Samgöngumál í Suðvesturkjördæmi.

Samgöngur fólks úr og í vinnu millum sveitarfélaga í Suðvesturkjördæmi sem telur svæðið kring um höfuðborgina er nú í dag afar léleg birtingamynd eðlilegrar þróunar í samræmi við íbúafjölda á svæðinu. Meira kapp hefur verið lagt á að skipuleggja ný svæði til íbúðabyggðar, ellegar starfssemi fyrirtækja,  en að huga að samgöngum og uppbyggingu þeirra millum þéttbýliskjarna á svæðinu. Höfuðborg landsins hefur ekki verið til fyrirmyndar í því efni hvað þá að þaðan væri að finna nauðsynlegar heildartillögur um skipulag í samstarfi við sveitarfélög öll á svæðinu. Bílaeign á mann er næstum heimsmet og almenningssamgöngur illa eða ekki nýttar sökum gjaldtöku í stað þess að gera slíkt ókeypis alfarið og kosta til þess fjármunum. Í raun er það óverjandi að íbúar greiði svo og svo mikið í útsvar án þess að njóta eðlilegrar þjónustu í formi samgangna miðað við þær áherslur stjórnvalda að leyfa þá bílaeign sem til staðar er.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Stjórnvöld hafa ekki náð að halda í þróunina á fjölgun íbúa og ekki tekið nauðsynlegar ákvarðanir um mannvirkjagerð.  Þess vegna eru umferðarhnútarnir svo margir höfuðborgarsvæðinu.

Almenningsamgöngurnar eru alveg kapituli úta af fyrir sig, en í stuttu máli er vandinn sá að sveitarfélögin virðast ekki alveg klár á því hverjum almenningsamgöngur eiga að þjóna.  Fullorðið fólk sem ekki ekur lengur bíl getur t.d. ekki tekið strætó út í búð, -strætó ekur ekki þar framhjá.  Unglingar sem ætla í sund geta ekki tekið strætó í sund því strætó ekur ekki þar framhjá, -það er þá alger tilviljun ef svo er því strætókerfið er ekki hannað með þarfir íbúa hvers hverfis í huga, heldur samkvæmt gömlum tíma þegar allar leiðir lágu niður á Hlemm.

Kjartan Eggertsson, 1.4.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Agný

Spurning um að Reykjavíkurborg myndi gera eins og Akureyringar..og hafa frítt í strætó....Notkun þeirra jókst eftir þessu var komið á þar....Reykvíkingar eru bara aftarlega á merinni þarna..Akureyringar komu líka með fyrstu nætursölusjoppurnar..... Jú það kostar...en það kanski fækkar þá einkabílum á götunum við það= minna slit á götum borgarinnar = minni viðhaldskostnaður og líka minna um umferðteppur á háannatíma.Auðvitað eiga stoppistöðvar að vera sem næst þjónustumiðstöðum, skólum og íþróttahúsum.Svo miðsvæðis í hverju hverfi......ég get svo sem sagt hitt og þetta þar sem ég bý ekki í höfuðborginni..en bjó þar jú í denn og notaði strætó...

Agný, 2.4.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kjartan.

Það er alveg rétt að strætókerfið í Rvk hefur útskúfað hluta fólks til notkunar í ákveðnum hverfum sem aftur er ómögulegt í raun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2007 kl. 01:50

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Agný.

Miðað við þróun bílaeignar per mann ætti fyrir löngu að vera ókeypis að nota almenningssamgöngur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband