi kvótakerfis.

Frjálslyndi flokkurinn hefur á Alþingi varað reglulega við afleiðingum núverandi kvótakerfis í sjávarútvegi á byggðir og fiskistofna við þá aðferðafræði sem verið hefur við lýði ? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn ekki lagt betur eyrun við í öðrum flokkum en raun ber vitni ? Allt fram til þessa dags hafa menn í öðrum stjórnmálaflokkum lítið sem ekki neitt haft til málanna að leggja þegar umræða um kvótakerfi sjávarútvegs hefur borið á góma, því miður. Annað en það að kerfið sé fínt og flott og hagkvæmt, ellegar ekkert athugavert við það. Nú bregður svo við að sjálfur Forseti Alþingis flytur ræðu á sínum heimaslóðum þess efnis að uppbygging þorskstofnsins hafi mistekist, eftir að rannsóknarstofnun stjórnvalda hefur lagt til niðurskurð á veiðiheimildum sem skerðir tekjur þjóðarbúsins á komandi misserum ef verður farið eftir. Það þurfti sjónvarpsmyndir til þess að brottkast væri litið augum á Íslandsmiðum og 5% meðafli leyfður í kjölfarið. Nú nýlega hefur komið fram í sjónvarpi þáttur um svindl og brask sem viðgengst og verið hefur á allra vitorði í langan tíma, en lítið gerst í kjölfarið. Framsalsvitleysan hitti Flateyri fyrir og kom við í Vestmannaeyjum nýlega, þar sem menn vopnuðust. Ég held að tími sé kominn til þess að fara að hlusta á Frjálslynda flokkinn hvað varðar fiskveiðistjórn við Ísland.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband