Vísindin eru ekki óskeikul, sama hvaða svið um ræðir.

Það gildir einu hvort um er að ræða vísindi um vistkerfi sjávar ellegar læknavísindi, vísindi þessi eru þeim vafa undirorpin að geta haft rangt fyrir sér. Á það ekki hvað síst við þegar hin afmarkaða og þrönga sýn á viðfangsefnin, einangrast við ákveðna þætti án tillits til heildarsamhengis hlutanna.Svo kemur til sögu innbyrðis togstreita millum aðila um kenningar hér og þar sem hverjum finnst sinn fugl fegurstur, mestur og bestur. Það er meira en mæða að reyna að gagnrýna kerfi þar sem sérfræðingar sem slíkir drottna og dýrka, undir formerkjum óumbreytanleika kerfa sem slíkra. Það var gaman að sjá Kristinn Pétursson í sjónvarpinu í kvöld með gagnrýni sína Hafrannsóknarstofnun sem er gott innleggg í gagnrýna umræðu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband