Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

HVAÐ með lífeyrissjóðina, mega þeir vera í áhættufjárfestingum ?

HVER tók um það ákvörðun, hvenær, að lífeyrissjóðir sem innheimta lögboðin iðgjöld af launum manna, mættu nota það fé í áhættufjárfestingar ? Stjórnir verkalýðsfélagnna skipa í stjórnir lífeyrissjóða, launamaðurinn hefur þar ekki völd um skipan manna eins vitlaust og það er þótt sá hinn sami kjósi stjórn verkalýðsfélags þá er það eigi að siður ólýðræðislegt. Dæmi eru nú þegar um það að sjóðir hafi þurft að skerða greiðslur til sjóðsfélaga vegna taps þar sem farið hafði verið í áhættufjárfestingar með það fé sem innheimt hafði verið af launamanni á grundvelli laga þar að lútandi. Ég sé lítinn mun á því hvort um er að ræða Orkuveituna eða Lífeyrissjóði landsmanna hvað varðar það atriði að krafa sé gerð um að lögbundin innheimta fjár sé ekki notuð eða nýtt sem áhættufé, og ávöxtun falin þeim aðilum er starfa á fjármálamarkaði að öllu leyti.

kv.gmaria.


Fyrrum afrek R listans í Reykjavík án sambands við almenning ?

Framsóknarflokkurinn var þáttakandi í R lista samstarfi fyrrverandi borgarstjórnar í Reykjavík, ásamt Samfylkingu og Vinstri Grænum. Þar voru teknar ákvarðanir um það atriði að Orkuveita Reykjavíkur færi í Risarækjueldi sem og Línu net. með öðrum orðum skattpeningar voru settir í áhættufjárfestingar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks ásamt Framsóknarflokknum er einungis með áframhald þeirrar hinnar sömu stefnu þar til babb kom í bátinn nú á dögunum við hamagang við samkrullubland " útrásarfyrirtækja " þar sem almenningur sagði hingað og ekki lengra við fréttir af himinháum kaupréttarsamningum og sérkjörum nokkurra sem að virtist smalað hafði verið á jötuna með handaflspatentaðferðafræðinni. Einungis Frjálslyndi flokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem ekki verður sakaður um aðkomu að aðferðum sem þessum enn sem komið er.

kv.gmaria.


Tákn friðar á Íslandi, í minningu Johns Lennon.

Friðarsúlan í Viðey er fallegt tákn í minningu manns sem vildi frið á jörð og lagði sitt á vogarskálarnar til þess arna. Einföld og snjöll hugmynd um útfærslu sem höfðar jafnframt til nútímamannsins. Það er því sannur heiður fyrir okkur Íslendinga að fá að virða minningu Johns Lennons með friðarsúlu sem tákn friðar.

Hins vegar er það nú einu sinni svo að tilviljanir sem margir myndu engan veginn tengja við atburð sem þennan þ.e. hve mjög og mikið gustar um ráðamennina sem kveiktu á friðarsúlunni, nú um stundir, vegna deilna um ráðstöfun eigna almennings í formi orku, kunna ef til vill að vera nýtt upphaf að friði í þágu almennings í landinu.

kv.gmaria.


Gott hjá þér frú Dorit að mótmæla lélegri blaðamennsku.

Ef blaðamenn bregða sér í hlutverk Gróu á Leyti þá er það afturför, og ekki í anda þeirra fræða sem fagleg umfjöllun á sviði blaðamennsku skal vera. Ég fagna því gagnrýni forsetafrúarinnar á fréttir sem ekki eiga að styðjast við raunveruleikann.

kv.gmaria.


mbl.is Dorrit segir frétt DV móðgandi og særandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já akkúrat, er þessi tilkynning ekki bara dulbúin auglýsing eftir fjárfestum, eða hvað ?

Hvers vegna eru fjármálastofnanir að senda tilkynningar um söluumsýslu á sínum vegum, nema til að auglýsa ?

kv.gmaria.


mbl.is Glitnir annast sölu á Skeljungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskaplega ótrúverðugur Björn Ingi í viðtali Kastljóss.

Nokkrum sinnum í viðtali þessu nefndi Björn Ingi " útrás Orkuveitunnar "  augnablik, HVER ÁKVAÐ ÞAÐ OG HVENÆR ? Viðtalið einkenndist að öðru leyti hreint út af kattarþvotti af atburðum hvers konar á hverju stigi fyrir sig eins leiðigjarnt og það nú er.

kv.gmaria.


mbl.is Björn Ingi kveðst hafa fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru stærðarhagkvæmnisforsendur allar farnar að bíta í skottið á sér ?

Fækkkun og stækkun fyrirtækja, í sjávarútvegi , landbúnaði, iðnaði , og verslun, og fjölmiðlun, ásamt fækkun og stækkun sveitarfélaga hafa verið þær formúlur sem sitjandi valdhafar hafa róið í langan tíma , allt of langan að mínu viti. Svo langan að fyrirtækin eru orðin of stór og ráða öllu og samkeppnislögmálin því farin veg allrar veraldar, á kostnað einstaklingsframtaksins sem drepið hefur verðið í dróma með aðferðafræðinni og formúlunum. Það er nokkuð síðan að sú er þetta ritar kenndi þessa hugmyndafræði við fyrrum Ráðstjórnarríki kommúnismans. Rikisfyrirkomulag stjórnvalda þar sem skilyrðin eru þess valdandi að sú hin sama þróun á sér stað, en allt undir formrerkjum frelsis fjármagnsins sem snúist hefur upp í öndverðu sína og áskapað frumskógarlögmál og helsi í stað frelsis.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


Hvað kostar að dreifa heitu vatni í Reykjavík ?

Hve mikið hlutfall af sköttum íbúa fer til Orkuveitunnar ?

Hve mikil gjöld þarf notandi/skattgreiðandi að greiða til viðbótar ?

Situr viðkomandi þjónustufyrirtæki uppi með hagnað eða tap ?

Fjórar einfaldar spurningar sem hljóta að finnast svör við, ekki satt ?

kv.gmaria.


Smávegis lýðræðisþróun þegar mönnum ofbýður alveg.

Hávær viðbrögð almennings gagnvart ráðstöfunum hvers konar sem teljast ekki í þágu þorra manna heldur fárra er eitthvað sem stjórnmálamenn þurfa hugsanlega að fara að taka með í reikninginn. Svandís Svavarsdóttir VG hefur staðið sig vel sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga varðandi gangrýni minnihluta í borgarstjórn á tilstand varðandi Orkuveituna og gullgrafaraæði í því sambandi. Raunin virðist hins vegar sú að helst þarf mönnum að ofbjóða peningasukk, til þess að bylgja óánægju rísi upp. Það ætti hins vegar að nægja að benda á mismunun þegnanna sem víða ber merki því miður ekki hvað síst þegar fiskurinn í sjónum hefur verið gerður að braskvöru og atvinna og eignir fólks illa eða ekki verðmetnar sem hluti af þjóðhagslegri heild, þrátt fyrir þáttöku þegnanna við uppbyggingu þjóðhagslegra verðmæta hvers konar í því sambandi. Upphaf braskararþjóðfélags þar sem margt fór úr böndum og fer enn,  hófst upp úr 1990 þ.e. eftir lögleiðingu um framsal og leigu aflaheimilda millum sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Stofnun hlutabréfamarkaðar hér á landi og hamagangur lífeyrissjóða við fjárfestingar,  síðar einkavæðing banka án afnáms verðtryggingar á sama tíma , er meginorsök skuldasöfnunar og viðskiptahalla þjóðarinnar í dag, að mínu viti. Með öðrum orðum almenningur í landinu má gjöra svo vel að taka tollinn af því að óveiddur fiskur úr sjó var gerður að braskvöru fyrir spírur per kíló í formi kvóta í bókhaldsviðskiptum á þurru landi.

kv.gmaria.


Langt síðan að maður hefur sér " alvöru " mink.

Það væri nú gaman að vita hvernig þessi hefði komist um borð, það skyldi þó aldrei vera að hann hefði verið veiddur í botnvörpuna ? Annars er nokkuð langt síðan maður upplifði samskipti við minkinn sem var í uppvextinum í sveitinni í gamla daga. Gamli Depill hundurinn í sveitinni heima var afar þefvís á mink og lenti einu sinni í átökum þar sem minkurinn beit sig fastan á kjaftinn á hundinum og þvíumlikt og annað eins hefi ég varla séð, þar sem hundurinn sveiflaði minkinum í hringi með hreyfingum, pikkföstum við sig, þangað til faðir minn heitinn skarst í leikinn með barefli og batt enda á átökin.

kv.gmaria.


mbl.is Minkur um borð í skipi í Vestmannaeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband