Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Og enn hefur utanríkisráðherra sönginn um Evrópusambandsaðild, nú með tali um stjórnarskrárbreytingar.

Það er stutt síðan forsætisráðherra kom fram og lýsti því yfir að Evrópusambandsaðild væri ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar en utanríkisráðherra telur eigi að síður tímabært að rjúka nú fram í fjölmiðla með yfirlýsingar um það að breyta þurfi stjórnarskrá Íslendinga svo hægt sé að framselja vald út fyrir landsteinanna, að virðist frekar en orðið er. Stórfurðulegt og ber ekki vott um samstiga samstarfsaðila í ríkisstjórn landsins frekar en fyrri daginn.

kv.gmaria.


R-listinn, undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, með þáttöku VG og Framsóknarflokksins, ásamt Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokki, bera jafna ábyrgð á tilfærslu eigna almennings til handa einkafyrirtækjum.

Allir íslenskir stjórnmálaflokkar nema Frjálslyndi flokkurinn hafa komið að málum varðandi það atriði að sitja við stjórnvöl ráðstafana þar sem þjónustufyrirtæki almennings hafa verið gerð að hálfeinkavæddri söluvöru á markaðstorginu. Orð Svandísar Svavarsdóttur í Kastljósi í gær þess efnis að almenn pólítisk sátt ríki um slíkt er algjörlega í andstöðu við baráttu hennar gagnvart ráðslagi fyrrum meirihluta og þau orð féllu eftir að myndaður hafði verið nýr meirihluti. Raunin er sú að VG átti þátt í borgarstjórnarsamstarfi R-listans í Reykjavík, þar sem hafið var Línu net ævintýrið, og risarækjueldi undir forystu Framsóknarflokksins sem er stórfurðulegt og einsdæmi. Ég leyfi mér að fullyrða að ENGINN ALMENN SÁTT RÍKIR Í SAMFÉLAGINU um slíka skipan mála ENGIN. Þjónustustofnanir hins opinbera sem reknar eru fyrir skattfé almennings, hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög skyldu aldrei ég endurtek aldrei leggja fé almennings undir í áhætturekstri þar sem markaðsaðilar leggja mat á skattfé almennings í stað stjórnmálamanna.

kv.gmaria.

 

 


Reykjavíkursápuóperan, hver skyldi hafa hannað atburðarásina ?

Heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um það fyrir ekki svo mjög löngu að skipta um formann nefndar byggingu háskólasjúkrahúss, þar sem Alfreð Þorsteinsson hafði verið fyrir. Frásögn ruv af fundi Framsóknarmanna í dag lýsti því beinlínis að þar sem Alfreð hafði svo lítið að gera eftir að hafa misst það starf sem honum var falið, hefði hann átt auðvelt um vik að kippa í hina og þessa spotta varðandi þróun mála í borgarmálunum, þar sem væntumþykja hans í garð Sjálfstæðismanna hefur væntanlega ekki verið í hávegum höfð. Getur það verið að Björn Ingi hafi tekið að sér uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn vegna brottvikningar Alfreðs ?

kv.gmaria.


Já já einmitt, vonbrigði farin að flokkast undir viðskipti, alltaf batnar það.

Ef til vill má verðmeta vonbrigðin , alltént er þessi frétt hér inni á viðskiptaþræðinum.

kv.gmaria.


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum með slit meirihlutasamstarfsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram heldur Matadorspilið, að sjá má, hvað næst ?

Landsvirkjun selur fyrir tæpan milljarð, hvar eru fulltrúar almennings ?

kv.gmaria.


mbl.is Geysir Green eykur hlut sinn í Enex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þetta að ganga fram svona ?

Búið og gert, eða hvað ? Er búið að selja þjónustu, þjónustufyrirtækis í eigu almennings til einkaaðila þar sem viðkomandi fyrirtæki skuldbindur sig til þjónustu í 20 ár,  þ.e OR, við REI. = Geysir energy ?

kv.gmaria.


mbl.is REI fær verk Orkuveitunnar erlendis í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ringulreiðarbandalag þriggja flokka um völd í Reykjavík, afar ótrúverðugt.

Gamla þjóðsagan þess efnis að Framsóknarflokkurinn sé opinn í báða enda hefur gengið í endurnýjun lífdaga af hálfu leiðtoga borgarstjórnarflokksins í Reykjavík Björns Inga sem virtist sjá sér færi á kattarþvotti af því að axla ábyrgð við stjórnvölinn í meirihluta. Tilvonandi borgarstjóri oddviti Samfylkingar í borginni Dagur B Eggertsson , er nú sem áður afskaplega óreyndur ungur maður sem á það til að fara úr einu í annað og slá fram klysjum í stað raka. Svandís Svavarsdóttir sem hvað háværast gagnrýndi málsmeðferð í málefnum Orkuveitunnar virtist hafa gefið afslátt af fyrri ummælum all nokkuð að merkja mátti í viðtali í Kastljósi. Margrét Sverrisdóttir veit hvorki hvaða flokkur veitti henni brautargengi sem borgarstjórnarfulltrúa né heldur hvaða flokki hún tilheyrir í dag. Samkomulag þessara aðila er ekkert nema um völd og stóla í ráðum á nefndum sem ekki getur talist undir formerkjum skynsemi.

kv.gmaria.


Björn Ingi Hrafnsson segi af sér eins og skot.

Ný borgarstjórn öðlast ekki traust meðan annar aðili  í forsvari, fyrrum samstarfsflokka ætlar sér að sitja áfram eins og ekkert sé. Því miður. Það er því lágmarkskrafa að sá hinn sami axli sína ábyrgð og leyfi næsta manni síns lista að taka við keflinu undir þeim kringumstæðum sem uppi hafa verið. Hvorki VG né Samfylking munu nokkurn tíma teljast trúverðugir fyrr við stjórnvölinn.

kv.gmaria.


Hér er úrdráttur úr stefnuskrá Frjálslynda flokksins, til fróðleiks.

"U M H V E R F I S -   O G  

O R K U M Á L q     Orkuveitan og Landsvirkjun verði áfram í eigu almennings
  • Framboð Frjálslyndra og óháðra leggst alfarið gegn einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar og varar við því að fleiri auðlindir almennings komist í hendur fárra. Orkuveita Reykjavíkur er mjög blómlegt fyrirtæki sem gefur góðan arð fyrir eigendur sína, Reykvíkinga, og því leggst F-listinn gegn hlutafélagsvæðingu þess eða öðrum breytingum á rekstri."

kv.gmaria.


mbl.is F-listinn vill ekki selja hlut OR í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög ánægjulegt frumkvæði Umboðsmanns Alþingis.

Því ber sannarlega að fagna að Umboðsmaður Alþingis óski spurninga um málefni Orkuveitunnar í ljósi þess að skoða málið í heild sinni.

kv.gmaria.


mbl.is Umboðsmaður Alþingis óskar upplýsinga um REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband