Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Frjálslyndi flokkurinn þorir að ræða málefni fólks í landinu.
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Tjáningarfrelsið er eitt af því mikilvægasta sem fólk á, og forsenda lýðræðislegrar þróunar þar sem fólk hefur tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um sitt þjóðfélag á hverjum tíma. Opinn fundur um innflytjendamál hjá Frjálslynda flokknum nú í kvöld sýndi það og sannaði að fólk vill ræða til dæmis málefni innflytjenda sem aðrir stjórnmálaflokkar hamast við að drepa á dreif elllegar fordæma og stimpla sem óþarfa umræðu í anda ritskoðunarhyggju gömlu Ráðstjórnarríkjanna. Flokkar sem fyrir nokkrum árum töldu tjáningarfrelsi fjölmiðla afar mikilvægt en síðan þá virðist eitthvað hafa breyst.
kv.gmaria.
Frelsi til fiskveiða með handfærum, ógnar ekki fiskistofnunum.
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Landssamband útgerðarmanna hefur jafnan hafið upp kórsöng eftir tilkomu núverandi kvótakerfis sjávarútvegs þess efnis að smábátar og veiðar þeirra ógni fiskistofnum. Þarna er á ferð hagsmunavarsla gagnvart því að fleiri en þeir sem teljast núverandi handhafar heimilda til veiða á Íslandsmiðum ( sem eru of fáir ) missi ekki spón úr aski sínum. Raunin er sú að frelsi til veiða til handa einyrkja í trilluútgerð með tvær handfærarúllur sem veiðarfæri í sínum bát í sjósókn við Ísland mun aldrei ógna stærð fiskistofna. Fyrir það fyrsta hamla veður sjóferðum báta af þessari stærð og fjöldi sóknardaga takmarkast af þeirri ástæðu, en í öðru lagi er það svo að á handfærin bítur fiskur, eða bítur ekki, öðru máli gegnir um netaveiðar hvers konar og afli því í samræmi við það. Frelsi einyrkja til sjósóknar hér á landi með handfæri er því fáránlegt að hefta og til þess liggja engin haldbær rök í raun.
kv.gmaria.
Baráttan fyrir byggðunum heldur áfram.
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Einstaklingsfrelsi til athafna er forsenda eðlilegrar framþróunar en það hið sama frelsi hefur verið heft í hinum gömlu atvinnugreinum okkar Íslendinga sjávarútvegi og landbúnaði með kvótakerfum beggja atvinnugreina. Nýliðun er engin sökum þess að einblýnt hefur verið á stórar einingar einungis í stað smærri eininga samhliða. Hinum óhóflega hamagangi okkar Íslendinga eru sjaldnast takmörk sett og venjulega þurfum við að bakka út úr hinum bröttu áformum sem að hluta til orsaka eða hafa orsakað skort á sveigjanleika ellegar einhliða áhorfi á skammtímahagkvæmni. Frjálslyndi flokkurinn hefur meðal annars lagt það til að teknir verði upp búsetustyrkir í stað beinna framleiðslustyrkja í landbúnaði sem aftur flokkast undir forsendur sjálfbærrar þróunar. Kvótakerfi sjávarútvegs þarf að breyta og betrumbæta til þess að koma á atvinnufrelsi hvers Íslendings til sjósóknar að nýju, fyrir því hefur flokkurinn barist frá upphafi og mun berjast áfram.
kv.gmaria.
Flokkspólítískir fræðimenn.
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Sé að Hannes Hólmsteinn er mættur á bloggið og veri hann velkominn, hef boðið honum í minn bloggvinahóp. Sé að hann hefur hafið ævintýralýsingar um hið guðdómlega ríki góðærisins sem í raun ekkert er til handa hluta fólks hér á landi. Velferðin er svipur hjá sjón í tíð núverandi ríkisstjórnarflokka Sjálfstæðis og Framsóknarflokks hvort sem þeim hinum sömu líkar betur eða ver sem og fræðimönnum hinum ýmsu sem safnast að flokkunum í fagurgala í aðdraganda kosninga.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eiríkur Bergmann vill ekki ræða málefni innflytjenda í íslensku samfélagi.
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Það er alveg stórmerkilegt hve miklum tíma viðkomandi fræðimaður ver í það atriði að reyna að drepa umræðu um málefni innflytjenda á dreif í íslensku samfélagi í stað þess að fagna þeirri hinni sömu umræðu eins og fræðimanna er alla jafna venja. Hvað veldur ?
kv.gmaria.
Hvar er sameign þjóðarinnar í sjávarútvegi ?
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Hvað róa margir á hin íslenzku fiskimið nú um stundir ? Komast þar allir að sem vilja, eða eru það ef til vill að meginhluta til örfá fyrirtæki í sjávarútvegi sem sitja að sameigninni ? Fyrirtæki sem hið háa Alþingi leyfði að selja og leigja frá sér aðgang að auðlindinni , fiskimiðunum kring um landið sem þó er talið sameign í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða. Hjákátlegar tilraunir ríkisstjórnarflokkanna þess efnis að setja ákvæði í stjórnarskrá rétt fyrir kosningar um auðlindir sem sameign verður fært í sögubækur sem öfugmælavísur vorra tíma. Sjávarþorp og byggðir um landið hafa mátt þola afleiðingar þessa misviturlega skipulags sem og þjóðfélagið allt því þensla og uppbygging þjónustumannvirkja aftur og aftur kostar fjármuni af skattfé sem gleymdist að reikna í dæmið í upphafi.
kv.gmaria.
Sú þjóð sem ekki sinnir öldruðum, þarf að staldra við.
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Hið afar slaka skattkerfi sem til staðar er í skipulaginu eins og það er gerir það að verkum að niðurnjörva aðstæður aldraðra sem ekki eru lengur hluti af vinnumarkaði og því ekki þrýstihópur sem slíkur, í verulega slæmar aðstæður sums staðar þar sem ekki er til staðar að greitt hafi verið í lífeyrissjóði. Það er skammarlegt að sú miðaldra kynslóð sem nú ríkir í landinu skuli ekki hafa látið sig þessi mál varða svo nokkru nemi og nýjasti skandallinn er sá að Framkvæmdasjóður aldraðra sem við höfum greitt skatta til í mörg herrans ár hefur ekki verið notaður til þess að þjóna sínum lögbundna tilgangi sem er að byggja upp öldrunarstofnanir. Svo koma allir af fjöllum að þjónustu skorti, hver um annan þveran. Þetta eitt hefði átt að vera nægileg ástæða til þess að núverandi ríkisstjórn hefði sagt af sér í raun.
kv.gmaria.
Hástemmdar yfirlýsingar annarra flokka um innflytjendamál.
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Með ólíkindum er að stjórnmálaflokkar hér á landi skuli þess virkilega ekki umkomnir nú árið 2007 að ræða málefni innflytjenda allir nema Frjálslyndi flokkurinn. Forystumenn hinna flokkanna hafa það eitt til þessarrar umræðu að leggja að " það þurfi ekki að ræða þessi mál " " hér sé ekkert að " og " umræðan sé ógeðfelld " " engin vandamál " ...... " Frjálslyndir séu bara að veiða atkvæði " . Með öðrum orðum gæta þess vandlega að festa ekki fingur á umræðunni. Það mætti halda að við værum ekki í Evrópu eða værum hluti af samstarfi millum Norðurlandaþjóða á stundum sem þessum. Það skyldi þó aldrei vera að fyrst yrði að verða til vandamál hér á landi til þess að gömlu flokkarnir geti rætt um hlutina, í stað þess að huga að því að koma í veg fyrir þau hin sömu mögulegu vandamál með fyrirbyggjandi aðgerðum í tíma.
kv.gmaria.
Hið rangláta skattkerfi áskapar fátækt.
Mánudagur, 2. apríl 2007
Það atriði að fólk í tekjulágum hópum skuli virkilega ekki geta unnið sér inn nokkurn skapaðan hlut svo sem elli og örorkulifeyrisþegar nema að lúta skerðingum lífeyris sem og ófaglærðir á vinnumarkaði þar sem refsingin við vinnuþáttöku er að meginhluti er hirtur af skattinum hlutfallslega, gengur ekki upp í einu þjóðfélagi. Engan hvata er að finna til þess að fólk taki þátt á vinnumarkaði og það er vægast sagt slæmt. Ef ellilífeyrir og upphæðir bóta svo ekki sé minnst á lágmarkslaunataxta í landinu væru að krónutölu nægileg upphæð að einstaklingar gætu með góðu móti framfleytt sér af þá myndi málið horfa öðru vísi við , en svo er ekki og sökum þess heldur skattkerfið fólki í fátæktargildru , fólki sem vill taka þátt á vinnumarkaði með hlutagetu til þess arna ellagar ungu fólki sem vill vinna mikið um tíma. Slíkt kerfi er einfaldlega ranglátt og því þarf og verður að breyta.
kv.gmaria.
Samgöngumál í Suðvesturkjördæmi.
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Samgöngur fólks úr og í vinnu millum sveitarfélaga í Suðvesturkjördæmi sem telur svæðið kring um höfuðborgina er nú í dag afar léleg birtingamynd eðlilegrar þróunar í samræmi við íbúafjölda á svæðinu. Meira kapp hefur verið lagt á að skipuleggja ný svæði til íbúðabyggðar, ellegar starfssemi fyrirtækja, en að huga að samgöngum og uppbyggingu þeirra millum þéttbýliskjarna á svæðinu. Höfuðborg landsins hefur ekki verið til fyrirmyndar í því efni hvað þá að þaðan væri að finna nauðsynlegar heildartillögur um skipulag í samstarfi við sveitarfélög öll á svæðinu. Bílaeign á mann er næstum heimsmet og almenningssamgöngur illa eða ekki nýttar sökum gjaldtöku í stað þess að gera slíkt ókeypis alfarið og kosta til þess fjármunum. Í raun er það óverjandi að íbúar greiði svo og svo mikið í útsvar án þess að njóta eðlilegrar þjónustu í formi samgangna miðað við þær áherslur stjórnvalda að leyfa þá bílaeign sem til staðar er.
kv.gmaria.