Tákn friðar á Íslandi, í minningu Johns Lennon.

Friðarsúlan í Viðey er fallegt tákn í minningu manns sem vildi frið á jörð og lagði sitt á vogarskálarnar til þess arna. Einföld og snjöll hugmynd um útfærslu sem höfðar jafnframt til nútímamannsins. Það er því sannur heiður fyrir okkur Íslendinga að fá að virða minningu Johns Lennons með friðarsúlu sem tákn friðar.

Hins vegar er það nú einu sinni svo að tilviljanir sem margir myndu engan veginn tengja við atburð sem þennan þ.e. hve mjög og mikið gustar um ráðamennina sem kveiktu á friðarsúlunni, nú um stundir, vegna deilna um ráðstöfun eigna almennings í formi orku, kunna ef til vill að vera nýtt upphaf að friði í þágu almennings í landinu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband