Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

Frjálslyndi flokkurinn mun áfram standa vaktina varđandi auđlindir íslensku ţjóđarinnar til lands og sjávar.

Hvers konar eignatilfćrsla varđandi auđlindir svo sem sjávarútvegsauđlindina er nćgilegt ţekkt hér á landi til ţess ađ menn falli ekki áframhaldandi í sama ţjóđhagslega óhagkvćma pyttinn og ţar átti sér stađ, en Frjálslyndi flokkurinn hefur barist einarđlega gegn ţví skipulagi frá stofnun. Ţađ eru ţví miđur öll teikn á lofti ţess efnis ađ hiđ sama ţ.e. kvótasetning og markađsbrask skuli einnig uppi varđandi orkugeirann í ljósi farsans sem átt hefur sér stađ í höfuđborginni. Hver og einn einasti stjórnmálamađur á ţingi og í sveitarstjórnum, hvoru tveggja ţarf og verđur ađ axla sína ábyrgđ gagnvart ásćkni markađsaflanna í hvers konar skipulag mála í formi framsettra braskhugmynda hvers konar. Ţjónustuhlutverk hins opinbera ríkis og sveitarfélaga ţarf ađ vera á hreinu gagnvart borgurunum ţegar til álita kemur ađ blanda starfssemi einkafyrirtćkja saman viđ slíka starfssemi. Áhćttufjárfestingar eru ţar allsendis ekki inni í myndinni. Allt öđru máli gegnir um útbođ verkefna frá ríki og sveitarfélögum til handa fyrirtćkum um fyrirfram skilgreinda ţjónustu fyrir skattfé.

kv.gmaria.


Önnur ályktun Landssambands Kvenna í Frjálslynda flokknum.

Set hér inn ađra ályktun frá Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum, en sambandiđ var stofnađ fyrr á ţessu ári, og ég á ţar sćti í stjórn ásamt afskaplega dugmiklum hópi kvenna sem margar hverjar hafa starfađ ađ miklum heilindum fyrir Frjálslynda flokkinn frá stofnun hans.

Ályktun LKF:
Stjórn Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum, harmar ađ sundrung skyldi verđa í Frjálslynda flokknum s.l. vetur ţegar Margrét Sverrisdóttir og nokkrir stuđningsmenn hennar kusu ađ segja sig úr Frjálslynda flokknum eftir ađ hafa tapađ í varaformannskjöri fyrir Magnúsi Ţór Hafsteinssyni.

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum bendir á ađ Margrét Sverrisdóttir benti réttilega á hversu óeđlilegt ţađ er ađ kjörinn fulltrúi stjórnmálaflokks skipti um flokk á miđju kjörtímabili og sitji áfram í ţeirri trúnađarstöđu sem hann var kosinn til upphaflega. Ţegar Gunnar Örlygsson sem kosinn var á alţingi fyrir Frjálslynda flokkinn gekk í Sjálfstćđisflokkinn lýsti Margrét Sverrisdóttir ţví yfir ađ ţetta vćri bćđi ólöglegt og ósiđlegt ađ Gunnar skyldi ćtla ađ halda ţingsćtinu sem međ réttu tilheyrđi Frjálslynda flokknum. Hún kćrđi athćfi Gunnars síđan til umbođsmanns Alţingis.

Nú er Margrét Sverrisdóttir í sömu stöđu og situr áfram í sćti sem tilheyrir Frjálslynda flokknum í borgarstjórn Reykjavíkur ţó hún hafi sagt sig úr flokknum. Ţađ er sama siđleysiđ og hjá Gunnari Örlygssyni á sínum tíma.

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum lýsir vantrausti á Margréti Sverrisdóttur og öll vinnubrögđ hennar ţar sem hún gékk úr flokknum en situr samt í umbođi hans
í borgarstjórn. Margrét var ekki kosin persónukjöri heldur voru ţađ atkvćđi flokksins, sem veittu henni setu sem varamanni í nafni Frjálslynda flokksins.

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum skorar á Margréti Sverrisdóttur ađ fylgja ţví siđferđi sem hún áđur bođađi ađ ćtti ađ gilda í stjórnmálum og segja af sér sem varaborgarfulltrúi ţannig ađ raunverulegur fulltrúi Frjálslynda flokksins setjist í borgarstjórn í stađ ţeirra sem farnir eru úr flokknum.

Borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra og óháđra er óviđkomandi Frjálslynda flokknum međan fulltrúar annarra flokka en Frjálslynda flokksins sitja sem fulltrúar flokksins á fölskum forsendum. Framkoma Margrétar Sverrisdóttur og tćkifćrismennska vegna eigin hagsmunagćslu er ekki traustvekjandi fyrir ungar konur sem vilja taka ţátt í pólitík og ekki hvetjandi fyrir konur ađ horfa á vinnubrögđ hennar ađ sitja umbođslaus í borgarstjórn. Margrét Sverrisdóttir situr ekki fyrir og er á engan hátt tengd Frjálslynda flokknum.



Hvađ ćtlar hinn nýji borgarstjórnarmeirihluti ađ gera í málum Orkuveitunnar ?

Drjúgur meirihluti borgarbúa vill ekki sjá ţáttöku Orkuveitu Reykjavíkur í útrásarbissness međ einkaađilum. Hvađ ćtlar hinn nýji meirihluti ađ gera í málinu ? Kjördćmafélög Frjálslynda flokksins í Reykjavík munu funda á morgun um ţessi mál á Grand Hotel kl. 17.30.

kv.gmaria.


Hin guđdómlega markađshyggja í allri sinni mynd međ verđtryggingu fjárskuldbindinga í heimalandinu í bakhöndinni ?

Ţađ er annađhvort ađ Íslendingar " ryksugi markađinn " í öđrum löndum međan viđ látum ţađ yfir okkur ganga ađ vera ofurseld fjármálafyrirtćkjum sem gera út á verđtryggingu og uppreiknađan kostnađ á kostnađ ofan hér á landi. Hvađ annađ ?

kv.gmaria.


mbl.is Stendur í stórrćđum í Stokkhólmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mun Samfylkingin ganga erinda markađsfyrirtćkja á kostnađ almennings í landinu ?

Samfylkingin hefur ekki tekist á viđ ţađ atriđi ađ reyna ađ vinda ofan af óréttlátu fiskveiđistjórnunarkerfi hér á landi, og alveg sleppt ţví ađ hafa skođun á málinu.  Samfylkingin hefur ekki beinlínis veriđ hlynnt íslenskum landbúnađi og vill helst flytja inn matvörur ađ virđist. Samfylkingin vill einnig ganga í ESB og afsala sjálfsákvarđanavaldi íslensku ţjóđarinnar til útlanda og breyta stjórnarskránni í ţví sambandi. Ţađ nýjasta sem viđ fáum ađ heyra er ţađ atriđi ađ ráđherra orkumála sé á leiđ til Indónesíu til ţess ađ ganga erinda REI einkafyrirtćkis sem vćgast sagt stendur styrr um og ekki er útkjáđ um hvort sé til eđa ekki međ samruna viđ annađ fyrirtćki. Nýjasta uppátćki Samfylkingarmanna er ađ hoppa upp í vagn helstu frjálshyggjupostula Framsóknarflokksins í Reykjavík međ valdastóla í borginni í farteski undir vćgast sagt umdeildum kringumstćđum markađsmennsku. Ţađ er og verđur nauđsynlegt verkefni á nćstunni ađ fylgjast međ sporum ráđamanna varđandi ţróun mála hvers konar, međ tilliti til hagsmuna almennings í landinu.

kv.gmaria.


Var ţađ fínt ađ 2-3 milljarđar í mati yrđu ađ 10 loftbólumilljörđum, međ kaupréttarsamningum ?

Já fyrir ţá sem nutu kaupréttarsamninga í nýtilkomnum fyrirtćkjum, en gallinn var sá ađ sá böggull fylgdi skammrifi ađ ţjónustustofnun almennings Hitaveitan öđru nafni Orkuveita Reykjavíkur hafđi skuldbundiđ sig til ţess ađ veita einkafyrirtćkinu ţjónustu í tvo áratugi sagt og skrifađ 20 ár. Ţvíumlík og önnur eins della hefur varla komiđ fyrir augu manna lengi og ţađ mega ekki líđa margir dagar án yfirlýsinga af hálfu nýrra ađila sem ţykjast ćtla ađ ganga erinda almennings viđ stjórn borgarinnar um hvernig slíkt skuli verđa, varđandi ţá gjörđ sem ţarna hefur átt sér stađ.

kv.gmaria.


Alţingi skipi rannsóknanefnd eins og skot til ţess ađ fara ofan í samninga Orkuveitu Reykjavíkur.

Ég tel ađ stjórnkreppa sú sem uppi er í Reykjavík óhjákvćmilega kalli á ađkomu rannsókn annars stjórnsýslustigs einkum og sér í lagi ţar sem sá sem leiđir viđkomandi flokka til valda í borginni er ađili máls ţess sem veldur deilunum. Sá heitir Björn Ingi Hrafnsson en sá hinn sami afhjúpađi sig algjörlega í viđtali í Silfri Egils sem markađshyggjugróđapungur sem tilbúinn er ađ setja eignir almennings undir í hinni guđdómlegu útrás allra handa, međ Matadorleik ţar ađ lútandi ásamt ímyndarsjónleik sem ekki eykur hróđur Framsóknarflokksins fyrir tvo eđa ţrjá aura á genginu ein og hálf spíra. Ég legg til ađ Alţingi skipi rannsóknarnefnd og hagsmunir almennings á fjölmennasta svćđi landsins verđi ekki fyrir borđ bornir.

kv.gmaria.


Hver er ađkoma ríkisstjórnarinnar ađ ţessu útrásarorkutilstandi í Reykjavík ?

Ég held mér hafi ekki misheyrst í fréttum í kvöld ađ iđnađarráđherra vćri á leiđ til Indónesíu međ Bjarna Ármannssyni varđandi verkefni ytra. Hver er ađkoma ríkisstjórnar varđandi ţessi mál öll ? ER ţetta tímabćrt eđa hvađ ?

kv.gmaria.


Ţađ ţarf ađ " kolefnisjafna " samningsađstöđu skattgreiđenda/kjósenda gagnvart ákvörđunum stjórnmálamanna í útrásarbraskhugleiđingum.

Ţađ er vćgast sagt alvörumál ţegar svo er komiđ ađ  stór hluti stjórnmálamanna í landinu er tilbúin til ţess ađ samţykkja hverja vitleysuna á fćtur annarri í einhverju málamyndagróđahugmyndaferli sem markađsspekúlantar hafa hannađ undir formerkjum guđdómlegrar útrásar til útlanda. Undirbúningur Geysir Green energi bla bla hefur vart fariđ alveg fram hjá neinum ţar sem stórkostleg auglýsingaherferđ um " kolefnisjöfnun " allra handa hefur tröllriđiđ húsum í allt sumar sem í minni orđabók heitir eitthvađ í gangi. Markađsvćđing fiskveiđa viđ landiđ er hverjum stjórnmálamanni sem kom ađ ţví máli lélegur vitnisburđur ţar sem ţjóđarhag var fórnađ og fáum fćrt á silfurfati óhagkvćmt markađsbrask sem ţjóđfélagiđ hefur greitt fyrir í formi auka skattpeninga fyrr og síđar. Ţađ atriđi ađ í höfuđborg landsins Reykjavík skuli menn leyfa sér ađ reyna ađ leika álíka ađferđarfrćđi međ ţjónustufyrirtćki hins opinbera Hitaveituna sem nú dreifir einnig raforku og kallast Orkuveita, VERĐUR EKKI LIĐIĐ.

 


Ég um mig frá mér til mín, nokkur orđ af ţví bloggvinkona mín hún Jónína Sólborg sendi mér klukk.

Í fyrsta lagi er ég Krabbi og haldin ótrúlegri söfnunaráráttu, alls konar sem ţó hefur nokkuđ tekist ađ vinna á međ árunum međvitađ. Í öđru lagi er ég stjórnmálafíkill, ólst upp viđ endalaus skođanaskipti um pólítik, landsmálapólítík og hreppapólítik í sveitinni milli sanda og sem dćmi svindlađi ég á lestri undir landspróf til ţess ađ glápa á stjórnmálaumrćđur í sjónvarpi sem mér ţóttu skemmtilegri. Í ţriđja lagi er ég tilfinningavera sem tek flest allt nćrri mér sem miđur fer í kringum mig en sökum međvitundar um slikt, og reynslu í kjölfar áfalla  ýmis konar, gegnum árin má segja ađ mađur hafi sjóast ađ hinum gullna međalvegi ađ hluta til. Í fjórđa lagi hefi ég áttađ mig á ţví ađ ekkert ţýđir ađ kvarta yfir sínu samfélagi og skipulagi ţess ef mađur gerir ekkert sjálfur til ađ reyna breyta ţví hinu sama. Í fimmta lagi finnst mér gaman ađ glíma viđ ađ ríma ljóđ en finnst andinn hins vegar ekki of duglegur ađ heimsćkja mig svo virkilega vel ort ljóđ verđi til. Í sjötta lagi lít ég á karlmenn sem jafningja mína hvarvetna, sennilega af ţví ég spilađi fótbolta nćr einungis međ strákum í uppvexti. Í sjöunda lagi las ég svo mikiđ innan viđ ţrítugt ađ ég hefi varla lesiđ bćkur sem heitiđ geti eftir ţađ. Í áttunda lagi ţá elska ég húmor og lifi fyrir einn grínţátt á viku í sjónvarpi sannarlega, ţvi hláturinn lengir lifiđ. 'I níunda lagi ţá trúi ég á Guđ og biđ bćnir dag hvern fyrir mér og mínum, sem aftur eykur von og bjartsýni. 'I tíunda og síđasta lagi, er ég bloggari sem bloggar um stjórnmál sí og ć.

kv.gmaria.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband