Nýjustu færslur
- 15.2.2021 Mánaðarbið eftir tíma hjá heimilislækni á Selfossi.
- 26.4.2017 Hugleiðing um viðbótarvítamín.
- 20.12.2016 Jólapólítik.
- 23.10.2016 Kosningar framundan.
- 30.5.2016 Ég kýs Davíð Oddson til forseta.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 375146
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Febrúar 2021
- Apríl 2017
- Desember 2016
- Október 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Desember 2015
- Júlí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- heimssyn
- nafar
- einarbb
- asthildurcesil
- bjarnihardar
- asgerdurjona
- valli57
- georg
- estersv
- stebbifr
- zumann
- magnusthor
- jonvalurjensson
- tildators
- agny
- utvarpsaga
- launafolk
- kristbjorg
- axelthor
- bookiceland
- gammon
- gagnrynandi
- bergthora
- bleikaeldingin
- ea
- hannesgi
- kristinn-karl
- ekg
- hjolagarpur
- baldvinj
- gesturgudjonsson
- kokkurinn
- malacai
- gattin
- hlini
- gjonsson
- gudjul
- bofs
- gudnibloggar
- gudrunarbirnu
- gudruntora
- jonmagnusson
- heidabjorg
- zeriaph
- gretar-petur
- hallarut
- skulablogg
- hallgrimurg
- hbj
- fuf
- xfakureyri
- morgunblogg
- helgatho
- helgigunnars
- kolgrimur
- hrannarb
- ikjarval
- jevbmaack
- jakobk
- johanneliasson
- jonsullenberger
- jonlindal
- jonsnae
- nonniblogg
- kristjan9
- kjartan
- kjarrip
- kolbrunerin
- lydvarpid
- martasmarta
- morgunbladid
- mal214
- raggig
- runirokk
- seinars
- salvor
- fullvalda
- duddi9
- sigurjonn
- sigurjonth
- siggiholmar
- sisi
- siggisig
- siggith
- lehamzdr
- bokakaffid
- spurs
- saethorhelgi
- valdimarjohannesson
- valdileo
- vefritid
- vestfirdir
- villidenni
- vilhjalmurarnason
- villialli
- brahim
- olafia
- konur
- rs1600
- veffari
- sparki
- lydveldi
- solir
- olafurfa
- omarbjarki
- svarthamar
- thoragud
- thorasig
- icekeiko
- totibald
- valdivest
- olafurjonsson
- fullveldi
- samstada-thjodar
- minnhugur
- lifsrettur
- tryggvigunnarhansen
Trúboð trúleysingja.
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Það er alltaf jafn skringilegt að sjá boðskap sem þennan, þar sem þeir sem ekki trúa á Guð, telja sig tilknúna að reyna að eyða trú annarra á hann og kosta til þess fjármunum í formi auglýsinga.
Í eðli sínu er trúleysi ákvörðun manna af tilfinningalegum toga, en það atriði að reyna að rífa niður trú manna hvað svo sem menn kjósa að trúa á , með slíkum aðferðum, sem hér er um að ræða, sýnir aðeins eitt að menn eru ekki samkvæmir sjálfum sér í trúleysi, heldur vilja breyta trú manna sem til er nú þegar, á þágu sinna sjónarmiða.
Í þessu kaldrar rökhyggju, og vísíndakenninga á færibændi, sem alls hins æðsta.
kv.gmaria.
Er Guð nauðsynlegur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
En er þá allt í lagi að boða kristna trú? Það er í lagi að breiða út trú en um leið og einhver bendir á hið gagnstæða þá öskra þessir trúuðu eins og smábörn sem verið er að taka snuðið af.
Þvílík hræsni.
Stonie (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 03:52
"Í eðli sínu er trúleysi ákvörðun manna af tilfinningalegum toga."
Þetta er einfaldlega rangt hjá þér.
Trú er ákvörðun manna af tilfinningalegum toga.
Trúleysi er ekki ákvörðun. Trúleysi er ekkert.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 07:16
"Hvers vegna að trúa á Guð? Verið bara góð góðvildarinnar vegna." Var texti einnar auglýsingarinnar. Mér finnst skilaboðin einmitt ekki vera þau að reyna að ræna fólk tilfinningum og sýna aðeins "kalda rökhyggju". Þvert á móti er verið að segja að kristilegur kærleikur er ekki eini kærleikurinn, og hægt er að vera jafn góðhjartaður án nokkurs guðs.
Rebekka, 12.11.2008 kl. 07:18
Trúfrelsi er ekki trúboð, það er skynsemi og virðing fyrir mannkyni, vísindum blah.
Trú er hvað... að tilbiðja ímyndaðan ógnargaur í geimnum vegna þess að fólk elskar sig svo mikið að það getur ekki horfst í augu við að deyja.... og því ganga trúaðir fram og hafna mannréttindum og heimta að allir dansi eftir ævintýraógninni.. .ja há
Trúfrelsi er ekki af tilfinningalegum toga, trúleysi byggist alls ekki á neinu slíku... merkilegt að heyra slíka þvælu hahaha
Og svo líka það að trúfrjálsir menn mega ekki láta í sér heyra.. .ég er skammaður fyrir að blogga um þessi máli... 1 blogg á meðan td ríkiskirkjan rænir af þjóðinni 6000 milljónum árlega... takk fyrir
DoctorE (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 08:48
Að boða trúleysi er oft litið hornauga vegna þess að fólk lítur sem svo á að trúarbrögð séu ekki skaðlega þjóðfélaginu.
Hinsvegar legg ég til að þau séu það. Víðsvegar um heim eru leiðtogar þjóða sem bókstaflega og beinlínis fara eftir ævafornum sögusögnum við ákvarðanir í mikilvægustu málefnum mannkynsins. Samfélagið kóar með þessu eins og það sé eðlilegt, og því verður að linna. Trúað fólk verður að gjöra svo vel að þola gagnrýni héðan af, því þetta er að ganga of langt.
Það má vera að trúarbrögð hafi verið nauðsynleg fyrir 3.000 árum til þess að fólk hagaði sér eins og fullorðið fólk. Svo er ekki lengur, og það er rétt að benda á það. Í allra skásta falli þvælist Guð ekki fyrir þegar það kemur að umræðu um raunveruleg málefni með raunverulegar afleiðingar fyrir raunverulegt fólk, hérna í raunverulega, alvöru raunveruleikanum.
Oft er látið eins og að með því að tjá skoðun sína séu trúleysingjar í rauninni alveg jafn slæmir og trúboðar, en það er ekki trúboð trúaðra sem trúleysingjar eru á móti; það er fullkomlega eðlilegt að fólk reyni að sannfæra annað fólk um sína skoðun, og reyndar er það nauðsynleg forsenda lýðræðislegs stjórnarfars. Það er ekkert að trúboði ef maður trúir á Guð.
Og ekkert að trúleysisboði ef maður trúir ekki á hann. Fólk er bara að tjá sína skoðun á alvarlegu þjóðfélagslegu meini sem er að ganga of langt. Trúað fólk á ekki að hafa réttinn til að þurfa aldrei að hugsa út í hversu fáránlegar sannfæringar þeirra eru í raun. Það er sjálfsagt að skoðunum þess sé ögrað.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:17
Þú hefur misskilið þessa grein Guðrún. Auglýsingarnar snerust um að ná til annarra trúleysingja í Bandaríkjunum og láta þá vita að þeir væru ekki einir á báti. Þetta snýst ekki um að boða trúleysi til trúaðra.
Svo skil ég ekki hvað þú meinar með að trúleysi sé tilfinningaleg ákvörðun. Persónulega þá finn ég ekki þörf til að trúa á æðri máttarvöld. Ég hef þó fullan skilning á því að það er til fólk sem hefur þessa þörf.
Ragnar (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:18
Guðrún María: Annað sem ég vildi nefna. Hér á Íslandi er ekki svo mikið tiltökumál að vera trúleysingi. Bandaríkin eru hinsvegar með afbrigðum kristin og þrjósk þjóð að verulegum hluta, og það er ekki nema eðlilegt að trúleysingjar í Bandaríkjunum reyni að sýna öðrum trúleysingjum, sem jafnan halda að þeir séu geðveikir eða vondir, að þeir séu ekki geðveikir eða vondir.
Í skoðanakönnunum eru t.d. fleiri sem myndu aldrei kjósa trúleysingja, heldur en myndu aldrei kjósa múslima. Pældu aðeins í því. "Trúleysi" í Bandaríkjunum er fyrir mörgum einfaldlega "siðleysi", og það eru þeir fordómar sem trúleysingjar vilja vinna gegn. Og þessir fordómar eru raunverulegir, þetta er ekki bara eitthvað pólitískt tuð, það er ótrúlega stór hluti fólks sem lítur einfaldlega á trúleysingja sem viðbjóð jarðarinnar.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:21
Trúarbrögð eru stjórntæki til þess að stjórna auðtrúa... hvergi sést það betur í nútímanum en í usa og svo í löndum islam.
Að hugsandi persóna telji að það sé pabbi í geimnum sem elskar það... vá þvílíkt bull, hvernig er hægt að blekkja sig svona?.... jú það er sjálfselskan sem keyrir ruglið áfram.... óttin við að deyja... fólk grípur í hvaða hálmstrá sem er til þess að forðast dauðann, þetta vissu fornmenn og því sögðu kuflar.... ef þið gerið eins og við segjum og látið okkur fá peninga og völd þá fáið þið einbýlishús í paradís... ef ekki þá verðið þið pyntuð að eilífu.
Hvað er hægt að segja við persónu sem fellur fyrir slíku?..... lítið því sjálfselskan yfirgnæfir allt annað.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:18
"Hópur trúleysingja í Bandaríkjunum hóf í dag auglýsingaherferð þar sem þess er spurt hvers vegna Bandaríkjamenn þurfi á Guði að halda til að vera góðir."
Gerum okkur grein fyrir því að öll orð er bendlar á eitthvað. Til dæmis er orðið steinn notað til að vísa til þess sem við köllum steinn. Orðið steinn er m.ö.o. ekki það sama og fyrirbærið steinn. Næst skulum við gera okkur grein fyrir því að trúaður maður bendir væntanlega á eitthvað annað með orðinu 'guð' heldur en trúlaus maður því sá trúlausi bendir væntanlega á ekki neitt eða kannski það sem hann heldur að trúaðir meina með orðinu 'guð'. Það verður hins vegar að viðurkennast að hann veit ekki hvað hinn trúaði meinar með orðinu 'guð' því venjulega skilur trúað fólk 'guð' eftir einhverri tilfinningu frekar en skilgreiningu sem byggist á hugtökum.
Ég spyr því: Til hvers spyrja trúleysingjar að hvaða notum guð getur verið fyrir hinn trúaða ef þeir skilja ekki/afneita þeirri tilfinningu sem trúaðir menn hafa fyrir guði?
gunnargeir er hvorki trúaður né heldur trúleysingji í klassískum skilningi þessara orða.
Gunnar Geir, 12.11.2008 kl. 10:30
Sæl
Í fyrst lagi er boðun trúleysis ekki trúboð, því trúleysi byggir á sannfæringu út frá rökhyggju og skynsemi en ekki trú á æðri veru sem aldrei hefur fengist haldbær staðfesta fyrir. Það er undarleg árátta sumra trúaðra að maka orðinu trú á trúlausa. Það ber vott um skort á rökhugsun á þessu sviði.
Í öðru lagi er trúleysi ekki skyndiákvörðun eða ákvörðun tekin í tilfinningahita. Þar sem skólakerfið og stór trúarbatterí um allan heim ganga oft út frá því að trú sé normið, þá þarf hugsun til að brjóta sig út úr því og sjálfstæði til að nota ekki trú sem einhverja félagslega tísku eða ímyndarhjálp.
Í þriðja lagi er rökhyggja ekki köld nema að því leyti að hún leitast til að meta hlutina hlutlægt í stað huglægrar óskhyggju. Rökhyggja verður á endanum heitari því hún leiðir til rökréttara og betra siðferðis smám saman. Bætt siðferði skilar betri tilfinningum og meiri sátt meðal manna. Það er misskilningur að "köld rökhyggja" sé eitthvað illt. Hún merkir bara að fólk kunni að hugsa án þess að blanda eigin óskhyggju eða tilfinninga hita inn í dæmið þegar slíkt á ekki við.
Kveðja, Svanur
Svanur Sigurbjörnsson, 12.11.2008 kl. 13:36
Sæl Guðrún. Vil bara taka undir spakmæli Voltaire. ,, Alheimurinn
gerir mann ringlaðan. Ég fæ ekki skilið að þetta úrverk væri til ef
enginn væri úrsmiðurinn".
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.11.2008 kl. 21:49
Sæll Helgi Hrafn.
Ég lít ekki á trú sem " skoðun " heldur vitund, og það get ég sagt alveg eins og er að ég virði sannarlega það atriði að menn séu trúlausir, rétt eins og annarar trúar en trúar á Guð.
Sömu kröfu geri ég til trúlausra gagnvart umburðarlyndi mér til handa að fá að trúa á min Guð í friði.
Góð spurning frá þér Gunnar Geir.
Sæll Svanur.
Þú talar um skort á rökhugsun í þessu sambandi, en ég vil benda þér á það boðun trúleysis, er sama og önnur boðun hvers eðlis sem er.
Það atriði að skólakerfið sé að boða trú alla daga er einfaldlega mikill missskilningur sem haldið hefur verið á lofti og vegur að menntun þeirra aðila sem þar starfa og virkilega kunna að virða viðhorf öll.
Að rökhyggjan ein án trúar leiði til betra siðferðis, þá vil ég meina að þar vanti allt sem heitir von, en vonin kemur ekki til nema af því menn hafi trú á hið góða, væntingar sem aftur má uppreikna í vísítölum bjartsýni m.a.
Sæll Guðmundur.
Þessi orð Voltaire, eru góð og gilda sannarlega.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.11.2008 kl. 00:16
Guðrún sagði: "Í eðli sínu er trúleysi ákvörðun manna af tilfinningalegum toga"
Nei.
Sindri Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.