Velferðarþjónusta hins opinbera þarfnast gæðastaðla.

Kerfi mannsins eiga að þjóna manninum og vera í hans þágu. Heilbrigðis mennta og félagskerfið þarf að vera til þjónustu við skattgreiðendur með sama móti burtséð frá því hvar menn búa á landinu ellegar hvaða aldurshópi þeir hinir sömu tilheyra og jafnframt skyldi kostnaður aldrei mismuna sjúklingum eftir tegund sjúkdóma sem viðurkenndir eru. Ég tel því miður mjög a skorta að nauðsynleg samræming sé til staðar innan almannatryggingakerfis þess sem enn er til hér á landi enda kerfið ekki lotið endurskoðun áratugum saman og sífellt prjónað við það í formi reglugerða ár eftir ár og áratugum saman. Sveitarfélög í landinu þurfa að vera þess umkomin fjárhagslega að inna sitt lögboðna hlutverk til þjónustu af hendi þ.e. þau verkefni sem þau eiga að sinna samkvæmt laganna hljóðan til grunnþjónustuvelferðar og nauðsynlegrar uppbyggingar í samræmi við fjölgun íbúa sem og fækkun þar sem það á við. Ég hefi nú í nokkur ár talað fyrir því að hið opinbera setji sér gæðastaðla velferðarþjónustu þar sem viðmið séu skýr og samræming með tilliti til þess að þegnum landsins sé ekki mismunað hvað varðar þjónustu þá sem allir greiða með skattpeningum til hins opinbera.

kv.gmaria


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband