Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Forseti Íslands ræddi orkumál fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í lok september.
Sunnudagur, 7. október 2007
Það hefur verið mikið að gera á svið orkumála hjá öllum undanfarið og forsetinn kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings með kynningu á Íslandi. Úrdráttur úr frétt á vísi.is. segir
"
Í máli forseta kom fram að Ísland og Bandaríkin gætu eflt mjög samvinnu sína á þessu sviði og slíkt yrði til styrktar bæði háskólum og rannsóknarstofnunum sem og að opna ný viðskiptatækifæri fyrir orkufyrirtæki og fjárfesta í báðum löndunum," segir í tilkynningunni. "
kv.gmaria.
Já Össur sameiginlegt átak ríkisstjórnar og orkufyrirtækja í félagslegri eigu...........?
Sunnudagur, 7. október 2007
Já já já, hér er víst um að ræða siðferðilega skyldu Íslendinga til þróunaraðstoðar.
kv.gmaria.
Iðnaðarráðherra: Ísland hefur siðferðislegri skyldu að gegna í loftlagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halda þarf opinn borgarafund í Ráðhúsinu þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins og ráðamenn í Reykjavík, fyrr og nú, sitja fyrir svörum.
Sunnudagur, 7. október 2007
Almenningur í landinu, skattgreiðendur og orkukaupendur þurfa að fá svör við ýmsum spurningum og þeim spurningum þarf að svara áður en lengra er haldið öllum til hagsbóta.
Hver tók ákvörðun um að nota fé skattborgara í þjónustufyrirtæki almennings til brasks ?
Hvenær ?
Undir hvaða formerkjum og með hvaða tilgang að leiðarljósi ?
kv.gmaria.
Samþykkt að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já já mikil ósköp, fyrrverandi ráðherra lýsti einnig áhyggjum í miklu magni að mig minnir.
Laugardagur, 6. október 2007
Raunin er sú að þetta varðar Íslendinga ekki beint í sjálfu sér og hálf kjánalegir tilburðir umhverfisráðherra með áhyggjuyfirlýsingum í áraraðir því sjálfir þurfum við ekki að fást við þetta vandamál, við losun úrgangs.
kv.gmaria.
Lýsir yfir áhyggjum af flutningi kjarnorkuúrgangs til Sellafield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hingað og ekki lengra takk, almenningur mun EKKI borga ofurlaun fjármálasprellikarla í loftbóluborholuævintýrafyrirtækjatilstandi.
Laugardagur, 6. október 2007
Þótt ekki væri tilkominn hlutabréfamarkaður hér á landi þegar minka og laxeldisævintýri stjórnmálamanna litu dagsins ljós með tilheyrandi fjöldagjaldþrotum í kjölfarið, við iðkun ævintýrra þeirra, þá leyfi ég mér að fullyrða á almenningur hér á landi hefur ekki nokkurn einasta áhuga á því að verða gerður þáttakandi í því að oflauna menn við gróðatilstand í eiginhagsmunaþágu einkafyrirtækja frekar en orðið er. Frelsi fyrirtækja skal hvorki fyrr né nú verða á kostnað frelsis einstaklinga í landinu og menn þurfa að gjöra svo vel að hefjast handa við að skilgreina hvar skóinn kreppir í þessu efni gagnvart almenningu í landinu. Það skyldi ekki nokkur skapaður hlutur þurfa að vera á gráu svæði.
kv.gmaria.
Hið nýja einokunarsamfélag fjármagnbraskara á Íslandi sem aldrei fyrr, undir náð stjórnvalda í landinu ?
Laugardagur, 6. október 2007
Hvað er búið að halda marga markaðsdansleiki þar sem málamyndagróði hefur verið blásin fram sem sápukúlur undir formerkjum útrásar um alheiminn þar sem Íslendingar borga brúsann af tilstandinu ? Ferðast var um lönd og álfur með frásögur af kvótakerfinu íslenska þar sem gumað var ágæti þess á alla lund en sennilega er slíkum ferðalögum lokið í bili. Nú á að hefja sama leikinn með útflutning á orku allra handa orku bara einhvern veginn grænni orku og orkuhugmyndum þar sem hægt er að festa nógu margar tölur á blað sem fjárhæðir svo græða megi um tíma á tilstandinu og allir hoppa auðvitað upp á sömu merina sem sligast. Hið háa Alþingi nær vart að fylgjast með framgangi eigin óljósu leikreglna sem heita eiga markaður og viðskipti í eigin landi. Ef til vil væri nærtækara að ræða um leikreglurnar sem " frumskógarlögmál " þar sem nautum var sleppt lausum úr girðingu og þau stærstu og sterkustu stanga niður það sem fyrir verður á leiðinni. Á góðum degi er þetta kallað " frjálst markaðssamféleg " til hagsbóta fyrir almenning. Almenningur eigir hins vegar illa eða ekki hagsbæturnar og álíka og þær séu enn í hinum nýju fötum keisarans, gangandi um götur og torg.
kv.gmaria.
Láglaunafólk á Íslandi bíður ekki lengur aftast í biðröð, annað hvort kemur til verulegra launahækkanna, eða hækkunar skattleysismarka eins og skot.
Föstudagur, 5. október 2007
Friður á vinnumarkaði verður ekki um áramót nema þess sjáist merki að kjör hins almenna launþega verði færð í mannsæmandi horf í landi sem vill kenna sig við velferð þegnanna. Ég tel að tími andvaraleysis gagnvart hvers konar undirboðum á vinnumarkaði sé liðinn og landsmenn muni ekki sætta sig við annað en laun sem nægja til framfærslu einstaklinga til handa launþegum á vinnumarkaði. Annað hvort verður samið um hærri laun ellegar stjórnvöld komi að málum með hækkun skattleysismarka til samræmis við verðlagsþróun. Annað er ekki í stöðunni.
kv.gmaria.
Opnun frysti og kæligeymslu í Kína, mörg hundruð manns á ferðalagi vegna þess ?
Föstudagur, 5. október 2007
Ég er svo aldeilis yfir mig hissa ! Eru nokkur hundruð manns á ferðalagi til að vera viðstaddir opnun frysti og kæligeymslu hinum megin á hnettinum ? Ég hef enn ekki séð slíkt teljast til viðburðar hér innanlands.
kv.gmaria.
Mörg hundruð íslendingar í heimsókn til Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað gerðist, hef misst af fréttum, er búið að selja Kínverjum Orkuveituna ?
Föstudagur, 5. október 2007
Það er agalegt þegar maður er á hlaupum og missir af fréttum en sá gloppur úr Kastljósi á hlaupum þar sem tvær konur töluðu um spillta karla í miklum æsingi í sambandi við Orkuveitu Reykjavíkur þar sem eitthvað ægilegt hefði gerst. Vissi að forsetinn er í Kína og Björn Ingi líka. Hvað er eiginlega um að vera ?
kv.gmaria.
Áskorun Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum.
Fimmtudagur, 4. október 2007
Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að vekja athygli á ályktun sem við konurnar í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum sendum frá okkur nú fyrir skömmu. Stjórnina skipa kjarnorkukonur af öllu landinu.
kv.gmaria.
Konur í Frjálslynda flokkunum skora á stjórnvöld að hækka skattleysismörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |