Heilbrigðiskerfið þarf fjármagn til grunnþjónustu.

Hvoru tveggja heilsugæsla og bráðasjúkrahús þurfa nauðsynlegt fjármagn til starfa ár hvert og það fjármagn þarf að vera tryggt og öruggt frá ári til árs þannig að ekki þurfi að koma til sögu skortur á þjónustu eða niðurskurður þjónustu deilda. Kostnaðarþáttaka sjúklinga í leitun til heimilislækna og innlagnar á bráðasjúkrahús er atriði þar sem kostnaður má aldrei hamla leitan viðkomandi í þjónustuna. Ýmis önnur þjónusta sem heilbrigðiskerfið hefur yfir að búa nú á sviði yfirgripsmiklar þekkingar ýmis konar er atriði sem ríki og sveitarfélög eiga að nýta kosti einkaframtaksins og bjóða út með vel skilgreindum verkþáttum. Mín skoðun er sú að heilsugæsla sé betur komin í heimahéraði og sveitarfélög eigi því að hafa stjórn grunnheilsugæslu á sínum vegum en tryggja þarf að nauðsynlegt fjármagn fylgi verkefni og tekjustofnar þar að lútandi sinni í einu og öllu mögulegri yfirfærslu slíkra verkefna.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband