Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Þessi ákvörðun samræmist varla stjórnsýslulögum að sjá má.
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Forstjóri Orkuveitunnar er aðili máls þ.e samrunaferlis REI og GGE og augnablik á þá að fela HONUM að leita sátta í málinu ? Hvar eru menn að hugsa eiginlega, í þessu sambandi ?
Áður teknar ákvarðanir um riftun samninga, hljóta að þurfa að ganga sína boðleið fyrir dómsstólum en mér er ómögulegt að sjá að það geti mögulega staðist stjórnsýslulög að fela forstjóra OR að leita sátta, bókstaflega furðulegt.
kv.gmaria.
![]() |
Falið að leita sátta í dómsmáli OR og Svandísar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fegurðin.
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Verölldin er full af ýmsu fagurlega gerðu,
ef að aðeins örlítið af tíma þínum verðu.
Til þess að líta kring um þig og sjá það sem að er,
finnur þú að fegurðin, fylgir alltaf þér.
Ó Öld.
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Hví stöndum vér stjarfir og störum í bláinn,
styðjum á hnappana dag eftir dag ?
Réttlætishugsjón vor horfin og dáin,
við höfum ei skoðun á annarra hag.
Í eilífum hringdansi hraða og keppni,
hlaupum við móðir, markinu að ná.
Hvers vegna aldregi, kemur vor heppni,
við kunnum ei fullkomna skýringu á.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóðahátíð í minningu skáldsins, yndislegt á að hlýða.
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Ég límdist við sjónvarpið í beinni útsendingu frá Þjóðleikhúsinu í kvöld, stórkostlegur flutningur okkar góðu listamanna á kvæðum var gull í fjársjóð íslenskrar tungu. Gunnarshólmi í rappútsetningu fannst mér tær snilld, og lengi hef ég óskað að sjá ljóðin færð í slíkan búning sem þarna var gert.
Þetta var mjög hátíðleg athöfn og einstaklega verðug viðurkenning á þessum degi til handa Sr. Sigurbirni Einarssyni sem er skáld með meiru og á eina bæna minna sem ég fer með á hverju kvöldi.
" Vertu Guð faðir í verki með oss,
vak í oss heilagi andi.
Láttu Guð faðir þinn signaða kross,
sigra í myrkanna landi. "
Þessi hátíðastund í Þjóðleikhúsinu í kvöld snerti manns innstu hjartarætur.
kv.gmaria.
Fróðlegt verður að sjá hina nýju orkulöggjöf stjórnvalda.
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Víð Hafnfirðingar höfum víst bundist Vogum og Grindavík í hagsmunabandalagi í orkumálum. Eitthvað segir mér að í hinni nýju orkulöggjöf kunni að finna frekari forgangsákvæði um nýtingarrétt sveitarfélaga á háhitasvæðum landsins innan sinnar lögsögu.
Það verður hins vegar fróðlegt að fá að líta þessa löggjöf sem er á leiðinni úr ráðuneyti iðnaðarmála.
kv.gmaria.
Innan marka frelsisins fáum við notið þess.
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Ég álít það ákveðið einkenni á nútímaháttum hinnar ýmsu aðferðarfræði sem kennir sig við þjóðfélag frjálshyggju að annaðhvort er það svo að frelsið er svo mikið að það snýst í öndverðu sína og til verður frumskógarlögmál, ellegar ofgnótt af skilgreiningaráráttu og flokkun verður að eins konar básaþjóðfélagi þar sem ríkið segir þér hvort þú skalt snúa þér til vinstri eða hægri með nokkurra metra millibili.
Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk , því innan marka frelsis fáum við notið þess.
Frelsi fyrirtækja á markaði á ekki að þurfa að kosta helsi fólksins í landinu og lélegri lífskjör vegna samkeppni á markaði.
Heilbrigður markaður verður hins vegar ekki til meðan ríkið vill ekki minnka umsvif sín sem nokkru nemur á ákveðnum sviðum sem þenjast út ár eftir ár, né heldur meðan skattkerfi er til staðar sem mismunar þegnum að hluta til , tekjutengingaævintýri sem enn er við lýði.
Stjórnvöld á hverjum tíma eiga að hafa burði til þess að setja í upphafi skilyrði sem endast lengur en fjögur ár í senn, í formi ígrundaðrar lagasetningar.
Sífelldar lagabreytingar þar sem verið er að stoppa í hin og þessi göt hér og þar jafnvel í afar stórum málum er án efa séríslenskt fyrirbæri sem þarf með öllu móti að afleggja sem fyrst og lagasmíð sem stenst tímans tönn þarf að taka við.
kv.gmaria.
" Við brimsorfna kletta, bárurnar skvetta "
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Athyglisvert mál í uppsiglingu að virðist, fréttatilkynning hluta eignaraðila þ.e eins þriðja í félagi um ósk um hluthafafund í félaginu. Er hér ekki um að ræða sömu aðila og reyndu að ná meirihlutaeigu í félaginu fyrr á þessu ári , eða hvað ?
kv.gmaria.
![]() |
Segja tilhæfulausar dylgjur í beiðni um hluthafafund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóðavefur frábært framtak.
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Ég gleymdi mér alveg í að skoða hinn nýja ljóðavef sem Mjólkursamsalan og Hvíta húsið voru að hleypa af stokkunum sem samstarfsverkefni í minningu skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Algjör snilld þar sem tæknin er nýtt til hins ýtrasta og tengir það nýja og gamla. Snilld , snilld , snilld.
kv.gmaria.
Loksins, loksins, komst eitthvað framhald af forvörnum í grunnskóla í framhaldsskólaferlið.
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Þessu ber að fagna og vonandi að gangi vel. Fyrir löngu , löngu síðan hefur maður furðað sig á því að alls konar vinna innan grunnsskóla í forvörnum hvað varðar fíkniefni, hreinlega endi þar og ekkert hafi tekið við í framhaldsskólum landsins.
kv.gmaria.
![]() |
Samningur um forvarnir og heilsueflingu í framhaldsskólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dagar efnda, eru upp runnnir gagnvart launþegum í landinu.
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Hinn almenni launþegi á vinnumarkaði ekki hvað síst starfsmenn hins opinbera er mega bera byrðar manneklu og vinnuálags í sínum störfum dag eftir dag , viku eftir viku, mánuð eftir mánuð , ár eftir ár, hljóta að krefjast þess að samningar þeir sem gerðir voru séu virði hins undirritaða pappírs í raun.
Sem aldrei fyrr hljóta forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar að skynja það atriði að undir formerkjum lágrar verðbólgu í landinu verður launafólki ekki lengur boðið að samþykkja kjarasamninga með það sérstaklega að markmiði.
Félagsleg undirboð í kjölfar opnunar landamæra er eitthvað sem menn verða að gjöra svo vel að horfast í augu við og mæta með varðstöðu um kjor sem gilda eiga í landi okkar.
Gera verður þá kröfu á hendur stjórnvöldum í landinu að þau færi skattkerfið og upphæðir til samræmis við laun á vinnumarkaði og viðmið framfærslu almennings í landinu, sbr skattleysismörk úr öllu samhengi við raunveruleika framfærslu.
Dagar efnda eru að renna upp.
kv.gmaria.