Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Frjálslyndi flokkurinn mun áfram standa vaktina varðandi auðlindir íslensku þjóðarinnar til lands og sjávar.
Miðvikudagur, 17. október 2007
Hvers konar eignatilfærsla varðandi auðlindir svo sem sjávarútvegsauðlindina er nægilegt þekkt hér á landi til þess að menn falli ekki áframhaldandi í sama þjóðhagslega óhagkvæma pyttinn og þar átti sér stað, en Frjálslyndi flokkurinn hefur barist einarðlega gegn því skipulagi frá stofnun. Það eru því miður öll teikn á lofti þess efnis að hið sama þ.e. kvótasetning og markaðsbrask skuli einnig uppi varðandi orkugeirann í ljósi farsans sem átt hefur sér stað í höfuðborginni. Hver og einn einasti stjórnmálamaður á þingi og í sveitarstjórnum, hvoru tveggja þarf og verður að axla sína ábyrgð gagnvart ásækni markaðsaflanna í hvers konar skipulag mála í formi framsettra braskhugmynda hvers konar. Þjónustuhlutverk hins opinbera ríkis og sveitarfélaga þarf að vera á hreinu gagnvart borgurunum þegar til álita kemur að blanda starfssemi einkafyrirtækja saman við slíka starfssemi. Áhættufjárfestingar eru þar allsendis ekki inni í myndinni. Allt öðru máli gegnir um útboð verkefna frá ríki og sveitarfélögum til handa fyrirtækum um fyrirfram skilgreinda þjónustu fyrir skattfé.
kv.gmaria.
Önnur ályktun Landssambands Kvenna í Frjálslynda flokknum.
Miðvikudagur, 17. október 2007
Set hér inn aðra ályktun frá Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum, en sambandið var stofnað fyrr á þessu ári, og ég á þar sæti í stjórn ásamt afskaplega dugmiklum hópi kvenna sem margar hverjar hafa starfað að miklum heilindum fyrir Frjálslynda flokkinn frá stofnun hans.
Ályktun LKF:
Stjórn Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum, harmar að sundrung skyldi verða í Frjálslynda flokknum s.l. vetur þegar Margrét Sverrisdóttir og nokkrir stuðningsmenn hennar kusu að segja sig úr Frjálslynda flokknum eftir að hafa tapað í varaformannskjöri fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni.
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum bendir á að Margrét Sverrisdóttir benti réttilega á hversu óeðlilegt það er að kjörinn fulltrúi stjórnmálaflokks skipti um flokk á miðju kjörtímabili og sitji áfram í þeirri trúnaðarstöðu sem hann var kosinn til upphaflega. Þegar Gunnar Örlygsson sem kosinn var á alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn gekk í Sjálfstæðisflokkinn lýsti Margrét Sverrisdóttir því yfir að þetta væri bæði ólöglegt og ósiðlegt að Gunnar skyldi ætla að halda þingsætinu sem með réttu tilheyrði Frjálslynda flokknum. Hún kærði athæfi Gunnars síðan til umboðsmanns Alþingis.
Nú er Margrét Sverrisdóttir í sömu stöðu og situr áfram í sæti sem tilheyrir Frjálslynda flokknum í borgarstjórn Reykjavíkur þó hún hafi sagt sig úr flokknum. Það er sama siðleysið og hjá Gunnari Örlygssyni á sínum tíma.
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum lýsir vantrausti á Margréti Sverrisdóttur og öll vinnubrögð hennar þar sem hún gékk úr flokknum en situr samt í umboði hans
í borgarstjórn. Margrét var ekki kosin persónukjöri heldur voru það atkvæði flokksins, sem veittu henni setu sem varamanni í nafni Frjálslynda flokksins.
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum skorar á Margréti Sverrisdóttur að fylgja því siðferði sem hún áður boðaði að ætti að gilda í stjórnmálum og segja af sér sem varaborgarfulltrúi þannig að raunverulegur fulltrúi Frjálslynda flokksins setjist í borgarstjórn í stað þeirra sem farnir eru úr flokknum.
Borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra og óháðra er óviðkomandi Frjálslynda flokknum meðan fulltrúar annarra flokka en Frjálslynda flokksins sitja sem fulltrúar flokksins á fölskum forsendum. Framkoma Margrétar Sverrisdóttur og tækifærismennska vegna eigin hagsmunagæslu er ekki traustvekjandi fyrir ungar konur sem vilja taka þátt í pólitík og ekki hvetjandi fyrir konur að horfa á vinnubrögð hennar að sitja umboðslaus í borgarstjórn. Margrét Sverrisdóttir situr ekki fyrir og er á engan hátt tengd Frjálslynda flokknum.
Hvað ætlar hinn nýji borgarstjórnarmeirihluti að gera í málum Orkuveitunnar ?
Þriðjudagur, 16. október 2007
Drjúgur meirihluti borgarbúa vill ekki sjá þáttöku Orkuveitu Reykjavíkur í útrásarbissness með einkaaðilum. Hvað ætlar hinn nýji meirihluti að gera í málinu ? Kjördæmafélög Frjálslynda flokksins í Reykjavík munu funda á morgun um þessi mál á Grand Hotel kl. 17.30.
kv.gmaria.
Hin guðdómlega markaðshyggja í allri sinni mynd með verðtryggingu fjárskuldbindinga í heimalandinu í bakhöndinni ?
Mánudagur, 15. október 2007
Það er annaðhvort að Íslendingar " ryksugi markaðinn " í öðrum löndum meðan við látum það yfir okkur ganga að vera ofurseld fjármálafyrirtækjum sem gera út á verðtryggingu og uppreiknaðan kostnað á kostnað ofan hér á landi. Hvað annað ?
kv.gmaria.
Stendur í stórræðum í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun Samfylkingin ganga erinda markaðsfyrirtækja á kostnað almennings í landinu ?
Mánudagur, 15. október 2007
Samfylkingin hefur ekki tekist á við það atriði að reyna að vinda ofan af óréttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi, og alveg sleppt því að hafa skoðun á málinu. Samfylkingin hefur ekki beinlínis verið hlynnt íslenskum landbúnaði og vill helst flytja inn matvörur að virðist. Samfylkingin vill einnig ganga í ESB og afsala sjálfsákvarðanavaldi íslensku þjóðarinnar til útlanda og breyta stjórnarskránni í því sambandi. Það nýjasta sem við fáum að heyra er það atriði að ráðherra orkumála sé á leið til Indónesíu til þess að ganga erinda REI einkafyrirtækis sem vægast sagt stendur styrr um og ekki er útkjáð um hvort sé til eða ekki með samruna við annað fyrirtæki. Nýjasta uppátæki Samfylkingarmanna er að hoppa upp í vagn helstu frjálshyggjupostula Framsóknarflokksins í Reykjavík með valdastóla í borginni í farteski undir vægast sagt umdeildum kringumstæðum markaðsmennsku. Það er og verður nauðsynlegt verkefni á næstunni að fylgjast með sporum ráðamanna varðandi þróun mála hvers konar, með tilliti til hagsmuna almennings í landinu.
kv.gmaria.
Var það fínt að 2-3 milljarðar í mati yrðu að 10 loftbólumilljörðum, með kaupréttarsamningum ?
Mánudagur, 15. október 2007
Já fyrir þá sem nutu kaupréttarsamninga í nýtilkomnum fyrirtækjum, en gallinn var sá að sá böggull fylgdi skammrifi að þjónustustofnun almennings Hitaveitan öðru nafni Orkuveita Reykjavíkur hafði skuldbundið sig til þess að veita einkafyrirtækinu þjónustu í tvo áratugi sagt og skrifað 20 ár. Þvíumlík og önnur eins della hefur varla komið fyrir augu manna lengi og það mega ekki líða margir dagar án yfirlýsinga af hálfu nýrra aðila sem þykjast ætla að ganga erinda almennings við stjórn borgarinnar um hvernig slíkt skuli verða, varðandi þá gjörð sem þarna hefur átt sér stað.
kv.gmaria.
Alþingi skipi rannsóknanefnd eins og skot til þess að fara ofan í samninga Orkuveitu Reykjavíkur.
Mánudagur, 15. október 2007
Ég tel að stjórnkreppa sú sem uppi er í Reykjavík óhjákvæmilega kalli á aðkomu rannsókn annars stjórnsýslustigs einkum og sér í lagi þar sem sá sem leiðir viðkomandi flokka til valda í borginni er aðili máls þess sem veldur deilunum. Sá heitir Björn Ingi Hrafnsson en sá hinn sami afhjúpaði sig algjörlega í viðtali í Silfri Egils sem markaðshyggjugróðapungur sem tilbúinn er að setja eignir almennings undir í hinni guðdómlegu útrás allra handa, með Matadorleik þar að lútandi ásamt ímyndarsjónleik sem ekki eykur hróður Framsóknarflokksins fyrir tvo eða þrjá aura á genginu ein og hálf spíra. Ég legg til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd og hagsmunir almennings á fjölmennasta svæði landsins verði ekki fyrir borð bornir.
kv.gmaria.
Hver er aðkoma ríkisstjórnarinnar að þessu útrásarorkutilstandi í Reykjavík ?
Mánudagur, 15. október 2007
Ég held mér hafi ekki misheyrst í fréttum í kvöld að iðnaðarráðherra væri á leið til Indónesíu með Bjarna Ármannssyni varðandi verkefni ytra. Hver er aðkoma ríkisstjórnar varðandi þessi mál öll ? ER þetta tímabært eða hvað ?
kv.gmaria.
Það þarf að " kolefnisjafna " samningsaðstöðu skattgreiðenda/kjósenda gagnvart ákvörðunum stjórnmálamanna í útrásarbraskhugleiðingum.
Sunnudagur, 14. október 2007
Það er vægast sagt alvörumál þegar svo er komið að stór hluti stjórnmálamanna í landinu er tilbúin til þess að samþykkja hverja vitleysuna á fætur annarri í einhverju málamyndagróðahugmyndaferli sem markaðsspekúlantar hafa hannað undir formerkjum guðdómlegrar útrásar til útlanda. Undirbúningur Geysir Green energi bla bla hefur vart farið alveg fram hjá neinum þar sem stórkostleg auglýsingaherferð um " kolefnisjöfnun " allra handa hefur tröllriðið húsum í allt sumar sem í minni orðabók heitir eitthvað í gangi. Markaðsvæðing fiskveiða við landið er hverjum stjórnmálamanni sem kom að því máli lélegur vitnisburður þar sem þjóðarhag var fórnað og fáum fært á silfurfati óhagkvæmt markaðsbrask sem þjóðfélagið hefur greitt fyrir í formi auka skattpeninga fyrr og síðar. Það atriði að í höfuðborg landsins Reykjavík skuli menn leyfa sér að reyna að leika álíka aðferðarfræði með þjónustufyrirtæki hins opinbera Hitaveituna sem nú dreifir einnig raforku og kallast Orkuveita, VERÐUR EKKI LIÐIÐ.
Ég um mig frá mér til mín, nokkur orð af því bloggvinkona mín hún Jónína Sólborg sendi mér klukk.
Sunnudagur, 14. október 2007
Í fyrsta lagi er ég Krabbi og haldin ótrúlegri söfnunaráráttu, alls konar sem þó hefur nokkuð tekist að vinna á með árunum meðvitað. Í öðru lagi er ég stjórnmálafíkill, ólst upp við endalaus skoðanaskipti um pólítik, landsmálapólítík og hreppapólítik í sveitinni milli sanda og sem dæmi svindlaði ég á lestri undir landspróf til þess að glápa á stjórnmálaumræður í sjónvarpi sem mér þóttu skemmtilegri. Í þriðja lagi er ég tilfinningavera sem tek flest allt nærri mér sem miður fer í kringum mig en sökum meðvitundar um slikt, og reynslu í kjölfar áfalla ýmis konar, gegnum árin má segja að maður hafi sjóast að hinum gullna meðalvegi að hluta til. Í fjórða lagi hefi ég áttað mig á því að ekkert þýðir að kvarta yfir sínu samfélagi og skipulagi þess ef maður gerir ekkert sjálfur til að reyna breyta því hinu sama. Í fimmta lagi finnst mér gaman að glíma við að ríma ljóð en finnst andinn hins vegar ekki of duglegur að heimsækja mig svo virkilega vel ort ljóð verði til. Í sjötta lagi lít ég á karlmenn sem jafningja mína hvarvetna, sennilega af því ég spilaði fótbolta nær einungis með strákum í uppvexti. Í sjöunda lagi las ég svo mikið innan við þrítugt að ég hefi varla lesið bækur sem heitið geti eftir það. Í áttunda lagi þá elska ég húmor og lifi fyrir einn grínþátt á viku í sjónvarpi sannarlega, þvi hláturinn lengir lifið. 'I níunda lagi þá trúi ég á Guð og bið bænir dag hvern fyrir mér og mínum, sem aftur eykur von og bjartsýni. 'I tíunda og síðasta lagi, er ég bloggari sem bloggar um stjórnmál sí og æ.
kv.gmaria.