Það vantar " tilfinningalegt jafnvægi " í efnahagsmálin í landinu.

Var að horfa á músikant í Kastljósinu sem notar tónlistina til að kenna stjórnendum fyrirtækja að auka hugmyndalegt orkuflæði.

 Mjög skynsamleg nýjung, sem hlaut að koma sem enn ein nýjung hinna annars afar mörgu aðferða allra handa í notkun í þessu sambandi í nútímanum.

Ef til vill væri það ekki úr vegi fyrir fjármálaráðherra að fá slíkan snilling í ráðuneytið öðru hvoru með víólu meðferðis.

Manni finnst ráðamenn all nokkuð spila um of, á hörpu eina hljóðfæra meðan allt er upp í loft í efnahagsmálum og vextir og verðbólga vaða uppi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband