Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Hvað mun það taka núverandi ríkisstjórn langan tíma að tengja skattleysismörk við verðlagsþróun í landinu ?
Sunnudagur, 24. júní 2007
Háleitt loforðaflóð flaug fjöllum hærra í kosningabaráttunni af hálfu núverandi ríkisstjórnarflokka um það atriði að hækka mörk skattleysis en hverjar verða efndirnar ? Á ekki bara að bíða eftir því að kjarasamningar verði lausir og koma þá með töfrasprota tæknilausna á borðið sem menn geta gumað sig af sem efndum eftir á ? Mér segir svo hugur um, og því veltur ansi margt á verkalýðsforkólfum þessa lands varðandi það atriði að láta ekki einu sinni enn hafa sig út í slíkt.
kv.gmaria.
Liggur sjávarútvegsráðherra undir feldi ?
Sunnudagur, 24. júní 2007
Það líður áfram tímabil núverandi fiskveiðiárs og sjávarútvegsráðherra sitjandi þarf að vera búinn að ákveða hvað mikinn heildarafla stjórnvöld ákveða að leggja til að verði veiddur á Íslandsmiðum næsta fiskveiðiár. Munu stjórnvöld fara að tillögum Hafrannsóknarstofnunar eða ekki ? Ætla þau að skoða annmarka kvótakerfisins af einhverri alvöru í þessu sambandi ? Fróðlegt verður að vita hvað menn hyggjast fyrir í þessu efni en ljóst er að ef menn eru ekki þess umkomnir nú að skoða annmarka þessa kerfis í heild þá skiptir litlu máli hvaða ákvarðanir verða teknar um heildarafla, kerfið mun sjá til þess að gera þær hinar sömu óáreiðanlegar í framkvæmd sinni.
kv.gmaria.
Kyrrð og friður í sveitasælu.
Sunnudagur, 24. júní 2007
Góður sumardagur hér á Suðurlandi í dag, stuttbuxur frá morgni til kvelds. smábræla í morgun en síðan einn af þessum gömlu góðu úrvalsþurrkdögum sem tíðkuðust við heyskap hér eitt sinn. Skrapp á fjöru og gekk berfætt fram fjöru fram í flæðarmál þar sem ég þvoði sandinn af tánum í Atlantshafinu. Einkar nærandi gönguferð til líkama og sálar. Set hér inn mynd eða myndir úr sveitinni minni.
Er nú hálfgerður klaufi við þessar myndainnsetningar en verður maður ekki að reyna að prófa sig áfram ? Er annars að horfa á rollurnar rölta með lömbin á túninu út um gluggan sem veitir friðsæla tilfinningu í mína sál.
kv.gmaria.
Allir á leið úr bænum á sama tíma.
Laugardagur, 23. júní 2007
Lenti í bílalestinni austur fyrir fjall í kvöld, datt helst í hug Þingvallahátíðin hér um árið. Hins vegar munaði þetta nú ekki miklu á ferðatímanum milli staða í heild, því um leið og tvíbreiðar akreinar á heiðinni komu til sögu dreifðist úr lestinni um leið, en stoppaði svo aftur austur í Hveragerði þar sem var lest upp Kamba. Einnig við Selfoss og nokkuð þétt umferð austur að Flúðaafleggjara. Ég var að silast við Rauðavatn um 8 leytið en komin hingað austur undir Fjöll fyrir klukkan 10. Stór hluti bíla á ferð voru bílar með annað hvort hjólhýsi, eða tjaldvagna og húsbílar. Það er hins vegar nokkuð ljóst að tvöföldun vegar austur yfir Hellisheiði er löngu , löngu tímabær. Jafnframt myndi það muna miklu ef hluti þessa umferðarmagns gæti farið um Suðurstrandarveg , umferð sem ekki er á leið í Grímsnesið til dæmis. Það er að ýmsu að hyggja í samgöngumálum á komandi tímum, það er nokkuð ljóst.
kv.gmaria.
Eru konur fremstar í flokki varðandi samgöngu og byggðamál ?
Föstudagur, 22. júní 2007
Eða eru þær uppteknar af mennta , félags og heilbrigðismálum nær eingöngu ? Velferðarmálunum, börn og aldraðir og afkoma heimilanna.................... með öðrum orðum enn bak við eldavélina. Árið 2007 þegar verið var að opna Kvennaslóðir af menntamálaráðherra á vegum háskólasamfélagsins á Íslandi. Konur sem eru ´63 % af vinnuafli í opinberri þjónustu, hafa meðallaun sem nemur tölunni .....?????? Veit það einhver hver meðallaun konu í opinberri þjónustu á Íslandi er ? Væri mjög fróðlegt að vita en tölur hljóta að vera nærtækar.
kv.gmaria.
Áhugi kvenna á efnahagsmálum almennt og samkeppnisumhverfi, hvar er hann ?
Föstudagur, 22. júní 2007
Þær konur má telja á fingrum annarrar handa sem komið hafa sérstaklega í fjölmiðla til þess að tjá sig um efnahagsmál þjóðarinnar almennt sem þingmenn. Svo ekki sé minnst á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja og hugsanlega fákeppni og einokun í því sambandi á ákveðnum sviðum sem aftur orsakar neytendaokur allra handa til handa heimilium þessa lands. Meðan karlar fá að dandalast einir með sínar skoðanir á þessum sviðum samfélagsins þá er ekki von um aukið jafnrétti eða hvað ? Það þarf átak kvenna ínn á karlasvið stjórnmála sem aftur kann að vera forsenda hugarfarsbreytingar gagnvart konum , það er og verður mín skoðun.
kv.gmaria.
Hafa konur engan áhuga á sjávarútvegsmálum ?
Föstudagur, 22. júní 2007
Ósköp og skelfing sakna ég þess að sjá fleiri konur láta sig varða málefni íslensks sjávarútvegs. Við kvenfólkið þurfum ekki að einangrast eingöngu í umræðu um velferðarmál eða hvað ? Sjaldan sé ég kvenmenn koma í ræðustól á þingi þegar sjávarútvegsmál ber á góma, því fer svo fjarr,i svo erum við að kvarta yfir því að við höfum ekki náð jafnrétti, en er það ekki einmitt það að láta sig einnig varða þau svið sem karlar hafa hingað til verið einir á velli um, eða hvað ? Á þessu finnast vissulega undantekningar sem betur fer en í bili man ég nú ekki eftir neinni konu til að nefna með nafni í þessu efni reyndar.
kv.gmaria.
Verða núverandi ríkisstjórnarflokkar þess umkomnir að endurskoða aðferðafræði við fiskveiðistjórnun ?
Fimmtudagur, 21. júní 2007
Það er alveg sama hvernig á það er litið , endurskoðun núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis hvoru tveggja þarf og verður að koma til sögu á þessum tímapunkti hér á landi. Ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hefur brugðist til uppbyggingar á verðmesta fiskistofninum í tvo áratugi, því miður, þannig er það, hvort sem skortur á vitund stofnunarinnar um virkni kerfisins eða óskilvirkni er ástæðan eða aðrir þættir, þá ber sitjandi stjórnvöldum að endurskoða þá aðferðafræði sem ekki hefur skilað sér fyrir land og þjóð allan þennan tíma. Hvorki hvað varðar sameign og sameiginlega nýtingu þegnanna af auðlind sinni né heldur afrakstur til komandi kynslóða með vexti og viðhaldi fiskistofna og nýtingu í sátt við lífríkið á hafsbotni sjávar við Ísland. Skammtímahagsmunir einstakra útgerðarfyrirtækja sem nú starfa í kerfinu eru hjóm eitt miðað við hagsmuni þá sem standa þarf vörð um nú um stundir og felast í því að Ísland sé ábyrgt sem framleiðandi matarforða úr hafi og útflutningsaðili sjávarafurða sem standast alþjóðlegan samanburð framleiðslu sem hefur með sjálfbærni að gera hvað varðar störf þegna við atvinnuveginn og umgengni við lífríkið með uppbyggingu að leiðarljósi.
kv.gmaria.
Smásaga úr strætóferð minni í morgun.
Miðvikudagur, 20. júní 2007
Ég fer ekki oft í strætó en þurfti þeirra erinda í morgun yfir í Kópavog. Tók strætó fyrir utan heima hjá mér og átti von á að hann færi sitt venjulega ferðalag niður í miðbæ Hafnarfjarðar en viti menn hann fór fyrst upp í Ásland og síðan upp á Holt áður en hann fór niður í bæ, sem sagt ég hefði verið fljótari að labba niður í bæ þann tíma sem það tók. Jæja burtséð frá því ,kemur ekki vel hífaður einstaklingur inn í vagninn, og sest niður beint á móti mér en við hliðina á erlendum ferðmanni sem var þarna í strætó í hóp annarra félaga sinna. Viðkomandi ákvað að hefja samræður við þann sem sat við hlið hans í stað þess að beina tali til mín við mikla ánægju af minni hálfu. Þetta entist þó ekki ferðina á enda því maðurinn sá að ég var með farsíma um hálsinn og hann spurði mig hvað klukkan væri á ensku og íslensku til öryggis. Til öryggis ákvað ég að svara á ensku svo ég væri ef til vill álitinn hluti erlenda hópsins og fengi þar með frekari frið frá spjalli. Þetta dugði leiðina á enda, en samferðamennirnir sem komu í strætóinn nokkru áður en maðurinn höfðu heyrt mig spjalla á íslensku í farsímann nokkru áður hlógu dátt þegar ég svaraði klukkufyrirspurninni á ensku. Með öðrum orðum það getur verið þægilegt að villa á sér heimildir þegar maður mæti sjálfum Bakkusi í strætó af öllum stöðum.
kv.gmaria.
Erum við Hafnfirðingar að tapa Álverinu í Straumsvík ?
Miðvikudagur, 20. júní 2007
Það skyldi þó aldrei vera að við Hafnfirðingar höfum tapað frá okkur stærsta fyrirtækinu í bænum um árabil ? Eða hvað ? Var bæjarstjórinn ekki að draga eitthvað í land, heyrði ekki betur. Sé það raunin þá fer Samfylkingin að toppa Framsóknarflokkinn varðandi það atriði að vera flokkur sem er " opinn í báða enda ".
kv.gmaria.
Borgarafundur í Vogum veitir bæjarstjórn umboð til viðræðna við Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |