Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Já já öðruvísi voru veiðarfærin fyrir tíma kvótakerfisins, sem og veiðar upp að landsteinum.
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Mér þykir vænt um Kap VE, sennilega af því að mig minnir að pabbi heitinn hafi verið skipsmaður á bátnum Kap VE fyrir um margt löngu. Það kann hins vegar varla góðri lukku að stýra að menn séu virkilega farnir að draslast á grunnsævi, upp við landsteina í leit að fiski með þessum afleiðingum en í mínum huga er að kerfið og kerfisfyrirkomulagi sem inniheldur hvata að slíku.
kv.gmaria.
![]() |
Erfitt að veiða á litlu dýpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góður fundur á Grand Hotel í kvöld.
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum hélt góðan félagsfund á Grand Hotel í kvöld, þar sem Kristjbjörg Kristmundsdóttir, jógakennari, hélt alveg frábæran fyrirlestur fyrir okkur þar sem hún leysti meðal annars úr læðingi orku fundarmanna með nokkrum æfingum. Þetta var mjög skemmtilegt þar sem við ætlum einmitt að fara í ferðalag með þingmanni flokksins í Reykjavík Jóni Magnússyni og skoða mannvirki Orkuveitunnar á Hellisheiði á morgun en hann flutti erindi á fundinum. Guðjón Arnar formaður og Kristinn H, ásamt Magnúsi Reyni framkvæmdastjóra og Eiríki Stefánssyni, komu einnig á fundinn, og heiðruðu okkur með nærveru sinni. Set hér inn nokkrar myndir af fundinum.
Skilgreina þarf þjónustustig ríkis og sveitarfélaga og staðla faglega á hverju sviði fyrir sig.
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Ég tala enn fyrir þessu mínu sérstaka áhugamáli sem ég hefi talað um í mörg ár varðandi það atriði að hið opinbera hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög geti sett fram fyrir almenning í landinu, stöðu sína við að inna af hendi lögboðna þjónustu við landsmenn.
Það er nefnilega einu sinni svo að hvoru tveggja kjörnum valdhöfum í ríkisstjórn landsins á hverjum tíma burtséð frá því hverjir það eru, gengur misvel að halda gæðum þjónustu hins opinbera á hinum ýmsu sviðum, sem og sveitarfélögum jafnvel með mikinn fjölda íbúa, þar sem þjónusta er misjöfn millum svæða. Þrátt fyrir sömu skattgreiðslur í sameiginlega sjóði landsmanna allra.
Einkum og sér í lagi á þetta við um menntun , heilbrigði og félagsmál en einnig samgöngur og öryggi borgaranna hvers konar.
Fagstéttir móta staðla sinnar starfssemi en bæði lágmarks og hámarksstaðlar ættu að vera til staðar um hvers konar þjónustu hvar sem er á landinu.
kv.gmaria.
Votta Finnum samúð mína við hina hörmulegu atburði.
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Tek undir samúðarkveðjur forseta vors, og votta frændum okkar í Finnlandi mína innilegustu samúð, í því áfalli sem slíkur atburður óhjákvæmilega er til handa einu samfélagi. Megi góður Guð almáttugur styðja og styrkja land og þjóð.
kv.gmaria.
![]() |
Forseti Íslands sendi Finnum samúðarkveðjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífið er pólítík.
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Flest allar okkar athafnir dags daglega innifela eitthvað sem hefur með það að gera hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar hins opinbera hafa tekið á málasviði stjórnsýslu hjá hinu opinbera ríki og sveitarfélögum í landinu. Umbúnaður menntunar og heilbrigðis, atvinnuþróun, þjónusta, verslun og viðskipti, allt eru þetta þættir er varða mann dags daglega ásamt ýmsum fleiri þáttum.
Til þess að reyna að hafa áhrif á stefnumótun í einu samfélagi er þáttaka í starfi stjórnmálaflokka, ein leið til þess að koma sjónarmiðum á framfæri um bætt og betra samfélag.
Sú vísa verður því aldrei of oft kveðin að þáttaka einstaklinga í mótun síns samfélags er lykill að farsæld þess til framtíðar.
kv.gmaria.
Vitund um umhverfismál enn skammt á veg komin.
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Meðan svo er að ráðamenn eru enn uppteknir við það að einblína jarðrask á þurru landi, í stað áhorfs á hvers konar atvinnusköpun á sér stað af hálfu atvinnugreina í landinu með tilliti til sjálfbærrar þróunar í þjóðfélaginu í heild til lengri tíma litið, standa ákveðnir hlutir í stað sem aftur valda því að hlekk vantar sem heildarvitund um umhverfismál.
Það er ekki sama hvernig fiskur er veiddur eða mjólk framleidd, frekar en því hvers konar skattar tilheyra því samfélagi sem vill vera sjálfbært samfélag sem mest má.
Umhverfismálaumræðan hefur verið í skotgröfum einskorðunar við virkjanir og álver með samasemmerki þar á milli en þar vantar æði margt til viðbótar ef telja á til tekna sjálfbærni eins samfélags.
Byggð í landinu öllu og nýting húsakosts og verðmæta hvers konar er og mun verða hluti af því að menn eygi sýn fram í tímann enda höfuðborgarsvæðið sprungið samgöngulega sökum skorts á stefnumótun í margvíslegum málaflokkum er varða atvinnuvegi i landinu og þróun þar að lútandi.
Skattkerfið er stjórntæki og því má beita með ýmsu móti, til að hlúa að byggð í landinu og nýta landsins gæði undir formerkjum umhverfisverndarsjónarmiða og sjálfbærni mun betur en verið hefur til þessa.
kv.gmaria.
Hvers vegna hefur ekki verið fyrir löngu síðan verið hægt að lækka tekjuskatt á landsmenn ?
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Miðað við allt hið mikla góðærishjal allra handa á undanförnum árum sem og hina geysimiklu herferð íslenskra fyrirtækja í útlöndum mætti ætla að tekjur ríkissjóðs hafi aukist nægilega til þess að lækka skatta á hinn almenna launamann í landinu. Hvers vegna hefur slíkt ekki átt sér stað svo nokkru nemi ?
Meginástæðan að mínu mati er sú að það hreinlega gleymdist að taka mið af því að fyrirtæki í sjávarútvegi þyrftu hugsanlega að greiða gjald fyrir umsýslu með aflaheimildir millum aðila í greininni. Skortur á gjaldtöku við tilkomu þess kerfisfyrirkomulags sem samþykkt var á sínum tíma hefur , lent beint á hinu opinbera í ýmsum myndum og gerir enn því flest sem lýtur að upphaflegum markmiðum fiskveiðistjórnarlaganna m, hefur illa eða ekki gengið upp.
Þess vegna hefur ekki verið hægt að lækka skatta á landsmenn í svo langan tíma, meira en raun ber vitni.
kv.gmaria.
Hér hljóta að eiga að fyrirfinnast gæðastaðlar sem gilda víðar en hér á landi.
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Það er mjög slæmt að almannaöryggismál sem þetta þurfi að koma fram sem eitthvert vafaatriði, og umsjónaraðilar flugrekstrar á Keflavíkurflugvelli hljóta að geta bent á staðla hér að lútandi. Því miður læðist hins vegar að manni sá grunur að hið opinbera kunni af hafa slegið af kröfum frá því sem var og hin alþekkta staðreynd hinna einu hugmynda sem virðast fyrirfinnast enn sem komið er um sparnað, er fækkun í starfsmannahaldi. Vonandi skýrist þetta.
kv.gmaria.
![]() |
Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli vísar ásökunum LS á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábært innlegg barna á Akranesi í Umferðarfræðslu.
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Alveg hreint var það frábært hvernig krakkarnir á Akranesi, komu skilaboðum sínum á framfæri, um bætta umferðarmenningu sem sjá mátti í Kastljósinu í kvöld. Svona á að gera hlutina. Til hamingju krakkar á Akranesi.
kv.gmaria.
Hið agalausa þjóðfélag Ísland.
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Það er sama hvert augað eygir agaleysi og skortur á virðingu fyrir mörkum og ramma samfélagsathafna frá því smæsta upp í það stærsta. Landsmenn verða að vinna myrkranna á milli til að hafa milli handa eftirtekju af launum eftir skatta, fjölskyldan hittist þvi varla við matarborð lengur og alls konar skyndibitamatur kemur í stað máltíða hér og þar.
Tilraunir til þess að innleiða viðskiptafrelsi í einu samfélagi, leiddu af sér sóun og helsi í sjávarútvegi aðalatvinnugrein Íslendinga til lengri og skemmri tíma, þar sem færri og stærri einingar tóku við að fleiri smáum með framsalsfrelsi og braski landið þvert og endilangt. Fjöldi starfa tapaðist í byggðum kring um landið.
Fækkun og stækkun búa í landbúnaði lækkaði ekki matvöruverð í landinu svo heitið geti, en fjöldi starfa tapaðist á landsbyggðinni.
Markaðshugsjónir og meint samkeppni virtist ekki taka mið af fjölda manna í einu samfélagi sem markaði og einhvers konar frumskógarlögmál tóku til við að þróast þar sem einstaklingshyggja tók við af samfélagslegri vitund sem þróun mála.
Upphafið var framsal og leiga aflaheimilda sem lögleitt var 1992, og skömmu síðar var rætt sem góðæri.
kv.gmaria.