Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hverjar verða afskriftir íslensku bankanna af innkomu á húsnæðismarkað ?

Þessi frétt um afskriftir banka í USA er fróðleg á að líta og óhjákvæmilega spyr maður hvernig mun ástandið líta út hér á landi eftir innkomu fjármálastofnanna á húsnæðislánamarkað ?

kv.gmaria.


mbl.is Bank of America afskrifar 3 milljarða dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar " tilfinningalegt jafnvægi " í efnahagsmálin í landinu.

Var að horfa á músikant í Kastljósinu sem notar tónlistina til að kenna stjórnendum fyrirtækja að auka hugmyndalegt orkuflæði.

 Mjög skynsamleg nýjung, sem hlaut að koma sem enn ein nýjung hinna annars afar mörgu aðferða allra handa í notkun í þessu sambandi í nútímanum.

Ef til vill væri það ekki úr vegi fyrir fjármálaráðherra að fá slíkan snilling í ráðuneytið öðru hvoru með víólu meðferðis.

Manni finnst ráðamenn all nokkuð spila um of, á hörpu eina hljóðfæra meðan allt er upp í loft í efnahagsmálum og vextir og verðbólga vaða uppi.

kv.gmaria.

 


Velkominn á Alþingi Íslendinga Paul.

Ég fagna komu Pauls á þing en hann er framsækinn maður með heilsteyptar skoðanir , sem hefur heilmikið fram að færa okkur Íslendingum til hagsbóta.

kv.gmaria.


mbl.is Fyrsti innflytjandinn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að reiðast er óþægileg tilfinning.

Það er orðið mjög langt síðan að ég hef lent í því að reiðast eins mikið og ég gerði í kvöld varðandi aðstæður þar sem þau svör sem ég mátti meðtaka voru með haf og himinn milli þess sem áður hafði verið tjáð í ákveðnu samhengi. Mín réttláta reiði að ég tel braust út eins og flóðgáttir og ég bókstaflega hellti úr skálum reiði minnar yfir því ósamræmi sem ég mátti meðtaka af hálfu viðkomandi aðila. Þessi aðili var fulltrúi kerfis hins opinbera, kerfis sem virðist þurfa að læra það enn þann dag í dag greinilega hve nauðsynlegt það er að hægri höndin viti hvað sú vinstri gjörir frá morgni til kvölds og dögum til daga. Reiðin er hins vegar vond tilfinning sem ég hefi ekki fengið sem ferðafélaga nokkuð lengi og vona að þurfi ekki að burðast með áfram.

kv.gmaria.


Þarf kanski hugsanlega að endurskoða lögin um Seðlabankann ?

Sú hugmynd stjórnmálamanna að gera Seðlabankann að einhverri eyðieyju í íslensku efnahagslífi á sama tíma og sömu stjórnvöld þykjast þáttakendur í alþjóðlegu fjármálaumverfi hefur að virðist ekki alveg náð tilgangi sínum líkt og mátti fyrirséð verða því bankar hér á landi hafa jú axlabönd og belti samtímis í formi verðtryggingar sem skekkir allt umhverfið og stýrivaxtahækkanir virka ekki öðruvísi en sem frekari tekjur fjármálastofnanna af verðtryggðum útlánum.

Það hefði kanski verið sniðugt að afnema verðtryggingu áður en lögin um hinn annars " óháða Seðlabanka " tóku gildi.

Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi.

kv.gmaria.

 

 


Til hamingju Egill Helgason, með verðskulduð verðlaun.

Egill fékk verðskuldaða viðurkenningu fyrir að halda úti þjóðmálaumræðuþáttum sem skipta sannarlega máli fyrir samfélagið. Slíkir þættir eru spurning um lýðræðisvitund þjóðar svo fremi þáttastjórnandi geri stjórnmálaflokkum jafn hátt undir höfði í umræðunni.

Bein útsending talaðs máls millum manna í skoðanaskiptum um stjórnmál er að ég tel það sem sannarlega er og verður vinsælt hér á landi sama hvaða sjónvarpsstöð hefur slíkt efni á dagskrá.

Varla nægilegt einu sinni í viku.

kv.gmaria.


Þjóðfélag misskiptingar á Íslandi, þar sem skattkerfið eykur ójöfnuðinn ?

Það er eitt að vera heill heilsu og hafa vinnugetu og annað að tapa henni. Þegar sú staða er uppi ætti þjóðfélag sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag að vera þess umkomið að hafa til að bera velferðarkerfi sem bregst við og hjálpar einstaklingum í slíkum aðstæðum.

Er það svo að þeir sem tapa vinnugetu komist vel af í voru samfélagi ?

Svar mitt er þvi miður nei, svo er ekki ,of oft og fjárhagslegt gjaldþrot blasa við mörgum  einstaklingum sem lenda í því að tapa vinnugetu einhverra hluta vegna úr bili hærri tekna í bætur almannatrygginga.

 Skattaoffar og skerðingar á annars vart mannsæmandi bótaupphæðum almannatrygginga eru Íslendingum hreinlega til skammar, og með ólíkindum að slíkt skuli hafa verið látið viðgangast svo lengi sem raun ber vitni.

Undirrót þess andvaraleysis er því miður ekki hvað síst sú láglaunapólítik sem verkalýðshreyfing þessa lands hefur látið yfir sig ganga allt frá bráðabirgðalögum á laun 1983. þar var upphafið að eyðimerkurgöngu launafólks í landinu til varnar um sín réttmætu kjör.

Láglaunafólk á vinnumarkaði er því í sömu stöðu og sjúkir hvað varðar oftöku skatta af allt of lágum upphæðum til framfærslu en bótaupphæðir almannatrygginga hafa tekið mið af lægstu launatöxtum gegnum tíðina.

Vitundarleysi valdhafa og fulltrúa Verkalýðshreyfingar þess efnis að frysta skattleysismörk og aftengja launaþróun í landinu er skandall og alvarleg mistök hlutaðeigandi sem ekki fennir í sporin yfir enn þann dag í dag.

Skattkerfið og kerfi almannatrygginga þurfa að tala saman sem og þeir sem semja um lægstu laun á vinnumarkaði þar sem viðmið bóta þessara verða til. Ekkert af þessu hefur átt sér stað og menn í endalausum tilraunum til þess að þvo hendur sínar hver um annan þveran eins og fyrri daginn hér á landi.

Mál er að linni.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


Gat það ekki verið fyrirséð ?

Einhvers staðar hlýtur hin endalausa gróðavon að hafa endamörk og í þessu efni má segja að hugsanlega hafi betur verið heima setið en af stað farið.

kv.gmaria.


mbl.is Sjálfskapaður vandi bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi og Orkuveita Reykjavíkur, var yfirskrift dagsins.

Vorum í heimsókn hjá þingmanni Frjálslynda flokksins í Reykjavík í dag Jóni Magnússyni, við konurnar í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum.

Hófum daginn á því að skoða Alþingishúsið undir leiðsögn Jóns og Guðjóns Arnars, þar sem þeir leiddu okkur um sali og sögðu okkur sögur af starfi þings fyrr og nú.

Alþiingishúsið er fallegt hús með sögu lýðræðisþróunar á Íslandi innandyra, en þröngt mega sáttir sitja að vissu leyti í þingsalnum, þótt flest hafi á síðari árum verið fært til hagræðingar í formi tækninýjunga þá er salurinn sjálfur ekki stór.

Við héldum að því loknu í ferð í mannvirki Orkuveitu Reykjavíkur, Hellisheiðarvirkjun og fengum fyrirlestur um starfssemi virkjunarinnar annars vegar til þarfa á þjónustu um heitt vatn og hins vegar til raforkuframleiðslu og tilraunaverkefnum og þróun ýmis konar í gangi.

Fróðlegt og skemmtilegt ferðalag.

kv.gmaria.

 

 


Obb bobb bobb......

Einstaklega fróðlegt þetta álit iðnaðar og umhverfisráðherra Samfylkingar í ríkisstjórn landsins, sem virðast bera sól í húfum inn í kofann í hverri aðgerð sem á dagskrá er.  Ég leyfi mér að efast um að annar hvor Samfylkingarráðherrann hafi ekki áður, haft aðra skoðun á málinu , þ.e. áður en þeir hinir sömu settust í ríkisstjórn.

kv.gmaria.


mbl.is Össur: Ekkert nema jákvætt við ákvörðun Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband