Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hverjir ákváðu að skipta sér af lýðræði Hafnfirðinga ?

Frambjóðendur til þingkosninga á landsvísu ákváðu sumir af hafa afskipti af skoðanamótun gagnvart íbúakosningu um deiliskipulag í Hafnarfirði. Sjálf ákvað ég að gera það ekki og veit að hið sama gildir um oddvita okkar Frjálslyndra hér í kjördæminu. Ég hvet menn til þess að skoða hverjir þar gala og gapa um sigur sinna sjónarmiða hvors eðlis sem er en eitt er víst að íbúalýðræði skyldi lýðræði í reynd og vilji íbúa á svæðinu til kosninga um innbyrðis mál fyrst og fremst þeirra mál meðan slikt er á sveitarstjórnarstigi.

kv.gmaria.


Öfgasinnuð umhverfisvernd, skilar hverju ?

Meðalhófið er bezt, segir máltækið og öfgar og æsingastemming gagnvart einstökum afmörkuðum þáttum svo sem landvernd á kostnað umræðu um annað svo sem skipulag atvinnuvega við matarforðaframleiðslu, með tilliti til sjálfbærni og nýtingar, sem og skiptingu atvinnutækifæra millum þegnanna, heitir að sjá illa eða ekki skóginn fyrir trjánum. VG og Ómar og co hafa dansað trylltan línudans öfganna í þessu efni meðan t.d .VG hefur ekki haft miklar skoðanir á fiskveiðistjórnunarkerfinu við Ísland, á Alþingi stóran hluta kjörtímabilsins sem er mjög merkilegt að ekki skuli vera því fiskveiðistjórnun á Norður Atlandshafi er stórverkefni hvers eins einasta kjörins fulltrúa á þjóðþing komandi tíma. Með öðrum orðum hamagangurinn um umhverfisverndina hefur ekki náð út fyrir strendur á hafsbotns sjávar líkt og þess þurfi ekki. Í mínum huga er slíkt viðhorf ábyrgðarlaust.

kv.gmaria.


Skattlagning ríkisstjórnarflokkanna á lágtekjufólk er skömm.

Það er alveg sama hve margir hafa komið fram og bent á offar ráðamanna í skatttöku á lágtekjufólk, núverandi ráðamenn hafa skellt við skollaeyrum, gagnvart þeim ábendingum. Afleiðing þeirrar hinnar sömu skattöku  er meðal annars sú að fólk lifir ekki af laununum út mánuðinn, og heimilin auka skuldir með töku rándýrra yfirdráttarlána í bönkum. Lágtekjufólk á Íslandi hefur því ekki verið í veislu undanfarinn áratug , eins og fjármálaráðherrann ræddi um í þinglok,  því fer svo fjarri. Það er hins vegar stór munur á því að vera alltaf í veislu eða að geta séð fyrir sér með þokkalegu móti sem þáttakandi í voru samfélagi ásamt því að greiða skatta og skyldur í eðlilegu samræmi við tekjur og aðra skattöku í landinu. Það hefur þessi ríkisstjórn ekki komið auga á sem hluta af velferð og þess vegna þarf að gefa þeirri hinni sömu frí frá valdataumum.

kv.gmaria.


Kosning um deiliskipulag hér á morgun.

Það er best að muna eftir því að fara að kjósa hér í Hafnarfirði á morgun því nú fáum við notið íbúalýðræðis í formi þess að kjósa um deiliskipulag í bænum sem hefur vaxið og vaxið og vaxið með skipulagningu nýrra íbúðahverfa út um allt, undanfarin ár. Hugsið ykkur hvað það hefur tekið langan tíma að þróa íbúalýðræðið, en nú er það komið og við fáum væntanlega að kjósa um deiliskipulag framvegis. Það væri ekki ónýtt ef slíkt íbúalýðræði væri virkt víðar svo sem varðandi það atriði hvort íbúar væru því fylgjandi að aflaheimildir í sjávarútvegi færu á brott sem pappír á blaði millum útgerðaraðila hér og þar á landinu. Einu sinni er allt fyrst segir máltækið.

kv.gmaria.


Málefni innflytjenda er mál sem þarf að ræða rétt eins og öll önnur mál.

Það er í senn kostulegt að horfa upp á upphrópanastílinn sem til verður ef Frjálslyndir leyfa sér að ræða málefni innflytjenda en þau mál eru einfaldlega mál samtímans sem Íslendingar eins og Norðurlandaþjóðirnar þurfa að ræða í sínu samfélagi sem eitt af þeim málum sem viðkemur samfélagsmótun til framtíðar og það atriði hvort við viljum horfa hér upp á lélegri aðbúnað til handa innflytjendum en við viljum sjálf viðhafa til handa okkur sjálfum. Ef svo er þá er slíkt viðhorf vægast sagt sérkennilegt því við viljum kenna okkur við mannréttindi og það atriði að standa þar vörð. Það eru mannréttindi þeirra sem hingað kjósa að koma að geta með góðu móti aðlagast íslensku samfélagi á þann veg að þekkja rétt sinn og skyldur með skilningi á þjóðtungu sem töluð er í landinu. Ef við erum ekki þess umkominn að kosta til þess fjármunum að aðlaga fólk þar að lútandi þá verðum við að staldra við og skoða hve miklum fjölda við getum tekið á móti til dæmis með tilliti til fjármuna til íslenskukennslu. Ef við gerum það ekki þá sitjum við uppi með vandamál þess efnis að fólk einangrast án þáttöku í nýju samfélagi og vitund og vitneskja um aðbúnað þeirra hinna sömu hvað varðar laun á vinnumarkaði og ýmsa aðra þætti við teljum hluta af okkar velferð verður lítil sem engin.

kv.gmaria.


Velferðarþjónusta hins opinbera þarfnast gæðastaðla.

Kerfi mannsins eiga að þjóna manninum og vera í hans þágu. Heilbrigðis mennta og félagskerfið þarf að vera til þjónustu við skattgreiðendur með sama móti burtséð frá því hvar menn búa á landinu ellegar hvaða aldurshópi þeir hinir sömu tilheyra og jafnframt skyldi kostnaður aldrei mismuna sjúklingum eftir tegund sjúkdóma sem viðurkenndir eru. Ég tel því miður mjög a skorta að nauðsynleg samræming sé til staðar innan almannatryggingakerfis þess sem enn er til hér á landi enda kerfið ekki lotið endurskoðun áratugum saman og sífellt prjónað við það í formi reglugerða ár eftir ár og áratugum saman. Sveitarfélög í landinu þurfa að vera þess umkomin fjárhagslega að inna sitt lögboðna hlutverk til þjónustu af hendi þ.e. þau verkefni sem þau eiga að sinna samkvæmt laganna hljóðan til grunnþjónustuvelferðar og nauðsynlegrar uppbyggingar í samræmi við fjölgun íbúa sem og fækkun þar sem það á við. Ég hefi nú í nokkur ár talað fyrir því að hið opinbera setji sér gæðastaðla velferðarþjónustu þar sem viðmið séu skýr og samræming með tilliti til þess að þegnum landsins sé ekki mismunað hvað varðar þjónustu þá sem allir greiða með skattpeningum til hins opinbera.

kv.gmaria


Heilbrigðiskerfið þarf fjármagn til grunnþjónustu.

Hvoru tveggja heilsugæsla og bráðasjúkrahús þurfa nauðsynlegt fjármagn til starfa ár hvert og það fjármagn þarf að vera tryggt og öruggt frá ári til árs þannig að ekki þurfi að koma til sögu skortur á þjónustu eða niðurskurður þjónustu deilda. Kostnaðarþáttaka sjúklinga í leitun til heimilislækna og innlagnar á bráðasjúkrahús er atriði þar sem kostnaður má aldrei hamla leitan viðkomandi í þjónustuna. Ýmis önnur þjónusta sem heilbrigðiskerfið hefur yfir að búa nú á sviði yfirgripsmiklar þekkingar ýmis konar er atriði sem ríki og sveitarfélög eiga að nýta kosti einkaframtaksins og bjóða út með vel skilgreindum verkþáttum. Mín skoðun er sú að heilsugæsla sé betur komin í heimahéraði og sveitarfélög eigi því að hafa stjórn grunnheilsugæslu á sínum vegum en tryggja þarf að nauðsynlegt fjármagn fylgi verkefni og tekjustofnar þar að lútandi sinni í einu og öllu mögulegri yfirfærslu slíkra verkefna.

kv.gmaria.


Evrópusambandið hendir fiski í sjóinn.

Það kom fram í fréttum Ruv í kvöld að ESB er í vandræðum með brottkast afla og einnig kom það fram aðgerðir gagnvart slíku yrðu hugsanlega sóttar til Íslands. Ég fékk nú bakfall af hlátri og velti því fyrir mér hvort við Frjálslyndir yrðum að senda Magnús Þór út til þess að hjálpa þeim að taka myndir af brottkastinu svo hægt væri að leyfa svo sem  5% meðafla að landi en það gerðist hér á landi í því kerfi sem við höfum og sannarlega er brottkastkerfi því miður.  Reyndar fór þingmaður okkar Frjálslyndra Sigurjón Þórðarson í boðsferð til Brussel ásamt  Jóni Kristjánssyni og Jörgen Nichlaesen fyrrv. sjávarutvegsráðherra Færeyja,  til þess að kynna þar breyttar hugmyndir að fiskveiðistjórnun. Svo mikið er víst að verðmætasóun sem slíka þarf að stöðva með öllum ráðum því hafið er matarforðabúr þjóða heims til framtíðar.

kv.gmaria.


Grænsápuóperan og grái kötturinn.

Það er alltaf jafn stórkostlegt þegar við Íslendingar ætlum að breyta heiminum á tveimur dögum, í stað þess að gefa okkur tvo áratugi til þess arna til dæmis. Þetta er hins vegar venjulegt fyrirbæri og í ljósi þess hefur það verið fróðlegt að fylgjast með hamagangi á stjórnmálasviðinu sem ég vil kalla Grænsápuóperu þar sem menn hafa farið eins og gráir kettir kringum heitann graut til þess að poppa upp stemmingu fyrir því að beyta heiminum með því að smella fingrum. Stoppa alla stóriðju og fá " eitthvað annað  " í staðinn " eitthvað annað " . Eitthvað annað leikur því aðalhlutverkið í Grænsápuóperunni.

kv.gmaria.


Vinstri nýfrjálshyggja = öfga kapítalismi ?

Það skyldi þó aldrei vera að vinstri nýfrjálshyggja væri komin upp úr pottunum í íslenskri pólítik þar sem sú hin sama hyggja gengur á landamærum öfga frjálshyggju hægra megin, þar sem kalt mat, meintra arðsemisútreikninga er lagt á vogarskálar stjórnvaldshugsunar og síðan er meiningin að sjá hvernig það virkar með þáttöku þegnanna,  annað hvort með ofur forsjárhyggju ellegar frelsis án marka.

kv.gmaria.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband